Brain relief
afkvæmi hugsanna minna... hlust´ekki lengur á mig...


föstudagur, nóvember 29, 2002  

It´s a good day to be alive! Hélt bara ágætan fyrirlestur í morgun... Vakti m.a.s. bara til tvö. Þannig að nú er ég kátur sem slátur að vori :D Fékk myndir úr framköllun áðan og verð bara að monta mig af frænku minni. Þið sjáið af hverju ef þið smellið hér. Svo er líka rúsína í pylsuenda þessa fína dags því ég er nebbla að fara á pínu deit í kvöld sko... hush hush... meira seinna...

posted by Valþór | 15:22


fimmtudagur, nóvember 28, 2002  

Kláraði veggspjaldakynningu í bakteríufræði með Ásdísi í morgun... Haldið ykkur fast og láta spennuna ekki éta úr ykkur heilann því við vorum að fjalla um sameindalíffræðilegar sannanir fyrir einsleitum örverusamfélögum í svömpum úr mismunandi höfum. Þið sjáið að þetta er ekki lýgi því ekki nokkrum manni gæti dottið í hug svona vitleysa... ekki einu sinni mér. Þetta gekk nú samt ótrúlega vel... þetta var svona blekkingar-fyrirlestur þar sem að allt lítur voða vel út og allt gengur upp en maður veit ekkert...
Fór svo í Hagkaup að versla og hitti Tinnu í vinnunni. Henni finnst SVO gaman að vinna í Hagkaup að hún setti m.a.s. í poka fyrir mig (K). Nú er maður kominn á fullt í genaþerapíuna aftur og hver veit nema svefn verði ekki á boðstólnum fyrr en síðar í þessum ágæta mánuði...

posted by Valþór | 14:51


mánudagur, nóvember 25, 2002  

Jæja... góð helgi að baki og vinnuvika lífs míns runnin upp. Helgin var hreint frábær í alla staði og Skaginn lætur ekki að sér hæða. Á föstudagskvöld hittumst við níu piltar, elduðum, bökuðum, drukkum, sátum, sungum og drukkum aðeins meir og sumir m.a.s. slógust svona rétt til að partýið hefði allt saman... Var mjög gaman og matarklúbburinn Ingjaldur hefur verið formlega stofnaður (var það ekki örugglega Ingjaldur????). Ég fékk það merka starf að vera ljósmyndari klúbbsins og mér ber að reyna að festa það á filmu sem á erindi í sögubækurnar.
Laugardagurinn rann mjög ljúflega í gegn... ekkert vesen og engar áhyggjur :) :) :) Sunnudagur: NÁÐI AÐ LÆRA Á AKRANESI!!! would you believe it maður... Tinna átti líka afmæli í gær (til hamó (K)) og ég fæ víst köku í kvöld...
Er annars á góðri leið með að verða sérfræðingur í genalækningum með sigðkornablóðleysi sem sérgrein...

posted by Valþór | 16:31


föstudagur, nóvember 22, 2002  

Stressið er farið að setjast að í mallakút... verkefnin hlaðast upp og tíminn líður hraðar eftir því sem ég hugsa meira. Kannski er þetta bara spurning um að hætta að pæla í öllum andskotanum og fara bara og gera eitthvað! Er annars búinn að vera nokkuð duglegur og genalækningar eru á góðri leið með að verða mitt fag. Annars er ég bara að kafna úr orku akkurat núna og varð bara að blogga til að losa e-ð pínu...
Það er nú heldur betur djamm í kvöld!!! Skagamenn ætla að hittast heima hjá Hromz og gera gott mót. Á staðnum verður rjúkandi grill og veigar eiga eftir að fljóta yfir öll borð. Verð að muna eftir myndavél því sumir verða áreiðanlega skrautlegir :) Hlakka mikið til en til þess að maður geti lifað með samviskunni þá er nauðsynlegt að læra e-ð áður en maður fer...

posted by Valþór | 13:08


þriðjudagur, nóvember 19, 2002  

Ef þú ert eitthvað að spá í að kíkja á Changing Lanes skaltu gleyma því hraðar en þér datt það í hug... Fórum á hana í gær og hún er bara leiðinleg! Einfalt og skýrt.

posted by Valþór | 11:10


föstudagur, nóvember 15, 2002  

YES!!! Er loksins búinn með ritgerðina í málstofu í sameindalíffræði :) En... næsta tekur við - Ritgerð/fyrirlestur í frumulíffræði II um genalækningar... sounds interesting, doesn´t it? Veit ekkert betra en að hanga uppá Grens á föstudegi og læra :s

posted by Valþór | 16:30


miðvikudagur, nóvember 13, 2002  

Fór í frekar (understatement) óáhugaverða vettvangsferð í bakteríufræði í dag... Skoðuðum skólphreinsimál á Suðurlandi :s Annars er ótrúlegt hvað hlutir geta skánað ef maður er bara með skemmtilegu fólki :) Annars kom útúr þessu öllu saman að Hvergerðingar hugsa best um skítinn sinn... Var að koma af Eldsmiðjunni og er því bara mest saddur. Er svo að spá í að kíkja út á eftir og sötra kaffibolla... Passa bara að drekka ekki þrjá og liggja svo andvaka með blóðsprungin augu af koffeineyslu eins og í gær.

posted by Valþór | 21:32


þriðjudagur, nóvember 12, 2002  

Horfðum á About a boy í gær heima hjá Tinnu og ég verð að segja eins og er að hún olli mér pínu vonbrigðum... Samt alveg ágæt og Killing me softly atriðið er náttla brilliant! Er akkurat núna að reyna að koma í veg fyrir akademíska sjálfsmorðið mitt með því að læra aðeins og það gengur bara ágætlega. Var annars truflaður áðan sökum óútskýranlegra atburða á bílastæði hér í nágrenninu en það var nú bara gaman :D Takk fyrir að lyfta deginum á hærra plan ;) (lesist: Djöfull var þetta ógeðslega fyndið... múhahahahaha)
Er annars búinn að hlusta á gamla PJ diska í allan dag og það er massívt!!! Seriously good shit. Einhver sagði einhvern tíma að Ten væri þannig að ef maður hlustaði á hann þá langaði mann helst að standa á fjallstoppi og öskra úr sér lungun... get tekið undir það en held að ég hlífi samnemendum mínum við því í bili :s Annars er útrás í kvöld í boltanum þar sem Pires ætlar að standa sig...

posted by Valþór | 16:29


mánudagur, nóvember 11, 2002  

Var að koma úr verklegu í Tilraunadýrum... Kíktum á kindur og hesta og fengum að taka blóð úr kindum. Núna lykta ég eins og hin almenna tilraunarolla:) Fólkið hérna í kringum mig í tölvustofunni er ekkert að fíla lyktina neitt voða vel þannig að ég er kátur sem slátur...

posted by Valþór | 17:34
 

Fór á skrítna mynd í gær með Óla og Tinnu - One hour photo með Robin Williams. Veit ekki alveg hvað mér á að finnast um þessa mynd :s Var eiginlega orðlaus þegar ég kom út. Ég vissi nákvæmlega ekkert um myndina áður svo enginn hafði fokkað í mér hvort hún væri góð eða whatever... Ég held að hún sé nokkuð góð á furðulegan hátt. Hún er öll mjög hæg og mjög flott detail í henni... Robin Williams er mjög góður sem algjör sækó sem maður hefur þvílíka samúð með. Já... hún er nokkuð góð.

posted by Valþór | 12:20


sunnudagur, nóvember 10, 2002  

Yawn! Mesta letihelgi sögunnar er að renna sitt skeið... Var uppá Skaga að gera ekkert og er kominn í bæinn að gera eitthvað. Er að reyna að læra fyrir frumulíffræði II fyrirlestur/ritgerð en það er ekki að ganga neitt sérstaklega vel :s Maður er náttla bara of latur til að geta talist á lífi... Ef þið sjáið mig vera að deyja þá er það sennilega ekkert alvarlegt... bara LETIN að angra mig...

posted by Valþór | 17:17


miðvikudagur, nóvember 06, 2002  

Vann feitan sigur í fótbolta í gær... Töpuðum fyrsta leik illa en komum bandbrjálaðir í næstu tvo og unnum frækinn sigur! OK allir að mæta á Gaukinn í kvöld þar sem snilldarbandið Dúndurfréttir spilar og mun eflaust vekja stormandi lukku, enda er þeir mjög hrynþokkafullir :D

posted by Valþór | 12:20


þriðjudagur, nóvember 05, 2002  

Búinn að vera að hlusta mikið á nýja Pearl Jam diskinn (Riot Act) og hann er alveg að fanga mig :) Vill benda ykkur á eitt flottasta lagið... eða kannski textann... Love boat captain. Þarna er m.a. fjallað um þau læti sem urðu í kringum það þegar níu manns létust í troðningi þegar PJ var að spila á Hróarskeldu. Þarna fær Eddie Vedder líka að láni eina frægustu línu úr lagi ever... Ótrúlega flottur texti og magnað lag... varð bara að koma þessu frá mér. Getið kíkt á þetta hér.

posted by Valþór | 20:37
 

OK... spáum aðeins í þessu: 36% allra fullorðinna einstaklinga í Botswana í Afríku eru HIV jákvæðir!!! Fyrir þá sem eru ekki góðir í prósentum þá er þetta rúmlega einn af hverjum þremur! Algengar tölur í öðrum Afríkuríkjum eru um og yfir 20%... Pælið í þessu.... Horfði annars á Black Hawk Down heima hjá Tinnu í gær og hún var betri en ég þorði að vona... 79% góð.

posted by Valþór | 15:52


mánudagur, nóvember 04, 2002  

Skellti mér í partý til Guðrúnar Gísla ásamt fjölda manns á laugardagskvöld. Varð þunnur á sunnudag því Áslaug þurfti endilega að hella í mig hot´n´sweet viðbjóði... takk Áslaug! Skemmti mér samt mjög vel og það var massagaman að hitta allt Skagapakkið. Brunaði svo aftur í höfuðborgina í gærkvöld og eftir miklar umræður var ákveðið að skella sér á vídjó:) Tinna og Wilson komu heim og við horfðum á THE SHINING...Djö. er þetta mögnuð mynd maður!!! "All work and no play makes Jack a dull boy". Krípí sjitt... Jack Nicholson er svo ótrúlega góður í þessari mynd að það er bara ekki eðlilegt. "Heeere´s Johnny!" Tinna setti persónulegt met í hræðslu þegar hún komst að því að hún er hrædd við þriðjudaga :D:D:D Svo skutlaði ég Tinnu og Wilson heim og Óli varð að koma með því hann þorði ekki að vera einn heima á meðan... redrum...redrum...redrum...

posted by Valþór | 11:53


laugardagur, nóvember 02, 2002  

Fimmtudagskvöldið var voða fínt... horfði á dvd með stelpunum (Óla og Tinnu). Tókum Glass house og Stigmata. OK, það stendur á hulstrinu að Glass house sé spennumynd en omg, ég verð spenntari af því að horfa á tímann líða. Hreint ömurleg mynd! Stigmata bjargaði kvöldinu enda er hún bara býsna góð. Veit samt ekki hvort Óli sá alla myndina :S Tinna var líka svo spennt að hún gat ekki sofnað og mætti því of seint í skólann sem er þá að sjálfsögðu mér að kenna... Fór svo út að borða á Vegamótum í hádeginu í gær með Óla, Ásdísi og Kötlu. Fórum svo í smá verslunarleiðangur og ég keypti mér tvo boli. Um kvöldið fórum við svo á Vitabarinn að borða (massívt gott, mæli með því) þar sem hittum m.a. hann Metúsalem. Fórum svo heim á Laufás að drekka og spila acionary. Ég og Óli töpuðum víst... Svo komu Tinna og Dagbjört í heimsókn og þær voru nú aldeilis hressar á því ;) Dagbjört meikaði ekki meir og fór heim en Tinna hélt af stað með okkur fjórum í bæinn og viti menn... Hverfisbarinn. Þar var MJÖG gaman og betri dj en síðast (sem bæ ðe vei hét Alti ömurlegi). Dilluðum okkur vel og lengi og sýndum afar vönduð vinnubrögð á dansgólfinu. Fengum okkur svo pizzu í þynnkuvörn og hún hefur virkað svona líka dável. Er annars kominn á Skagann og er að undirbúa mig fyrir kvöldið sem ætti að geta orðið nokkuð svalt. Svo er ég líka að fara í mat til systur minnar á eftir sem er mjög jákvætt þar sem hún er frábær kokkur :D

posted by Valþór | 16:51
röfl
er að hlusta á
er að lesa
nýlesið
rotnandi