![]() |
![]() |
Brain relief afkvæmi hugsanna minna... hlust´ekki lengur á mig... |
![]() |
![]() þriðjudagur, desember 17, 2002 OK eitt eftir... vegur tilraunadýranna var tiltölulega beinn og breiður með slitlagi en nú hef ég tekið krappa beygju og er kominn á torfærann slóða bakteríufræðinnar... það sem menn geta bullað um bakteríur! Þetta er svona týpískur fróðleikur sem á heima í ofsalega þykkri, rykfallinni bók sem maður geymir í efstu hillu... opnar hana einu sinni á ári til að rifja upp hvort thiobacillus myndi brennisteinskorn innan eða utan frumu...En þetta þarf maður víst allt að kunna til að geta talist merkilegur pappír... Var annars að koma úr matarboði í Breiðholtinu... hef ekki fengið heimalagaðan mat í miðri viku síðan í sumar :s Takk kærlega fyrir mig :) posted by Valþór | 22:13 mánudagur, desember 16, 2002 Var á macdonalds og hver haldiði að hafi verið þar borðandi með bláu höndina?!?! Júbbs, davíð hinn digri oddson... með macnuggets í annari og franskar í hinni. Hann opnaði náttla helvítis staðinn á sínum tíma þannig að hann borðar örugglega frítt þarna... svo nennti hann ekki einu sinni að ganga frá bakkanum sínum sjálfur... ekki góð fyrirmynd dabbi minn, veit að þú lest þetta! posted by Valþór | 20:22 Haaalllló! Tilraunadýr og vísindarannsóknir eiga hug minn að mestu leyti í dag... æsispennandi próf á morgun! Var annars að horfa á Gunna og Óla taka skapahárapróf og strákarnir hafa greinilega skoðað víða því þeir gátu 16/16 :) ekki slæmt... Kláraði minority report í gær og hún kom mér nú bara frekar mikið á óvart, hélt hún væri arfaslöpp en er bara mjög fín... posted by Valþór | 14:59 sunnudagur, desember 15, 2002 Prófatími er ekki góður tími... þetta er sá tími ársins þar sem maður finnur uppá öllu því sem manni langar hugsanlega að gera og vill ólmur framkvæma það. Þetta er líka sá tími sem alls konar kvillar fara að herja á mann og maður endar í dópinu... sólhattur, c-vítamín, strepsils, lýsi, fjölvítamín og íbúfen er meðal þess sem er á mínum matseðli þessa dagana... Apótekarar borgarinnar fá dollaramerki í augun þegar ég geng inn í apótekin og sjá fyrir sér gylltar baðstrendur og svalandi kokteila. Ekki nóg með að manni líði illa heldur er maður svo að lesa um fátt annað en sjúkdóma og sýkingar af völdum hinna og þessara baktería og veira... en til að stela smá: svona er þetta bara... posted by Valþór | 19:47 föstudagur, desember 13, 2002 Við Tinns skelltum okkur á ghost ship í gær... Bjóst svosem ekki við miklu en var býsna sáttur því það má alveg horfa á þessa mynd... Er bara dáldið töff á köflum mas. Gef henni neglurnar þrjár sem ég þurfti að draga úr lærinu á mér... posted by Valþór | 19:28 Ekki verða alltof hissa þó þið heyrið nafnið mitt í dánarfregnum og jarðarförum á næstunni. Er nebbla u.þ.b. að láta lífið hérna fyrir framan tölvuna við að reyna að komast yfir námsefnið í frumulíffræði II, ekki bara flókið...heldur líka svo ógeðslega mikið! Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast mín er bent á að læra ekki frumulíffræði... posted by Valþór | 10:32 miðvikudagur, desember 11, 2002 Eitt próf búið!!!! Nokkuð sáttur enda sanngjarnt próf... þá hefur maður engum öðrum um að kenna nema sjálfum sér hvernig fer! Nú er bara að gerast frumulíffræðingur dauðans og demba sér á kaf í innviði frumunnar... posted by Valþór | 17:30 þriðjudagur, desember 10, 2002 Vá maður... að sitja í sama sæti í tólf tíma á dag er bara ekki fyrir mig. Er alveg að sofna hérna núna enda búinn að vera hér síðan níu í morgun... Massívt mannerfðafræðipróf á morgun! Spurning um að ná því svo maður geti STRAX farið að læra fyrir frumulíffræði II sem er á laugardaginn. Best að læra aðeins lengur svo maður verði nú örugglega nógu þreyttur... Já meðan ég man...Sindri er að byrja að blogga. Ætti að geta orðið fróðleg lesning. posted by Valþór | 22:02 mánudagur, desember 09, 2002 Vaknaður snemma á mánudegi og byrjaður að læra... takk Tinns... Einbeitingin sest að í huganum og fátt kemst að annað en lærdómur. Svo er náttla bara spurning hvað maður telur vera lærdóm... Sá Ice Age í gær og var mjög sáttur. Virkilega cool og fyndin :) posted by Valþór | 10:56 fimmtudagur, desember 05, 2002 OK nú held ég að það sé ráð að hringja á sjúkrabíl... er að deyja úr leiðindum:s Er að reyna að basla við að þýða e-ð frumulíffræðidót sem er flóknara en að framkvæma heilaskurðaðgerð í gegnum analinn...svei mér þá! En maður verður víst að bíta í skjaldarrendur (takk samúel örn erlingsson) og drífa í þessu. posted by Valþór | 15:37 þriðjudagur, desember 03, 2002 Jæja... (stolin byrjun frá Dagbjörtu) Nok sprækur í dag eftir fína helgi. Fór með Tinnu á 007 á fös og þetta er svona nok venjulegur Bondari, bara alveg fín en samt eitt atriði sem fór ótrúlega í taugarnar á mér og þið fattið það um leið og þið sjáið myndina. Var reyndar líka nokkuð þreytandi að heyra "Iceland" svona 27 sinnum á þremur mínútum. Og eitt einn sem pirrar... Maður situr í bíó og það kemur skot frá Íslandi og þá er klappað... súrt. En skemmti mér samt vel enda í fínum félagsskap ;) Svo var afmæli hjá Tinnu á lau... rólegt og gott partý og hverfisbarinn á eftir... Er á leiðinni í fótbolta og get ekki beðið eftir að fá að sýna alla mína stórfenglegu knattspyrnuhæfileika :s posted by Valþór | 21:12 |
![]() |
|
![]() |
![]() |
|
![]() |
![]() |
||||
![]() |