Brain relief
afkvæmi hugsanna minna... hlust´ekki lengur á mig...


miðvikudagur, september 17, 2003  

Er búinn með Stupid White Men eftir Michael Moore. Þessi bók er bara urrandi snilld og hér drullar hann gjörsamlega yfir Bandaríkin, enda nægar ástæður til. Mörg dæmi í þessari bók fá mann til að missa hökuna í gólfið af undrun. Hann lýsir því hvernig "forseti" Bandaríkjanna stal kosningunum, skrifar opið bréf til GWB þar sem hann m.a. spyr hann hvort hann sé læs og skrifandi á fullorðinsstigi og svo framvegis. Veruleg yfirdrullun. Meðal athyglisverðra dæma í bókinni eru þessi:

*Bandaríkin eru meðal fárra ríkja sem taka af lífi bæði vangefna og þá sem eru undir lögaldri. USA er meðal sex þjóða sem taka einstaklinga undir lögaldri af lífi. Hin eru Íran, Nígería, Pakistan, Saudi-Arabía og Yemen.

*USA er eina landið fyrir utan Sómalíu sem hefur ekki skrifað undir samning UN um réttindi barna. Hvers vegna? Af því að í honum stendur að bannað sé að taka börn undir 18 ára aldri af lífi. Þeir vilja getað tekið börnin sín af lífi...

*240 skólaumdæmi í 31 ríki USA hafa selt einum af stóru gosdrykkjarframleiðendunum einkarétt á sölu af gosi í skólunum. (Af hverju eru Bandaríkjamenn feitir?) Skólaumdæmi í Colorado fær $8.4 milljónir á 10 árum fyrir samning sinn við Coke - og meira ef þeir selja meira en 70.000 kassa af kóki á ári. Til að tryggja að það náist hefur nemendum verið veittur ótakmarkaður aðgangur að sjálfsölum og það má drekka kók í skólastofum...

Svona heldur listinn endalaust áfram... idiot nation.

posted by Valþór | 15:35
 

Litli frændi minn, fimm ára, er ekki svo vitlaus. Var að horfa á hulk um daginn enda er hann með ofurhetjuæði á háu stigi. Þegar hulk er að stækka, fötin rifna af honum, hann öskrar og verður grænn horfir hann spekingslega á sjónvarpið og spyr svo mömmu sína: "Af hverju rifna ekki nærbuxurnar utan af honum eins og hin fötin?" Eitthvað sem maður hefur ekki mikið verið að spá í...

posted by Valþór | 14:42


þriðjudagur, september 16, 2003  

Las fína bók um daginn... Góðir Íslendingar eftir Huldar Breiðfjörð. Segir frá kaffibarsrottu sem fer hringinn í kringum landið um hávetur á Volvo Lapplander til að reyna að finna sjálfan sig og skoða landið og landann um leið. Góðar lýsingar á missorglegum stöðum á landsbyggðinni.
Er annars byrjaður á annarri... Stupid White Men eftir Michael Moore (Bowling for Columbine). Bók sem ég ætlaði að vera búinn að lesa fyrir löngu en batnandi fólki er best að lifa... meikar þetta sens? Eða er ég að búa e-ð til? Er orðinn e-ð skemmdur...

posted by Valþór | 15:51


fimmtudagur, september 11, 2003  

Það er víst ellefti september í dag og það rifjar ýmislegt upp. Flestir muna hvar þeir voru staddir þegar kúkurinn lenti í viftunni... Ég var á ákaflega ómerkilegum stað... VR-I í verklegri almennri efnafræði. Ég var semsagt að títra, sem btw er e-ð það alleiðinlegasta sem efnafræðingar gera að mínu mati. Síminn hjá kötlu hringdi og hún sagði okkur að það hefði verið flogið á WTC... Við vissum að sjálfsögðu ekki neitt en Ásdís var með lítið vasaútvarp svo við gátum fylgst með. Smám saman skýrðust fréttirnar og ljóst var að um huge event væri að ræða. Við spurðum kennarann okkar, Ingvar Ólafsson, hvort við gætum ekki fengið stórt útvarp eða e-ð til að fylgjast með atburðunum... Hann hélt nú ekki því þetta væri ekkert merkilegt. Mun mikilvægara væri að halda áfram að títra og slökkva á litla vasaútvarpinu! Já er það!!! Svona eru efnafræðingar þröngsýnir. Þarna þurftum við semsagt að hanga til klukkan fimm án þess að vita hvort heimurinn væri að farast eða ekki... Huxa ég gleymi aldrei svipnum á Ingvari þegar hann reyndi að spila niður atburðina, þetta væri nú ekki svo merkilegt... idiot

posted by Valþór | 15:23
 

Vá maður... netið er búið að liggja niðri hjá mér alla vikuna og ég er bara búinn að vera eins og anna handa- og fótalausa hérna. Hef bara ekkert getað gert af neinu viti. Þetta helv. internet er orðið slík hækja að það er bara skerí! Heimur minn minnkaði um hálfan annan helling við það að geta ekki spjallað við vini mína á msn þegar mér datt í hug. Að geta ekki tékkað á tölvupósti er hrein martröð... fannst sífellt eins og ég væri að missa af einhverju rosalegu. En nú er heimurinn aftur stór og ég get lesið minn yfirleitt nok ómerkilega tölvupóst. Hjúkkid...

posted by Valþór | 09:55


mánudagur, september 08, 2003  

Er helvíti ferskur eftir kílómetrana sjö. Veðrið alveg að slá í gegn. Róleg helgi, Svarfhóll var áfangastaður laugardags þar sem bjór var drukkinn í rólegheitum. Fékk annars slatti fína skó á lítinn pening á lau btw þá fékk ónefndur aðili fern pör. Borgar sig svo sannarlega að þekkja rétta fólkið :) Skelltum okkur á brennsluna í gærkvöldi. Þegar tveir aðilar koma saman sem vinna á kfc þá fær maður að vita allt um kfc. Vaktaplanið og bara the works :) Virðist vera e-ð djúsý að vinna á þessum stað...

posted by Valþór | 13:14


föstudagur, september 05, 2003  

Vá hvað ég er búinn að lesa mikið um cystic fibrosis, makrólíða, tight junctions, cystic fibrosis transmembrane conductance regulator, azithromycin, pseudomonas aeruginosa, diffuse panbronchiolitis, transepithelial resistance, apoptósu og annað slíkt. Sökum þessa er ég að spá í að reyna að drepa nokkrar heilafrumur um helgina með því að innbyrða bjór. Í morgun var ég að vekja upp börnin mín. Tók semsagt UB76-02 í passeringu 1 úr fljótandi köfnunarefni og setti upp á flöskur. Stefnt að því að tilraunast e-ð í næstu viku.

Er orðinn algjör einstæðingur. Sé nánast ekkert af kærustunni þar sem hún er upptekin við forritun og svoleiðis skemmtilegheit. Hún talar bara í linux, sql, klösum, reikniritun og einhverju sem ég skil ekkert... Ef þið eruð að leita að Tinnu þýðir semsagt ekkert að tala við mig. Hún er uppí HR... all the time. Hún ætlar þó að gefa sér tíma í dag til að skoða skó would you believe :D ...all you need is shoes...

posted by Valþór | 13:10


fimmtudagur, september 04, 2003  

Þá er haustið komið. Labbaði í vinnuna í morgun á móti öskrandi roki og grenjandi rigningu. Sé það að það er kominn tími á að kaupa sér almennilega úlpu.
Ætlaði með símann minn í hátækni í gær í viðgerð. Beið í korter til að fá afgreiðslu og þá er mér sagt að þeir geri ekki við motorola (þrátt fyrir að ég hafi keypt símann hjá þeim!). Þau bentu mér á að fara í símann sem ég og gerði. Beið aftur drykklanga stund og svo fæ ég loks afgreiðslu. Tjellingin skráir símann og bla bla bla ég spyr hvort ég fái ekki annan síma því þetta sé eini síminn minn, er ekki með heimasíma.
Síminn: "Nei því miður þá er 30 manna biðlisti eftir símum. Ég get tekið niður númerið og hringt í þig."
Ég: "Hvernig í ósköpunum ætlar þú að hringja í mig þegar þú ert með símann minn í viðgerð" (Hugsun: "Og hvernig í andskotanum ætlar þú að fara að því tíkin þín þegar þú ert búinn að taka eina helvítis símann minn)
Þannig að ég er enn með hljóðlausa símann minn og verð að bíða eftir að 30 manns skili inn lánssímum áður en ég get farið með símann í viðgerð...

Gunni og Yann kíktu í heimsókn í gær. Yann hafði ég ekki séð síðan í fyrrasumar en hann hefur verið á flakki síðan. Drukkum bjór og skoðuðum myndir. Nú líður að drykkju hjá okkur að nýju...

Enn var haldið í hlaup í hádeginu. Erfitt fyrir mann eins og mig að hlaupa í roki. Reyndi bara að halda mig í skjólinu af Þórhalli.

posted by Valþór | 13:26


mánudagur, september 01, 2003  

Er búinn að sjá american wedding... Kom vel á óvart og er bara helvíti fyndin. Fannst mynd 2 vera ansi þunn en þessi kemur sterk inn. Stiffler heldur þessari að sjálfsögðu á floti og er á köflum hreint VIÐBJÓÐSLEGA fyndinn. Brósi bauð minns á bíósýningu á fös og svo út að borða á ítalíu á eftir. Heppinn...

posted by Valþór | 15:22
 

Hlupum með atvinnugestahlaupara í hádeginu sem var þessi líka svaka hérinn. btw er það víst hún og eftir að hún dró okkur 7 km á 33 mín sagði hún okkur að hún færi svo aftur með skokkhópnum sínum 10 km í kvöld :s

posted by Valþór | 13:17
 

Spilaði svo langt trivial í gærkvöldi að spurningarnar flæddu út um eyrun á mér :Þ Eftir mikið langt og mjög leiðinlegt (í lokin) spil vann ég að sjálfsögðu!!! Komst samt að ýmsu nýju í gærkvöldi... bandaríkin eru td mesti olíuinnflytjandi asíu og jimi hendrix var víst þessi líka svakafíni reggae-spilari...
Annars bíða mín sjö km af hryllingi á eftir. Ef ég held þessu áfram verð ég í sóðalegu formi come x-mas. Auglýsi eftir nýjasta háskólanemanum aka indriði páls aka driz aka sinbir aka sindri birgisson. Vill fá nýja emilinn þinn svo sendu mér póst!

posted by Valþór | 09:54
röfl
er að hlusta á
er að lesa
nýlesið
rotnandi