Brain relief
afkvæmi hugsanna minna... hlust´ekki lengur á mig...


föstudagur, desember 19, 2003  

Sá wonderland í gær. Úrvalsmynd, mjög flott og snilldarleikur ***

Heppinn... er búinn að fá tvo vinninga í jóladagatali íslandsbanka... heppinn... fyrst fékk ég videospólu, bubbi byggir... heppinn... svo í dag fékk ég bók, blíðfinnur og svörtu teningarnir... heppinn...

Fór og gaf blóð í gær og fékk einhverja minnisbók því blóðbankinn er 50 ára, nema hvað að í þessari minnisbók er tafla yfir kjörþyngd m.v. hæð. Ég virðist vera 16 kg undir kjörþyngd og ætti skv. hinni "helgu" bók að vera 162 cm m.v. mína vigt. Samt taka þeir jafnmikið blóð úr mér og þórhalli félaga mínum sem er rétt tæplega égx2 í þyngd. En hvað þýðir það svo sem að vera í kjörþyngd. Er maður þá ekki bara eins og allir hinir...

posted by Valþór | 13:05


fimmtudagur, desember 18, 2003  

vá hvað maður er mikill blogoholic... anywho... fór á alveg svakalega skemmtilega tónleika í gær á þjóðleikhúskjallaranum með ragnheiði gröndal. hún er sjarmatröll svo ekki sé fastar að orði kveðið. skrambi fín stemming með jólaglögg í glasi. sat náttla við hliðina á ceo hjá orf-líftækni sem nb er semi-skagamaður. spurning um að sækja um þar :)

posted by Valþór | 14:56
röfl
er að hlusta á
er að lesa
nýlesið
rotnandi