Brain relief
afkvæmi hugsanna minna... hlust´ekki lengur á mig...


föstudagur, janúar 31, 2003  

OK M. Schumacher þénaði 8.000.000.000 kr. á síðasta ári... já bara á síðasta ári!!! Sem dyggur stuðningsmaður hans og ákafur aðdáandi fer ég hér með fram á að hann sjái á mér aumur og gefi mér 1% af launum sínum héðan í frá... Fyndið ef maður væri með svona há laun því þá fær 2% aukalífeyrissparnaður alveg nýja merkingu... Hlýtur að vera erfitt að vera með 8.000.000.000 kr. í árstekjur því maður hefur svo takmarkað ímyndunarafl - hvað myndi maður kaupa? Og þó... þetta yrði ekkert mál...

posted by Valþór | 16:04


mánudagur, janúar 27, 2003  

Enn ein helgin að baki... Sáum fyrir helgi The Ring sem er nokkuð scary. Amk þurfti að horfa á hana í tveinur hlutum því sumir voru ekki alveg að treysta sér í endinn... Á föstudaginn var massa matarboð hjá Önnu Tinnusystur og rauðvínið flæddi. Var bara mjög fínt og ég slapp nokkuð ómeiddur út. Laugardagurinn var frábær enda fór hann bara í að láta sér líða vel. Fórum á Austur-Indía félagið og borðuðum himneskan mat... hef sjaldan á minni stuttu ævi borðað meira held ég. Sátum þarna í þrjá klukkutíma og sötruðum rauðvín og höfðum það gott. Þessi staður er gjörsamlega frábær og einn sá albesti sem maður kemur inn á hvar sem er. Fórum svo á 8 mile sem kom vel á óvart því hún er mjög góð og miklu betri en ég þorði að vona, mæli með henni. Svo var bara lagst útaf og horft á snilldarmyndina Boondock saints. Hún er algjör snilld og núna er verið að gera framhaldið... bíð spenntur...
Svo í gær var haldið í barnaafmæli á Skagann því Ásgrímur Óskar er víst að verða fimm ára... Við urðum vinsæl því við gáfum honum Harry Potter þannig að nýtt æði er örugglega í uppsiglingu...

posted by Valþór | 16:30


föstudagur, janúar 24, 2003  

Er alveg hreint að kafna hérna því mig langar svo að hlusta á lagið kveðja með Bubba. Lagið er bara svo hrikalega flott að ég næ ekki upp í nefið á mér... Verð að bíða þangað til á eftir því Tinna var að skrifa það - snilld.
Fórum út að borða á brennsluna áðan og ef þið viljið vita e-ð um matinn þarna þá spyrjið þið bara Dagbjörtu því hún borðaði alla réttina á matseðlinum - bon appetit... Annars er ég að lesa mér til um snilli Darwins svo ég skrifa ekki meir í bili.

posted by Valþór | 14:10


fimmtudagur, janúar 23, 2003  

Einkunnir komnar og djöfull var ég sáttur... hlaut að koma að því að þessir kennarar slysuðust til að skila. Lítur því allt vel út í sambandi við útskrift og ferð í vor :)
Er annars búinn að vera drulluslappur þessa viku og Tinna er búin að vera veik síðan við komum af Skaganum. Hún virðist ekki alveg vera að meika djammið á Skaganum...
Öll "fjölskyldan" hittist svo í eftiráafmæli heima hjá Hrafnhildi í gærkvöldi og það var fjári gaman. Við vorum í keppni um að drulla yfir hvert annað og ég held svei mér þá að Óli hafi tapað. Svo kíkti Helgi líka aðeins við... alltaf gaman að honum Helga...

posted by Valþór | 14:16


föstudagur, janúar 17, 2003  

Nú er ég alveg að missa þolinmæðina fyrir þessum einkunnaskilum... í dag er 17.janúar 2003 og ég á enn eftir að fá tvær einkunnir! Gæti sagt margt ljótt en er að hugsa um að láta #%!"$&)="(/!)% nægja...
Hún Tinna elskan var svo góð að velja vídeó handa okkur í gær sem við horfðum svo á ásamt Dagbjörtu... Held ég sleppi því að segja frá því hvaða mynd þetta var en hún var alveg heil 91 mínúta af helvíti! Sjitt hvað þetta var léleg mynd... Ef þið viljið vita hvaða mynd þetta var verðið þið að tala við mig persónulega því ég set þetta ekki út á óravíddir netsins... I have a reputation to look after...
Er að reyna að læra e-ð en það er ekkert að ganga. Það er erfitt að einbeita sér að einhverju nýju þegar maður veit ekki hvernig síðasta önn fór. Helvítis prófessorar...

posted by Valþór | 13:29


fimmtudagur, janúar 16, 2003  

Jæja... ekki nógu duglegur að bulla hérna. Síðasta helgi var geðveik og sú næsta verður örugglega massív líka! Föstudagurinn var voða þægilegur enda vorum við Tinna á Skaganum og hittum Dodda og Lúlla á mörkinni. Fórum á rónafyllerí á lau... Maður gekk um með vodkaflösku og það var gengið í skrokk á manni og allt... Ég var samtals inni á skemmtistöðum borgarinnar í svona hálftíma en annars var gatan staðurinn fyrir mig. Á sun var svo heilsan rétt við á Vitabar, hvar annars staðar? Alveg magnaður staður... Maður mætir þarna kl 3 á sunnudegi og kíkir á enska boltann og fær sér besta mat í heimi á meðan miðaldra karlar skota á sig jagara og fá lánuð óskilagleraugu svo þeir sjái enska boltann. Eftir Vitabar er maður ávallt til í hvað sem er og um kvöldið buðu tengdó okkur út að borða á ítalíu, sem er snilld! og svo í leikhús. Sáum með fullri reisn sem var bara ógeðslega gaman og viðbjóðslega fyndið... takk fyrir mig :)
Er annars búinn að vera í tímabundnu letikasti sem verður að fara að taka enda... búinn að fá þrjár einkunnir og sáttur við tvær... Lítur út fyrir að ég fái námslánin fyrir haust og vor á svipuðum tíma með þessu áframhaldi :s
Alveg rétt...næsta helgi: Sálarball á Skaga - bí ðer or bí skver! Over ´n´ out

posted by Valþór | 12:18


miðvikudagur, janúar 08, 2003  

Jæja, skólinn byrjaður í síðasta sinn í bili amk... Það sem liggur fyrir í þetta sinn er veirufræði, ónæmisfræði og þróunarfræði. Er svo uppfullur af bjartsýnni í upphafi nýrrar annar að ég er byrjaður að lesa :s Loksins er fyrsta einkunin mín komin... úr mannerfðafræði og ég er alveg sáttur við hana, bíð bara eftir að fleiri drullist til að skila!
Fór annars í fótbolta í gær og það sést líka alveg á mér... af einhverjum óskiljanlegum, yfirnáttúrulegum ástæðum tókst mér að verða fyrir öllum þrumuskotum kvöldsins þannig að ég er með boltaför um allan skrokk, skemmtileg íþrótt...
Hitti Sindra í gær en hann var að versla sér gítar auk þess sem hann ígrundar nú alvarlega framtíð sína og ég reyndi að hjálpa honum eftir bestu getu... Sindri, gangi þér vel og bloggaðu e-ð maður... mig vantar lesefni!

posted by Valþór | 14:39


mánudagur, janúar 06, 2003  

Júbb... ég er lifandi! Úthvíldur og sæll eftir gott jólafrí og nú er stefnt á að byrja bloggið aftur. Er annars ógeðslega ósáttur við að ekki skuli nokkur maður vera búinn að drullast til að gefa mér einkunn... Jólafríið var draumur í súperdós... ekki nóg með að maður fengi að slappa af á Skaga og éta á sig gat heldur fékk maður líka að éta og slappa af í holtinu breiða en þar býr jú ung snót sem ég hef náð að kynnast ansi náið ;) Fór einmitt að spila í gær með henni Tinnu og systkinum mínum hið ágæta spil fimbulfamb... Skemmst frá því að segja að Tinna kenndi okkur fimbulfamb og ég er ansi smeykur um að hún sé að læra forníslensku en ekki tölvunarfræði :s

posted by Valþór | 18:45
röfl
er að hlusta á
er að lesa
nýlesið
rotnandi