![]() |
![]() |
Brain relief afkvæmi hugsanna minna... hlust´ekki lengur á mig... |
![]() |
![]() mánudagur, júlí 28, 2003 Hafið þið spáð í hvaðan orðið blogg kemur? Well I have og núna veit ég það loksins... Þannig er að orðið log er n.k. skrá yfir atburði í tímaröð. Dæmi um þetta kemur úr nördaþáttum eins og star trek... "captain´s log; stardate 356.98..." Þegar menn fóru svo að halda dagbækur á netinu voru sumir bara púkó og kölluðu það bara journal en aðrir weblog. Eins og netverjum sæmir þurfti að stytta orðið og út kom blog. Fróðleikur dagsins var í boði Papco... Papco, dugandi klósettpappír... Var á skaganum um helgina og við ákváðum að skella okkur uppá fjall á lau því veðrið var jú skrambi gott. Erum hálfnuð upp þegar skýin fara að hrannast upp og viti menn: þrumur og eldingar og það ekkert smá!!! Og rigningin var heiftarlegri en sú sem ég varð vitni að á monsoon tíma í thailandi!!! Við hlupum niður aftur og svo fór að það var ekki þurr þráður á okkur... allt RENNANDI blautt! Var á stuttbuxum og þunnum bol í vatnsheldum gönguskóm en var svo votur í fæturna því það rigndi bara ofan í skóna!!! Better luck next time... posted by Valþór | 12:26 fimmtudagur, júlí 24, 2003 Skellti mér á alveg þrusugóða tónleika í gær. Dúndurfréttir á gauknum - fullt hús og mikill stemmari. Það var rokkað feitt og þeir rokka aftur feitt í kvöld. Sögðu líka frá því að í haust stendur til að halda zeppelin tónleika í almennilegu húsnæði - must see. Sat annars magnað kvikindi rétt hjá mér í gær... frekar stuttur í annan endan en bætti það vel upp á þverveginn. Íklæddur snjáðum gallabuxum og vatteruðu guinness-vesti, nok skeggjaður með sítt, fiðurlétt, liðað, ljóst hár. Þarna sat hann með þá allsvakalegustu svitalykt sem fólk finnur - minnti óneitanlega á haffa handarkrikamorðingja - og rokkaði og rokkaði... söng úr sér lungun og tók öll gítarsólóin og trommaði af sér hendurnar. Get svarið fyrir að þessi maður hefur rótað amk einu sinni á ævinni... Annars var hann bara töff og all repect to the man fyrir að halda á lofti lúkki sem dó út 1988... posted by Valþór | 11:06 miðvikudagur, júlí 23, 2003 OK hvað er málið með alla þessa helv. SMS leiki? Fólk hlýtur að vera að taka þátt í þessu því annars myndi þetta djöf. fyrirbæri ekki flæða svona yfir... "sendu sms-ið popp t3 í 1919 og þú gætir orðið næsti tortímandi..." Svo kostar þetta ekkert 9 kr! Nei nei bara 59 kr og jafnvel 99 kr!!! Held að þeir sem eru að senda í þetta séu typically 13-16 ára og eyða öllum deginum í að raka bletti og hreinsa beð til að geta valið sér lög á popptíví og tekið þátt í sms-leikjum á kvöldin... Fór á pizza hut í gær með ma&pa... inn gengu mariko og þóra karítas... við pabbi litum hvor á annan og sprungum svo úr hlátri! Þið skiljið af hverju ef þið hafið séð hjartstopp á fleygiferð. Sá annars í gær: "Fáðu þér rís og farðu á grís!" ... snilld posted by Valþór | 15:22 þriðjudagur, júlí 22, 2003 Akureyri hefur löngum verið staður í huga marga sem hýsir margar fallegar konur og yndislegt veður... Um helgina sáum við félagarnir að þetta eru aðeins þjóðsögur, bábiljur og lygi. Þó var hægt að skemmta sér fínt enda þótt aðkoman að Bónus væri með eindæmum léleg! *hóst* Gerðum okkur ýmislegt til dundurs þ.á.m. leigðum við okkur 4ja manna reiðhjól og hjóluðum um allan bæ... Gitta frænka gat ekki lent á eyrinni og því var aðeins "gleði"sveit Ingólfs að spila... mátti vera betra. Góð helgi enda ekki oft sem maður skellir sér norður yfir (Guðjón) heiðar... posted by Valþór | 09:30 föstudagur, júlí 18, 2003 Föstudagur... vikan búin! Magnifico vika og helgin lofar góðu. Stefnt á Akureyri með hinum ungu og fallegu (einhverjum af þeim amk). Urður aka Tony Tight-lips með íbúð á leigu og Sjallinn á eftir að fá að finna fyrir því. Nú er bara að hætta snemma í vinnunni, rölta niður í bæ og kaupa bjórinn. Nægur er tíminn því brottför er áætluð um kl. 22.30... Lúlli þarf víst að reyna að bjarga ÍR-ingum frá botnbaráttunni. Þeir eru nú búnir að fá liðstyrk í hinum geysifima og úbernetta markavarðahrelli, poolara og íþróttafréttamanni Herði Magnússyni aka u know what... Skál posted by Valþór | 13:33 mánudagur, júlí 14, 2003 Mánudagur... Helgin frábær. Aldrei þessu vant var allt að gerast á Akranesi. 14.000 manns í bænum og það gerist ekki á hverjum degi, eða ári ef að því er að skipta. Írskir dagar runnu vel í gegn þó ég hafi nú ekki verið sérstaklega írskur um helgina. Var samt fullur á laugardag og það hlýtur nú að teljast vera nokkuð írskt. Fyrir þá sem halda að skagamenn hafi valið sér írska daga því að danskir, færeyskir, franskir, grænlenskir og så videre hafi verið fráteknir skal þeim sömu bent á það að írar, n.t.t. Bresasynir, námu land á Akranesi um 880. Fróðleikurinn var í boði Pepsi... Pepsi er best - ískalt posted by Valþór | 16:09 fimmtudagur, júlí 10, 2003 Ég var svo heppinn að fá að líta augum hinn almáttuga Brúsa um daginn (Bruce almighty fyrir þá sem eru ekki jafn súrir og ég). Þessi mynd er mígandi snilld og maestro Carrey fer á kostum... Atriði eins og "I´ve got the power" og "do you like jazz" geta verið þess valdandi að fólk missi hland. Þessi mynd er svona blanda af ofleik og pínu væmni en ef einhver getur komist upp með það þá er það Jim Carrey. Sá svo Anger management í gær og hún er líka prýðisgóð... manni líður beinlínis illa að horfa uppá meðferðina á aumingja manninum. John Turturro er nýji næstum-því-uppáhaldsleikarinn-minn... Hann er svo mikill snillingur! Sjáið hann td í Anger management eða O brother - where art thou og ALLS EKKI missa af honum í Mr. Deeds! "I think you are underestimating the sneakyness" posted by Valþór | 15:08 miðvikudagur, júlí 09, 2003 Kíkti á Charlie´s Angels í gær... hmmmm... finnst hún frekar vafasöm - yfirdrifin í meira lagi. BTW hver kom því þannig fyrir að Drew Barrymore eigi að vera gella! Hún er bara ekki nógu foxy til að eiga heima í þessum hópi... annað en Demi Moore OMG! Hvað er málið með fertuga þriggja barna móður! Go Kelso... posted by Valþór | 12:02 þriðjudagur, júlí 08, 2003 Ég sit semsagt hérna í vinnunni uppí krabbameinsfélagi... Tveir af leiðbeinendum mínum eru erlendis og einn úti á landi í sumarfríi. Sá sem á að sýna mér stuff er að veiða á Snæfellsnesi. Kannski það verði bara frídagur hjá mér á morgun... Á fimmtudag verð ég að skipta á börnunum aka frumunum og svo fer bara að nálgast helgi = írskir dagar á skaganum... totally be there or be square... c",) posted by Valþór | 14:32 HaHaHa íslenskir stafir aftur æþíöúðæðóáþðö... Það hefur nákvæmlega ekkert gerst í mínu lífi síðan ég hætti að blogga hérna... eða svona næstum því... Held amk bara áfram héðan - live in the now! posted by Valþór | 10:24 Maður hættir að blogga í nokkra daga og það er bara búið að rústa kerfinu... bara komið nýtt og engir íslenskir stafir og læti bara... posted by Valþór | 10:19 |
![]() |
|
![]() |
![]() |
|
![]() |
![]() |
||||
![]() |