Brain relief
afkvæmi hugsanna minna... hlust´ekki lengur á mig...


miðvikudagur, ágúst 27, 2003  

Flestir vita að ég hef ekki hreyft mig ansi lengi... Síðasta vetur var eina hreyfingin fótbolti einu sinni í viku. Í dag varð breyting þar á. Fór út að hlaupa með Þórarni og Þórhalli í hádeginu. Sjö helvítis kílómetrar í þessum hita. Blóðbragð, svimi, lifur í hálsi, þungar lappir, verkur í nára en fínn tími miðað við allt. Svo er bara að halda áfram...

posted by Valþór | 13:38


mánudagur, ágúst 25, 2003  

Fékk of góðan mat á föstudaginn í afmælinu hjá hirti raf... Tinna Björk gerði góða hluti í eldhúsinu og skellti á borð ítalskri tómatsúpu, lasagna, tiramisu og pavola-tertu... Sökum þessa var ég SADDUR. Á laugardaginn reyndum við (tvd) að fara í verslunarferð í smáralind, kringluna og laugaveginn en því miður finnur maður bara ekki eina einustu fatadruslu sem manni langar í... Keyptum bara tiger-bjór í staðinn og hófum drykkju á laufásveginum snemma á lau-kvöld. Drykkja gekk vel og skundað var á hverfis þar sem var bara fínasta fjör... Mín fékk þó nóg og vildi halda heim á leið og þurfti aðstoð til. Minns gerði allt hvað minns gat en gat ekki komið í veg fyrir stystu leigubílaferð sem bíll 18 hjá bsr hefur farið... Sumir voru blaðþunnir á sunnudag en það bjargaðist nú allt. Svo var gerð hópferð í bíó á 28 days later... Fínasta mynd og nokkuð mikið öskrað í salnum... at the gay bar...

posted by Valþór | 15:29


föstudagur, ágúst 22, 2003  

Hitti Dodda í gær í fyrsta skipti síðan 22.maí 2003!!! ATH ástæða þess hve langt er síðan við hittumst síðast má á engan hátt rekja til samgöngumála eða fjarlægðar í rúmi... Fór semsagt á brennsluna og hitti Dodda og Unni. Spjallað um allt sem spjalla má um auk þess sem bjórsmökkun var í fullum gangi. Fór svo heim um tíu og var mættur (sorglegt) aftur á brennsluna klukkan ellefu með Tinnu og Dagbjörtu. Þar hélt bjórsmökkun áfram og nýjar tegundir voru látnar væta kverkar. Fann líka theme song fyrir Dagbjörtu... "Dagbjartar nætur fóru í... að lesa Basil fursta..." Sumarið 68 fyrir þá sem eru ekki að ná laginu.
Tinna var að baka og elda í allan gærdag því í kvöld er heljarinnar veisla í tilefni afmælis ættföðursins Hjartar... Spái seddu fram yfir helgi.

posted by Valþór | 11:48


fimmtudagur, ágúst 21, 2003  

Haldið að maður hafi ekki bara náð að pluma sig fínt í western! Nú er hægt að fara að taka mig alvarlega sem vísindamann... Reyndar margt í aðferðinni sem má laga en það kemur síðar. Mestu skiptir að stöffið tókst.
Kíkti aðeins á landsleikinn í gær... usssss... Ekki ósvipað þriðja flokki kvenna. Íslendingar verða þó að reyna að njóta stunda sem þessara því það er ekki svo oft að við séum "stórþjóð" við hliðina á andstæðingunum... Eflaust hafa samt margir setið fyrir framan sjónvarpið í gær og gert grín að Færeyingum fyrir hitt og þetta... Öll lögregla eyjarinnar á vakt á leiknum o.fl. Gleymum ekki að þannig hugsa Þjóðverjar þegar þeir koma í heimsókn í haust... Þeir taka okkur eflaust ekki sérstaklega alvarlega og þess vegna er um að gera að vinna þessa helvítis $%"&##"...
Ma&pa farin til London... Ætla að sjá Rolling Stones og skemmta sér e-ð. Vona bara að Mick Jagger verði sæmilega við heilsu svo hann geti mætt... Þeir eru víst að kansella öðrum hverjum tónleikum vegna veikinda :s

posted by Valþór | 15:31


föstudagur, ágúst 15, 2003  

Fórum út að borða í gær á brennsluna og fengum barasta dýrslegan mat! Lasagna og grilluð tjúttlingabringa og tiger bjór :Þ Svo var það keila og loksins vann ég í keilu, þessari merku "íþrótt"... Svo var bara sofnað yfir dvd.
Annars er ég að fara að leita mér að íbúð til leigu so help me people! 2ja herb. á lítinn pening, let me now...

posted by Valþór | 10:14


miðvikudagur, ágúst 13, 2003  

Búja... Er að fara að gera western blott í fyrsta sinn...(líffræðingar vita hvurn andskotann ég er að tala um). Nokkuð langur og mikill prósess sem ég veit hvorki haus né sporð á. Fæ svona aðferðalýsingu nema hvað hún er á sænsku! I have a funny feeling I will fuck this up... Svo ofan á þetta þarf ég að gera þetta í blóðbankanum þar sem ég veit ekkert um ekki neitt. Anywho... Ekki mikið að gerast hér nema vinna :Þ Ég þarf að halda fyrirlestur hér í krabbó 29.ágúst... can´t wait. Á að kynna verkefnið mitt og e-ð. Jibbí.

posted by Valþór | 15:44


fimmtudagur, ágúst 07, 2003  

Auglýsingar geta verið soldið magnaðar og þær geta svo sannarlega haft áhrif á mann þó svo maður vilji ekki alltaf viðurkenna það... Man td eftir hinum ágætu rís auglýsingum með gittu. Sökum þess hve óheyrilega mikið þær voru leiknar stóð ég sjálfan mig að því að kaupa rís í tíma og ótíma, e-ð sem ég hafði ekki lagt í vana minn og er reyndar hættur að gera aftur, enda er herferðin búin. Þær auglýsingar sem eru án efa skemmtilegastar þessa dagana eru sýnar auglýsingarnar þar sem m.a. dagbjört á stórleik á kfc. Þær eiga eftir að valda því að annar hver maður á eftir að vera "að dreifa pósti" og prútta niður verð á hinu og þessu. Gerðum þetta einmitt um helgina við félagarnir á djamminu í bænum... "eigum við að segja 1500 kall og málið er dautt?" Og viti menn, það virkaði. Er þó líklegt að eftir því sem á líður og fleiri reyna hætti þetta að virka og snúist bara upp í pirring og leiðindi meðal afgreiðslufólks... Hvet ykkur því til að sleppa þessu...

posted by Valþór | 13:08


þriðjudagur, ágúst 05, 2003  

Skrítin verslunarmannahelgi... var veikur en reyndi þó að djamma á lau með lúlla hornamanni og sindra hjásvæfu. Gerðum góða reisu í höfuðborgina og 11 skemmtistaðir (!!!) lágu í rúst eftir heimsókn okkar. Var líka plataður á "landsliðsæfingu" í körfu á lau og gat ekki skít... Annars fór helgin bara í að gráta yfir símtölum þar sem betri helmingurinn var í góðu geimi að lýsa stemmingu í eyjum... vúppdídú... How I wanted to be there... Það náði þó að gleðja lítið hjarta að nýtt tv og dvd var á heimilinu um helgina.

posted by Valþór | 15:16
röfl
er að hlusta á
er að lesa
nýlesið
rotnandi