| Brain relief afkvæmi hugsanna minna... hlust´ekki lengur á mig... |
|
föstudagur, október 31, 2003 hó i´m back... mikið verður einn ákveðinn einstaklingur glaður að lesa þessi ómerkilegu orð. Ég fór í bíó í gær við annan mann... hinn gilda lim ingjalds, sindra. Röltum seint um stræti miðborgar og kuldinn nagaði skegglausar hökur. Í kulda og vetrartíð eru fáir staðir betri en regnboginn sem minnir á allt annað en frost. Þar sátum við í hundrað stiga hita og horfðum á magnað kvikmyndaverk, nebblilega bana billa eins og hún er svo "skemmtilega" nefnd á okkar ástkæra og ylhýra. Kill bill er algjörlega geggjuð og svo rótsvöl mynd að manni hreinlega kólnar við það eitt að horfa á... ALLT í myndinni er töff og tarantino er barasta snillingur punktur. Það besta er að seinni hluti myndarinnar er eftir. Þessi mynd er svo mögnuð að mig langar bara meira segja að læra japönsku. Fréttastofa stöðvar 2 og bylgjunnar er fyndin. Ekki það að fréttin sem ég heyrði í hádeginu hafi verið fyndin en þannig er að ekki hefur ringt í norðurhluta sómalíu í 4 ár. Þar eru 90.000 manns að berjast fyrir lífinu og fréttastofan ákveður því að segja: "90.000 manns eru á vonarveli"... WHAT??? Hvaða tungumál er þetta? Ef margir eru á vonarvöl breytist það þá bara í vonarveli? Þekki ekki hvaðan vonarvöl er komin en veit það þó að þetta er e-ð gruggugt. posted by Valþór | 12:31 |
|
||||
|
|
|||||