Brain relief
afkvæmi hugsanna minna... hlust´ekki lengur á mig...


mánudagur, júní 28, 2004  

ójá... mar er lifandi. Skíturinn lenti í viftunni í vinnunni svo það hefur verið nóg að gera... Annars ber það hæst að ég fór í skaftafell þar síðustu helgi og skemmti mér konunglega einn með sjálfum mér. Hitti svo Yann in ðe middúl off nóver á Skeiðarársandi. Við gerðum það eina sem hægt er að gera þar... drukkum spíra. Svo um þessa helgi var massa partý hjá hreinu meyjunum á bergþórugötunni. Svaka stuð en ég hefði sennilega ekki meikað að þrífa pleisið :s Svo var eitt stykki barnaafmæli í þynnkunni á sun sem er náttla alltaf gaman. En eitt hérna... það er engu líkara en það sé e-ð samsæri gegn mér! Fór á hverfisbarinn á lau og skemmti mér hreint ekki vel. Stórfótur að dj-ast e-ð og hann hefur bara fengið playlistann af mörkinni svei mér þá... grís og allur pakkinn - æla og skita.

Mamma og pabbi kominn heim frá barcelona og þau eru kúkabrún, sem er gaman. Sé að ég myndi sennilega ekki finnast aftur ef ég færi nakinn í pappírsverksmiðju.

posted by Valþór | 16:30


föstudagur, júní 18, 2004  

Ég tók túristapakkann á miðvikudaginn. Fór í kvartbuxur og gönguskó, setti myndivélatöskuna og flíspeysuna í bílinn og keyrði af stað. Stoppaði fyrst á Hlíðarenda sem er ein af frægari vegasjoppum þessa lands. Eldri kona hellir tvisvar niður á sig sódavatni... kannski af því það er svo gott fyrir líkamann? Ég veit það ekki en þetta hefur sennilega ekki verið viljandi gert eins og í auglýsingunum. Þarna sat ég í smástund og las fréttablaðið og fylgdist með fólki. Það er engu líkara en allir hitti frænda sinn á svona stöðum. "Nei, ert´edda þú?" Á Hlíðarenda er líka áfengisverslun og sú af dýrari gerðinni. Þar er bara afgreitt yfir borð og röðin engu lík. Væntanlega hafa Hvolsvellingar fagnað 17.júní vel... Ég henti mér aftur inn í bíl með hangikjötssamloku og kók í nesti og hélt áfram. Ég kaus að hlusta á stjörnuna þar sem hún náðist enda er ólýsanleg stemming að keyra um landið og hlusta á íslenska tónlist, gerist varla betra. Bó verður allt í einu miklu betri en hann er og Sverrir Stormsker kemst í guðatölu. Mér finnst gaman að keyra og syngja.

Tilgangur ferðarinnar, eða afsökun fyrir henni, var að taka myndir. Þess vegna eyddi ég drjúgum tíma við Seljalandsfoss. Þar sá ég líka mun á Íslendingum og útlendingum sem eru að ferðast um landið. Íslendingarnir hlaupa útúr bílunum, nb sem yfirleitt eru af stærri gerðinni, ganga hratt uppað fossinum og ganga svo undir hann og beint inn í bíl aftur og keyra burt. Útlendingarnir keyra inn á bílastæðið á bílaleigubílunum sem eru ýmist Nissan Micra eða Toyota Yaris. Þar byrja þeir á því að borða nesti inni í bílunum. Svo ganga þeir út og rölta löturhægt að fossinum og virða hann fyrir sér úr öllum áttum. Sumir ganga undir fossinn og koma þá undantekningalítið skælbrosandi tilbaka. Einn Dani var svo hoppandi kátur að hann varð að deila því með mér hvað fossinn hefði verið fallegur fyrir fimm mínútum. "Yes... really?" sagði ég eins og ég hefði aldrei komið hingað fyrr... Fattaði þá að ég var nákvæmlega eins og útlendingur í klæðaburði og fasi og með stóra myndavél og þrífót að auki.

Hentist svo eldsnöggt að Skógafossi og smellti af nokkrum myndum meðan ég beið eftir betri birtu við Seljalandsfoss. Kom aftur að Seljalandsfossi klukkutíma síðar og hélt áfram að mynda. Svo rölti ég út í móann og hlustaði á fuglana... argandi kríur, vellandi spóar, gargandi gæsir, stressaðir stelkar, blípandi tjaldar og kvakandi endur... allt eins og það á að vera.

posted by Valþór | 11:06


miðvikudagur, júní 16, 2004  

ó já... góðar niðurstöður geta kætt mann óendanlega mikið líkt og klúður getur gert mann snar. Hitti snilling á mánudag í formi Pradeep Singh. Hann var hér í heimsókn og sýndi okkur brot af vinnu sinni og ráðlagði mér í sambandi við minn skít. Þetta er svona fáránlega klár náungi enda á hann nokkrar nature greinar að baki. Maximum respect man...

Ef veðrið heldur áfram að batna tekur mar kannski bara bíltúr á eftir og skellir sér í smá myndatökur... væri bjútífúl. Annars er ég kominn með nokkuð góða hugmynd um tattoo sem ég er að stefna á. Núna get ég ekki bakkað út eftir að hafa skrifað þetta... Við Gunnar erum ákveðnir í þessu og kannski brósi og óskar frændi komi bara líka. Hópferð dauðans...

posted by Valþór | 14:04


mánudagur, júní 14, 2004  

Áfram Frakkland! Mikið hafði ég gaman af þessu... Þessi helgi var óttalegt bull bara. Afmæli/útskriftarveisla hjá áslaugu og unnari sem endaði á mörkinni þar sem við frændurnir reyndum að skemmta okkur. Stemmingin pínu súr en félagsskapurinn góður. Annar dj en ég hef áður séð en það breytti ekki miklu... í þokkabót var hann með súperman tattoo á hendinni... skita.

posted by Valþór | 14:13


föstudagur, júní 11, 2004  

Mar hætti snemma í vinnunni í gær sökum veðurs... Fór og verslaði slatta af filmum fyrir sumarið og eitt filters-kvikindi. Nú fer að styttast í að mar fari að drullast e-ð út á land og þefi soldið af náttúrunni. Svo rölti ég um miðborgina, keypti bók og sat úti og las... Svo fórum við nokkrir saman út að borða á galileó (world for two er alveg að gera sig) og kíktum við aðeins á sólon og lágum á meltunni... Góður dagur.

posted by Valþór | 11:40


fimmtudagur, júní 10, 2004  

Ef þið hafið ekki farið á hamborgarabúlluna þá skuluð þið hætta að lesa og koma ykkur af stað. Þvílíkur snilldarstaður! Annars var minns að skutla settinu út á völl, áleiðis til barcelona... er nokkuð hægt að gera þar?

posted by Valþór | 11:34


miðvikudagur, júní 09, 2004  

Fátt veitir mér meiri gleði en að kvefast í veðurblíðunni... éta verkjatöflur og drekka vont te... hnerra og snýta mér... píra augun á móti sólu með dúndrandi hausverk... en það eru ljósir punktar í þessu. Sem betur fer...

posted by Valþór | 12:41


mánudagur, júní 07, 2004  

Stundum lendir mar í hlutum sem eru bara aðeins of fáránlegir sbr eftirfarandi. Fyrir þá sem ekki vita þá vinn ég í kjallara krabbameinsfélagsins sem er þá, eðlilega, neðst í blessaðri byggingunni. Nema hvað að það dinglar fólk hérna áðan (orða þetta svona bara fyrir gunnar þór hallgrímsson!) og ég fer fram og opna og samtal hefst:

Maður: já er hún andrésdóttir við?
Ég: andrésdóttir?
Maður: já í krabbameinsleit…
Ég: já… nei krabbameinsleitin er uppá 2. hæð.
Maður: er þetta ekki önnur hæð?
Ég (ákaflega undrandi): uuuu nei… þetta er kjallarinn. Hér fyrir ofan er jarðhæð og þar fyrir ofan er 2.hæð… (hugsaði 128 móðgandi setningar en sat á mér).
Maður: já… þakka þér fyrir…
Ég: ekki málið...

OK my question is… hvaðan úr andskotanum var maðurinn að koma???

posted by Valþór | 11:16
 

jabb jabb jabb... fyrirlestur á þingi félags íslenskra lyflækna á föstudag gekk ágætlega... gaman að þessu. Sauðárkrókur er skárri bær en mig minnti. Hef séð þá svo miklu verri. Á föstudagskvöld var rokna grillveisla með snilldarmat og skemmtiatriðið var náttla out of this world. Sumir þekkja þetta en aðrir ekki... það voru nebbla snillingarnir í hundi í óskilum sem skemmtu. Þeir eru ansi hreint magnaðir og hnýta sína bagga ekki sömu hnútum og samferðamenn sínir (búinn að ætla að nota þessa setningu svo lengi, finnst e-ð flott við hana). Þegar fólk var orðið vel mjúkt var haldið á kaffi krók. Þar tók við vægt menningarsjokk. Ágætis staður en enginn að spila tónlist svo fólk var bara vaðandi inn í diskabúr, þar sem voru btw 20 geisladiskar, og setti hvað sem er á. Sniðugt að vera á sama djammi og landlæknir. Þarna dansaði fólk með mismikinn takt og það er e-ð fyndið við að sjá virðulega lækna hristast um gólfið...

Þarna kynntist ég m.a. honum Yogen Saunthararajah. Yogen þessi var gestafyrirlesari á þinginu. Yogen kemur frá Singapúr (650 ferkílometrar samanborið við 103.000 hér - 4 milljónir manna) en býr í Chicago og er aðstoðar prófessor við University of Illinois. Honum finnst útsýnið í Skagafirðinum öllu fallegra en í Chicago þar sem næsta hús er yfirleitt ekki það fallegt. Hann er blóðmeinafræðingur og skiptir tíma sínum milli kennslu/rannsókna og lækninga á blóðveiku fólki. Segist fá leið á að reyna að lækna fólk því það sé svo erfitt þegar fólk sé að deyja frá honum. Þess vegna sé gott að hafa rannsóknirnar með. Yogen hlustar á teknó en þekkir vel ABBA. Yogen er nokkuð sniðugur maður.

Ég hélt ekki lengi út á kaffi krók og rölti uppá hótel um tvöleytið. Þurfti líka að vakna snemma til að hlusta á Yogen og aðra fyrirlestra. Misáhugavert og margt nokkuð gott en svo kom dót inn á milli sem er ekki alveg minn tebolli. Tökum sem dæmi "Faraldsfræði nýrnasteina á Íslandi"... geisp... Svo brunuðum við ólafur í bæinn og hann skutlaði mér uppá skaga. Þar var ég rifinn inn í næsta bíl og brunað suður í matarboð, og þvílíkt matarboð! Hef nú bara sjaldan lent í öðru eins. Rosalega góður saltfiskréttur í forrétt, e-ð spánskt og aldeilis magnað. Svo kom svaðallegt grillað læri og unaðslegar nautasteikur í aðalrétt. Svo kom að franskri súkkulaðitertu með vanilluís og guð minn góður! Roll me over and call me susy...Spurði frænku mína hvort mar færi ekki til helvítis ef mar borðaði svona syndsamlega köku... hún er nebbla prestur :) En grínlaust þá var þetta rosalegt og þetta endaði allt á góðu kaffi... Ég var svo góður að vera designated driver fyrir familíuna.

Svo var sunnudagurinn frekar einfaldur: át og sól. Þarf ekki að vera flóknara en það. Held ég bara geti ekki skrifað meira þó svo frá nægu sé að segja...

posted by Valþór | 10:15


þriðjudagur, júní 01, 2004  

Alveg hreint fínasta helgi að baki... Var bara nokkuð duglegur. Mætti í vinnu alla dagana, tók ofvirkniskast á möl og garðurinn er barasta að verða fjári góður, slappaði af, fór út að hlaupa í hitanum, fór út að skemmta mér, hitti fólk og fattaði nýtt lag með pearl jam... What more do you want? Svo fékk ég líka þær ágætu fréttir að ég er að fara til glasgow í haust á ráðstefnu european respiratory society þar sem ég á að kynna mínar niðurstöður. Annars er ég núna að vinna í erindi sem ég á að halda í stórkaupstaðnum Sauðárkróki á föstudag. Þar hittast lyflæknar á þingi og ég þarf að kenna þeim sitthvað... eða þannig.

posted by Valþór | 11:34
 

Úbbs! aumingjans maðurinn...

posted by Valþór | 11:08
röfl
er að hlusta á
er að lesa
nýlesið
rotnandi