Brain relief
afkvæmi hugsanna minna... hlust´ekki lengur á mig...


laugardagur, október 30, 2004  

Ég var rólegur í gær en aðrir voru ekki eins rólegir. Í dag fórum við í körfu. Við erum ég og addi og bræðurnir björgvin og stefán... Að sjálfsögðu voru bræður saman í liðum og baráttan var geysihörð! Nægir að líta á líkamlegt ástand mitt þessa stundina því til sönnunar. Þreytan mikil og ég er vel marinn og blár þökk sé olnbogum þeirra þórðarsona. Við erum ekkert sérstaklega góðir og því er baráttan því meiri. Við unnum fyrsta leikinn en hann tók einhverjar 35 mín! Annar leikurinn var leiðinlegur og við töpuðum honum örugglega. Tók þá við úrslitaleikurinn og eftir svita, hita, tár og blóð urðu úrslitin ljós... við höfðum betur 11-9 eftir stórkostlega spretti frá mér :) Hógværðin mar...

posted by Valþór | 19:20


föstudagur, október 29, 2004  

Hann Jákup Weihe hoppar beint í fimmta sæti færeyska listans með lagið oggi oggi oggi. Lurta eftir broti úr lagnum --> http://www.uf.fo/15bestu/mp3%20clip/oggi.mp3

posted by Valþór | 11:47


fimmtudagur, október 28, 2004  

Mér finnst ógeðslega fyndið að fara á bigga bar... pylsuvagninn við sundhöllina þar sem birgir nielsen ríður rækjum. Maðurinn er ekkert að grínast með alla frasana! Pullurnar heita slöngur og allir eru meistarar og ég veit ekki hvað og hvað. Mar er yfirleitt byrjaður að hlæja löngu áður en mar kemur að vagninum... Afar hressandi.

posted by Valþór | 11:55


föstudagur, október 22, 2004  

Jock strap gaurinn var aftur í gufunni í morgun *hrollur dauðans*... hann er á góðri leið með að verða minn "ugly naked guy" svei mér þá...


posted by Valþór | 10:08


þriðjudagur, október 19, 2004  

Ég get varla lýst gleði minni með að fá að labba í vinnuna undanfarna tvo daga. mmm mmm mmm. Held að ég þurfi betri einangrun. Annars var helgin bara splendid. Ammli hjá dísu á fös og vitleysa í bænum og tvö partý á lau. Svo fékk ég líka algjörlega magnað símtal á lau frá ingjaldi. Þar voru menn sko hver að herða annan.

Ef þið vitið um einhvern sem hefur labbað frá árbænum niður í miðbæ um miðja nótt þá megið þið láta mig vita.

posted by Valþór | 11:42


föstudagur, október 15, 2004  

Orð dagsins er tengslanet.
Lag dagsins er My Wild Love með Doors.
Bók dagsins er Jim Morrison: Life, death, legend eftir Stephen Davis.
Afmælisbarn dagsins er Ásdís Rósa Þórðardóttir.
Bjartsýnismaður dagsins er Ólafur Guðmundsson.
Í dag er árlegur dagur dreifbýliskvenna.
Í dag hitti ég Edvardo í fyrsta sinn.
Í dag reyndi ég að hringja í Sindra.
Í dag verður í gær á morgun og í fyrradag daginn eftir það.

posted by Valþór | 15:53


miðvikudagur, október 13, 2004  

Example

Testicles one two...

posted by Valþór | 16:26


þriðjudagur, október 12, 2004  

Í gær kláraði ég að lesa the pianist en í henni segir wladyslaw szpilman sögu sína úr síðari heimsstyrjöldinni. Hafði séð myndina og var stórhrifinn svo ég hreinlega varð að lesa bókina. Ég varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Frábær bók og algjörlega ótrúleg saga. Kom mér reyndar á óvart hversu vel myndin representaði bókina. Saga szpilmans er hreint og beint lygileg og maður þarf eiginlega að rúlla yfir allt sem hann gekk í gegnum aftur og aftur til að fatta hversu ótrúlegt þetta er. Maður þarf stundum að stoppa til að segja sjálfum sér að þetta sé ekki skáldsaga. Margir hafa fengið yfir sig nóg af myndum, bókum og öðru um helförina þar sem er endalaust vol og vein. Þessi saga er ekki þannig. Hún segir frá góðum þjóðverjum jafnt sem vondum gyðingum og pólverjum. Szpilman er algjörlega laus við allt hatur og væl. Ef þið hafið hvorki séð myndina eða lesið bókina þá eruð þið að missa af...

posted by Valþór | 14:43


sunnudagur, október 10, 2004  

Áhugaverð grein í dv í gær, aldrei þessu vant. Þar er fjallað um hve virkir tónlistarmenn í usa eru í kosningabaráttunni í þetta skiptið. Þar nægir að nefna samtök eins og vote for change sem hafa skipulagt tónleika í þeim ríkjum sem baráttan er hvað jöfnust. Þegar farið er að telja upp hvaða tónlistarmenn fylgja hvorum frambjóðanda fyrir sig (látum sem ralph nader sé ekki til) kemur áhugavert mynstur í ljós. Meðal listamanna sem styðja kerry eru pearl jam, rem, outkast, bruce springsteen, neptunes, moby og beastie boys. Eitthvað virðist listinn vera þynnri hjá gáfumenninu bush þrátt fyrir þrotlausar tilraunir fylgismanna hans að finna seleb sem eru viljug til að bendla nafn sitt við hans. Þar á meðal eru kid rock (holdgervingur fólks sem gjarnan er nefnt hvítt rusl), alice cooper það magnaða hrukkudýr og síðast en ekki síst, hin hæfileikaríka og bráðgáfaða jessica simpson! Segir þetta ekki allt sem segja þarf...

Og litla fjölskyldan í víðihlíðinni er farin að blogga... http://indji.blogspot.com líkt og ketillinn... http://katlagudrun.blogspot.com

posted by Valþór | 16:39


miðvikudagur, október 06, 2004  

Síðustu tvo morgna hef ég gengið inní worldclass dúðaður frá toppi til táar og með gæsahúð á lærunum. Í bæði skiptin hefur mér verið hugsað til nokkurra morgna í sumar þegar ég gekk þessi sömu skref í inniskóm og stuttbuxum að kafna úr 24°C hita. Ísland er bezt... ískalt.
Annað sem gaf mér gæsahúð í gær var gufuklefinn í umræddri líkamsræktarstöð. Þar situr gaur í ekta ammrísku jock strap... Bara alveg eins og í revenge of the nerds... Gaurinn stóð svo upp og rölti framhjá mér og ég held að ég hafi upplifað mitt fyrsta hómófóbíska móment. Þemað í gær var eiginlega bara gæsahúð því ástandið skánaði ekki þegar ég las um hinn ágæta "hestamann" í dv. Vott ðe fokk sko. "Maður var bara fullur." Aha... Næst þegar mar heyrir hestamann segjast hafa verið að ríða hesti þá fær mar pottþétt gæsahúð.

posted by Valþór | 09:38


föstudagur, október 01, 2004  

Mikil vinna undanfarið... kom heim hálf fimm í nótt og var svo mættur hér aftur í morgun. Skilum umsókninni í dag, halelúja. Fyndir hlutir gerast þegar unnið er of mikið. Um miðnættið í gær erum við strákarnir allir hérna í vinnunni. Ónefndur maður sem kalla mætti dr. Þórarinn sat inn á skrifstofu sinni og talaði í símann. Aðrir á þönum hingað og þangað. Dr. Þórarinn þessi ræðir við konu góða útí bæ sem er að lesa umsókn hans yfir. Hún er búin að fara yfir kvikindið og segir við hann: "Ég sendi þér þetta með emil". Dr. Þórarinn meðtekur upplýsingarnar og kallar fram á rannsóknarstofu á Valgarð: "Valgarður! ... Þú verður að fara upp og opna fyrir emil... hann er að koma með umsóknina frá þórunni..." Valgarður klæðir sig í og röltir upp. Ég mæti honum í stiganum og spyr hann hvert hann sé að fara. "Opna fyrir emil..." - "Emil eða E-mail..." segi ég algjörlega hugsunarlaust án þess að stoppa. Svo líður tíminn og svo virðist sem emil láti bíða eftir sér. Valgarður kemur aftur niður nokkru síðar og segist hafa opnað dyrnar og sett miða á hurðina. á miðanum stendur: Emil! Niður stigann í kjallara. Hringja bjöllu.
Enn nokkru síðar kemur dr. Þórarinn öskrandi af hlátri inn á labbann og í gegnum tárin segir hann okkur að hann hafi verið að fá e-mail með umsókninni... Á svona stundum er doktorspróf ekki mikil virði...

posted by Valþór | 13:39
röfl
er að hlusta á
er að lesa
nýlesið
rotnandi