![]() |
![]() |
Brain relief afkvæmi hugsanna minna... hlust´ekki lengur á mig... |
![]() |
![]() fimmtudagur, nóvember 25, 2004 Var að horfa á the shining aftur. Þetta er alveg endalaust flott mynd. Allt umhverfið og stíllinn á hótelinu er klikkaður. Kannski mar ætti að lesa bókina og komast að því hvers vegna stephen king er svona ósáttur við myndina. I´m... Ron Burgundy? posted by Valþór | 11:09 mánudagur, nóvember 22, 2004 Já. Ég var á líffræðiráðstefnunni um helgina. Sá nokkra fyrirlestra misskemmtilega og hélt einn sjálfur og gekk barasta skrambi vel. Svo fórum við nokkur út að borða á pasta basta og svo var haldið á hótel borg - gyllti salurinn og allur pakkinn. Þar var aldeilis tjúttað. Óli Páll að spila og vel flestir á esinu. Held ég sé nú ekkert að nefna nein nöfn því það gæti komið í bakið á manni síðar en einn er amk forstjóri stofnunnar hér í bæ. Það var amk svaka stuð og frábært að hitta allt þetta fólk aftur. Svo var mar náttla ekkert hættur eftir borgina... nei nei. Það var keppni í því hver yrði síðastur heim. Verandi mikill keppnismaður vann ég þessa keppni eftir viðkomur á prikinu og kofanum. Dagurinn í gær var svo ekki hress. posted by Valþór | 14:23 föstudagur, nóvember 12, 2004 Jæja, búið ykkur undir langa færslu... Í dag leið mér eins og kjána. Hvers vegna spyrjið þið kannski... Jú, þannig var að ég var í góðum gír að rölta eftir laugaveginum. Allar heimsins áhyggjur víðs fjarri og ég því einstaklega sporléttur. Barasta diddirí. Ég stoppa við mál og menningu. Tölti inn, eins og ég hef tíðum gert, og sé að það er óvenjumargt fólk enda er brynhildur guðjónsdóttir ásamt hljómsveit að spila lög edith piaf. Ég gerist þá hinn glaðasti enda gerðist það tiltölulega nýlega að ég varð mikill aðdáandi edith piaf. Trítla ég þá innar í búðina svo ég sjái betur til því þau eru að spila á efri hæðinni. Brynhildur syngur frábærlega og svei mér þá ef það er ekki heilmikill sparrow í henni. Sjarminn dropar hreinlega af henni og ég var afar hrifinn af þessu öllu saman. Nú... Gerist þá í síðasta laginu að hún hallar sér að handriðinu og ég tek eftir því að hún horfit beint í augun á mér. Ókei. Svo byrjar hún að tala. "Ó herra minn, brostu til mín..." Og ég svona hmmm... áhugavert en sýni svosem ekki viðbrögð. Svo heldur hún áfram... Horfir beint í augun á mér biðlandi augum og biður mig um að brosa. Okei hugsa ég... hún er að tala við mig! Verð pínu skrýtinn inn í mér og glotti smá. Hún kemur þá með komment á glottið... "Brostu nú almennilega til mín..." Nú fyrst verð ég kjánalegur. Finn að mér hitnar og allt fer á hvolf inni í mér. Glotti afar kjánalega að mér finnst og er eflaust orðinn rauður í framan. Þori ekki fyrir mitt litla líf að líta í kringum mig heldur horfi ég beint tilbaka í augun á henni. Geri allt sem ég get til að kreista fram bros sem tekst að lokum. Kjánalegt bros og örugglega skakkara en turninn sá í písa. "Já! svona ertu með fallegt bros! Þakka þér fyrir..." Úff... ég er bara uppgefinn nema hvað núna hætti ég ekkert að brosa. Maður lifandi hvað ég er mikill kjáni. En hvað sem því líður þá var þetta frábær flutningur á lögunum og mig dauðlangar að kíkja á þetta í þjóðleikhúsinu. Í gær flutti ég fyrirlesturinn minn og gekk bara ágætlega. Ekki ætla ég að ljúga því að ég hafi verið rólegur. Stressið var alveg með mér. Lifði þetta samt af og var alveg sáttur. Hvað er samt málið með að þorna í munninum... cottonmouth dauðans. En þá að enn öðru. Margt hefur verið rætt og ritað um olíumál að undanförnu. Húmoristar eiga auðvelt með að sjá skondnar hliðar á þessu öllu saman. Einn slíkur heitir gísli einarsson og er ritstjóri skessuhorns og skrækur fréttahaukur á rúv. Í leiðara sínum þessa vikuna gerir hann að umtalsefni sínu jól og tengir það svo yfir í olíumálið. Frá bögglum sem tengjast jólum til blóraböggla í olíumálinu og leyfi ég mér að vitna hér beint í greinina: "Forstjórar olíufélaganna eru nú þegar búnir að fá það sem þeir gátu óskað sér í jólagjöf, blóraböggul í formi Þórólfs Árnasonar fráfarandi borgarstjóra. Þar sem hann var svo seinheppinn að fara að vinna hjá þeim sem hann, fyrir hönd sinna vinnuveitenda, á að hafa svindlað hvað mest á. Þar með er hann búinn að draga til sín athyglina svo mjög að sjálfir forstjórarnir falla algjörlega í skuggann. Ég þekki mann sem fór í partý þar sem voru átta uppáklæddir lögregluþjónar, þrír sýslumenn og þáverandi dómsmálaráðherra. Hann skellti í sig þremur bjórum og keyrði svo í burtu. Það þótti mér verulega svalt. Þó er það ekki neitt hjá því að svíkja út milljónir á hverjum degi og sofa síðan hjá dómsmálaráðherranum á nóttunni. Ef það er ekki kúl þá veit ég ekki hvað. Samt sem áður veitir því enginn sérstaka athygli ef maður á góðan blóraböggul. Mig langar í svoleiðis um þessi jól." Fyndinn gaur... en nóg í bili. posted by Valþór | 19:40 fimmtudagur, nóvember 11, 2004 Djö hvað stress er skrýtið. Nú er ég að fara að halda stærsta fyrirlestur sem ég hef haldið eftir uþb einn og hálfan tíma. Ég er orðinn stressaður. Af hverju í andsk!?! Það er enginn sem hlustar á þetta sem veit rassgat um efnið. Ég þekki þetta eins og lófann á mér. Bara það að þurfa að standa fyrir framan fólk og ausa þessu útúr mér veldur mér stressi. Ætti þetta ekki að vera geðveikt gaman... láta ljós sitt skína. Kannski næsta verkefni sem ég tek mér fyrir hendur verði bara að rannsaka stress. Alla vega þá er ég stressaður. Er að reyna að sannfæra sjálfan mig um að skemmta mér bara í þessu... Ekki alveg að ganga nógu vel. Kannski mar fari bara að stunda jóga. Lækki hjartsláttinn niður í 55 slög og verði bara pollrólegur yfir hverju sem er... valli gúrú... posted by Valþór | 14:26 miðvikudagur, nóvember 10, 2004 Er svo myglaður að það hálfa... var með fyrirlestur í meinalíffræði í gær um RSV sýkingar og samband þeirra við aukna tjáningu á TLR4 og þar með aukið næmi fyrir LPS :) Núna er ég á kafi að vinna í fyrirlestri sem ég á að halda á morgun um verkefnið mitt í málstofu læknadeildar... Aðeins að verða stressaður! Fyrir utan þetta er mar svo að slást við kvef sem er afar hressandi. Sá í gær fyndnasta atriði ever! Gunni Helga í 70 mín að taka magadýfu á stömu gólfi... hljóðið maður! Getur ekki hafa verið gott... posted by Valþór | 13:33 sunnudagur, nóvember 07, 2004 Ég hagaði mér fallega eftir nokkuð óhóf á föstudag. Allt gekk nokkuð vel á fös og minns var orðinn sáttur við sitt og á leið heim þegar out of the blue siggeir mætir á svæðið. Þá datt mar í enn meira stuð og engin leið að halda heim. Síðasta viðkoman var á celtic cross þar sem, tja, sennilega sá allélegasti trúador sem nokkur maður hefur heyrt í misþyrmdi hverju laginu á eftir öðru. Það gerði svo sem ekki mikið til hjá flestum þarna sökum ölvunar umfram allt hóf. Á celtic cross eru menn skallaðir af færum ljósmyndurum og virtir vísindamenn fara í sjómann við vestmanneyinga. Five to one baby... one in five. No one here gets out alive now. You get yours baby, I´ll get mine. Gonna make it baby if we try... Annars talaði ég við sindrann minn í gær. Hann var í toppskapi. Mæli með að þið hringið í hann. Sigurður fær líka ávítur frá húsfélaginu fyrir að gefa sér ekki tíma til að tala við vin sinn. Og hann má nú barasta þakka fyrir að fá að hanga áfram í húsfélaginu fyrir að kynna ekki dömuna sem hann var með uppá arminn... Lag dagsins er The River með Bruce Springsteen. posted by Valþór | 14:30 föstudagur, nóvember 05, 2004 Eftir nokkrun rembing tókst mér að finna örfá atriði til viðbótar sem teljast jákvæð varðandi úrslit forsetakosninganna. -GWB má lögum samkvæmt ekki bjóða sig fram aftur. (Wonder if that will stop him). -Hann á ekki son sem heitir George... thank god... -Við munum halda áfram að sjá drepfyndnar klippur af honum... "there are rumors going round the internets..." duh... -Let´s face it. John Kerry is not that great. His greatest quality is not being GWB. Enda studdi ég Wesley Clark... :P Yann heldur pjartý í kvöld. Tilefnið er útskrift. Hann er orðinn löggiltur fáviti eins og mörg okkar hinna... Til hamó með það. Lag dagsins er Footsteps með Pearl Jam. posted by Valþór | 16:35 fimmtudagur, nóvember 04, 2004 Það eina jákvæða sem mér dettur í hug varðandi úrslit forsetakosninganna er að nú sé ég fram á að hillary verði næsti forseti... spurning um að tryggja sér lén eins og hillary08.com og voteforhillary.com :) Held að bill yrði flott forsetafrú... Ludovig kíkti í heimsókn í gær. Við vorum farnir að skammast okkar fyrir að hafa ekki hist síðan að hann flutti í bæinn. Redduðum því í gær sem betur fer, núna er bara að drullast til að hringja í sindra. Andskoti getur mar verið aumur í að hafa samband við vini sína. Annars eru verkefnin að hellast inn. Fyrirlestur í meinalíffræði á þriðjudag og fyrirlestur í málstofu læknadeildar á fimmtudag... það verður fjer... posted by Valþór | 13:41 miðvikudagur, nóvember 03, 2004 Mér varð hugsað til þess í morgun að pulsa á íslandi gæti hafa verið örlagavaldur í forsetakosningunum... posted by Valþór | 11:25 |
![]() |
|
![]() |
![]() |
|
![]() |
![]() |
||||
![]() |