![]() |
![]() |
Brain relief afkvæmi hugsanna minna... hlust´ekki lengur á mig... |
![]() |
![]() miðvikudagur, desember 29, 2004 Hef verið að fylgjast með fréttum af flóðbylgjunni. Var staddur á Phuket fyrir einu og hálfu ári síðan, n.t.t. á Patong. Skelfilegt að horfa uppá þetta. Ströndin hreinlega horfin ásamt strandgötunni og allur bærinn á floti. Þarna kynntist maður innfæddum sem sjálfsagt einhverjir hafa nú týnt lífinu. Veit ekki hvort þið sem voruð þarna með mér munið eftir ítalska veitingastaðnum sem við fórum á fyrsta kvöldið... Amk sá ég myndir af honum þegar ein aldan reið yfir og hann fór nánast allur á kaf! Hræðilegt. Svo munið þið kannski eftir matvörubúðinni sem var í kjallara einum og einhver okkar fóru þangað oftar en einu sinni. Sá myndir þaðan þar sem verið var að draga líkin út... Fylltist algerlega af vatni... Erfitt að horfa á þetta... posted by Valþór | 16:13 fimmtudagur, desember 23, 2004 Gleðileg jól... posted by Valþór | 11:43 þriðjudagur, desember 21, 2004 Að fá góðar niðurstöður rétt fyrir jól er örugglega ekki ósvipað því að angelina jolie reyni við mann. I am one happy camper! Þó er líklegt að ég beri fjárhagslegt tjón af þessu. Gott skap þýðir dýrari jólagjafir og þar sem ég hef enn ekki verslað eina einustu... Lag dagsins er kósíheit par exelans posted by Valþór | 14:06 mánudagur, desember 20, 2004 Drengirnir héldu gott jólahlaðborð á laugardag. Eftir að búið var að drulla yfir bílinn hjá sigga skelltum við okkur í sund við lúlli, sindri og siggi. Held að doddi hafi ekki lagt í samanburðinn þó hann muni nú sjálfsagt reyna að þræta e-ð fyrir það. Svo upphófst allsherjar sjæning á laufásveginum og innankroppsnudd. Svo loksins þorði doddi að koma og við röltum útá carpe diem. Sæmileg mæting þetta árið þó þeirra magga og unnars hafi verið sárt saknað. Svo voru étin á sig tvö göt. Ari í ögri var næsti viðkomustaður og þar var stemmingin fín og röð útá götu eftir að við mættum! Ekki reyna að láta eins og það sé einhver tilviljun... Við enduðum svo á kofanum þar sem var hreint og beint rífandi skemmtilegheit. Brjálæðislega skemmtileg tónlist og fólk farið að rífa sig úr fötunum hvað þá heldur... kviss bamm búmm eins og ákveðinn maður hefur innleitt í íslenska tungu. Svo héldum við nú bara heim á leið en sindri og siggi fengu að liggja í stofunni og var öllu meiri svefnfriður en þegar kafteinn ofurbrók gistir :) posted by Valþór | 16:36 föstudagur, desember 17, 2004 Stóratburður á morgun. Hið árlega jólahlaðborð drengjanna. Höldum nú aftur á Carpe Diem. Carpe diem mun víst merkja að njóta ánægju stundarinnar án þess að hafa áhyggjur af framtíðinni. Það munum við gera. Þar að auki stendur jafnvel til að hinir ungu og fallegu hittist fyrr og bregði sér í pottinn þar sem verður að öllum líkindum keppt í samanburði og almennri yfirdrullun. Enn fyrr er stefnt á bræðraslag í körfu þar sem átökin verða hrikaleg. Og enn fyrr en það mun ég fara í vinnuna. Ég þarf að vakna snemma. When the music´s over... turn out the lights... posted by Valþór | 13:51 mánudagur, desember 13, 2004 Á sama tíma undanfarin ár hef ég verið í prófum. Sakna þess ekki neitt nema kannski félagskaparins og þess súrleika sem skapaðist á grensunni. Annað gott var að þegar mar var búinn í prófum þá fór mar í frí. Man hversu ofboðslega góð tilfinning það var... að stíga út úr aðalbyggingu í skítaveðri, illa útlítandi og jafnvel lyktandi, vaðandi gæsaskít uppí hné með bros á vör. Frelsistilfinning. Ég get allt! Stefnir í að ég fari í frí á þorláksmessu... súrt. Til hamingju fólk í prófum... posted by Valþór | 15:29 föstudagur, desember 10, 2004 Ég skellti mér á doors tribute tónleika í gærkvöldi. Þetta er svo akkurat tónlistin mín að það er alveg rosalegt. Þess vegna er ég líka mjög kröfuharður á að þetta sé almennilega gert. Tónleikarnir í gær byrjuðu ekkert alltof vel, break on through fyrsta lag. En eftir fyrstu tvö þrjú lögin fóru hlutirnir að gerast. Menn greinilega bara að hita sig upp á sviðinu. Svo eftir það var þetta barasta geggjað. Síðasta lag fyrir hlé var when the music´s over og það var svo sóðalega flott að ég fékk gæsahúð, grínlaust. Svo var þetta bara rugl eftir það. Mæli með þessu alveg fram og tilbaka. Það er svo biluð primal orka í þessari tónlist og strákarnir voru alveg að skila henni. Skemmdi ekki fyrir hjá mér að ég kláraði ævisögu jim morrison kvöldið áður (loksins loksins). Massív bók sem ég mæli ekki með nema þið séuð aðdáendur. Afar nákvæm. Cancel my subscription to the resurrection Send my credentials to the house of detention I got some friends inside Annars er gaman að sjá hvað fólk var virkt í tannkreminu! Það er aldeilis að mar hitti á punkt. Colgate er greinilega búið að læsa hrömmum sínum um tannhirðumarkaðinn beggja vegna miðbaugs. Eitt enn... maður einn gengur á þessari jarðkringlu sem er öðrum mönnum steiktari í haus. Mér finnst þessi maður kúl og afar hæfileikaríkur. Þessi maður bloggar og ég hreinlega get ekki annað en bent ykkur á þetta. Maðurinn heitir pétur pylza og er ósjaldan kenndur við jesú þó ég viti ekki til þess að hann vinni kraftaverk. Slóðin á bloggið hans gefur ákveðna vísbendingu um hvernig þenkjandi maðurinn er... http://gramedlan.blogspot.com Lag dagsins er ekki eitt lag heldur öll lög með doors :p posted by Valþór | 11:11 fimmtudagur, desember 02, 2004 Jabb jabb... búið að vera crazy að gera. Til marks um það hef ég varla komið inn á msn í langan tíma. Og manni verður actually meira úr verki án msn... Það má nú samt ekki sleppa blogginu svona lengi, sérstaklega þegar litið er til þess að "blog" er orð ársins hjá merriam-webster orðabókinni. Fór í bíó á mið þriðjudag á arfaslaka mynd. Ber titilinn open water. Mjög ódýr mynd í framleiðslu og það sést mjög vel. Þegar myndin byrjaði var óneitanlega mikill samhljómur með ódýrri klámmynd svo slök voru myndgæðin. En alla vega þá skeit þessi mynd alveg í deigið. Ég versla yfirleitt í 10-11 og er yfirleitt nokkuð snöggur að því. Þegar mér hentar að fara útí búð er bónus löngu lokað þannig að þetta er skásti kosturinn. Ég var að velta því fyrir mér í 10-11 um daginn þegar ég stóð fyrir framan "oral care" hilluna hvort það sé virkilega þörf á því að vera með grilljón gerðir af colgate tannkremi... Þetta er bara rugl. Colgate total, colgate whitening, colgate total plus whitening, colgate total fresh stripe, colgate herbal, colgate fresh confidence, colgate tartar control, colgate barbie, colgate tweety og örugglega helling meira. Svo er heil lína af colgate 2in1 búllsjitti... Af hverju er ekki þá hægt að fá colgate total tweety fresh whitening tartar herbal confidence? Og hversu lágt sjálfsálit þarf maður að hafa til að það aukist við að nota ákveðna gerð af tannkremi??? Þegar ég var lítill drengur var bara til ógeðslega sterkt tannkrem og svo ekki svo sterkt tannkrem og það dugði barasta fínt. Endilega segið mér hvernig tannkrem þið notið! Ég nota colgate total fresh stripe :p posted by Valþór | 11:10 |
![]() |
|
![]() |
![]() |
|
![]() |
![]() |
||||
![]() |