![]() |
![]() |
Brain relief afkvæmi hugsanna minna... hlust´ekki lengur á mig... |
![]() |
![]() föstudagur, febrúar 27, 2004 Í morgun hóf ég að selja líkamann fyrir peninga... byrjaði í lyfjatilrauninni þar sem dregið var úr mér blóð af miklum mætti og ég rannsakaður hátt og lágt eftir að hafa verið dröggaður. Stend eftir með nálargöt og og rauða bletti eftir skynjarabjánana fyrir hjartalínuritið. Ekki ósvipað þremur huge sogblettum... ansi smart. Annars var þetta bara nokkuð gaman ótrúlegt en satt en þó ekki án alls sársauka. Myndi svo ekki meika að vinna á spítala... Þarna var fólk ráfandi um háls- nef- og eyrnadeildina nef og kinnbeinsbrotið, heyrnarlaust og hálsbólgið, eyrnasjúkt og auralaust, dópað og druslulegt, grátandi og geispandi... Fór seinni partinn með óla og hlynsa að versla útskriftargjöf handa gunna... stóðum okkur ansi vel og keyptum rokkaða gjöf sem við vonum að kallinn verði ánægður með. Svo er það bara partýið á morgun sem verður vonandi snargeðveikt... treysti vinum mínum vel til þess. posted by Valþór | 23:33 fimmtudagur, febrúar 26, 2004 been dazed and confused for so long it´s not true... wanted a woman never bargained for you... það hafa verið led zeppelin dagar hjá mér undanfarið og það er alveg að gera gott... led zeppelin II er bara alveg rosaleg plata! Anyway þá er ég að senda inn abstract á european respiratory society þing sem er í glasgow í september... skyldi mar komast inn? Ég tapaði kúlinu aðeins í gær... missti lítinn hluta af karlmennskunni sem ég fæ aldrei tilbaka. Já... ég keypti gardínur. Þetta er eitt það mest gay sem ég hef gert um ævina held ég. Standa eins og kjáni og þukla á gardínum... En kannski er þetta ekki málið... ég er kannski bara svo viss um karlmennsku mína að ég get vel þuklað allar þær gardínur sem fyrirfinnast í sódómu og samt lúkkað vel ;) já er þaggibara... Djamm um helgina! Dr. gunnar er að útskrifast og býður til veislu sem sennilegast verður engri annarri veislu lík ef ég þekki mitt fólk rétt... Kæmi ekki á óvart að sjá mömmu hans uppá borði að taka sóló á meðan gunni spilar rytmann undir... Sátum niðri hjá gunna um daginn og vorum að hlusta á tónlist. Ég kom með nýja deep purple diskinn minn og við vorum alveg að fíla okkur. Kemur múttan niður og dettur í gírinn... "Hva... eruð þið að hlusta á deep purple?" Greinilegt hvaðan gunni fékk rokkið... posted by Valþór | 11:04 þriðjudagur, febrúar 24, 2004 hallelúja... strákurinn kláraði málningardjobbið í gær og er búinn að ganga frá og allt... tek á móti hamingjuóskum í síma milli 15 og 16 í dag... Allt í allt tók þetta mikla ferli tvo mánuði og þar af sálfræðiparturinn e-ð um 54 daga. Svo er fólki velkomið að kíkja í heimsókn því strákurinn er m.a.s. kominn með örbylgjuofn og getur því poppað á síðkvöldum, nokkuð sem hann hefur saknað. Hugmyndafræðingur Al-Ingjalda á afmæli í dag og fær gargandi kveðjur. Kvikindið er 24 ára og dvelur í danaveldi og málar jónshús eins og vindurinn... posted by Valþór | 11:52 mánudagur, febrúar 23, 2004 Læknisskoðunin fór friðsamlega fram á föstudaginn... hjartalínuritið e-ð vígó en það er víst bara af því að ég er svo ungur - góðar fréttir. Inn á háls-nef og eyrnadeild á lsh hafa verið settir uppá vegg ýmis konar aðskotahlutir sem fjarlægðir hafa verið úr eyrun, nefi, koki, hálsi, lungum og fleiri stöðum. Þarna var miði (ca. 1,5cm x 2cm) sem fjarlægður hafi verið úr hálsi níræðrar konu. Allt gott og blessað svo sem nema hvað á miðanum stendur: -PURE- Jamaican rum 80% Frekar skondið... Hvað ætli eymingjans konan hafi verið að gera? En það er alla vega kominn mánudagur og það er bara gott... róleg og góð helgi og við einar b. kíktum í "miðstöð menningar" á vesturlandi, borgarnes, á laugardagskvöld til að kíkja á djöfulinn... hann var muggóttur líkt og endra nær en ég verð samt að segja að djöfullinn býr í fjári fínni íbúð... allrosalega ólík minni amk... sem nb verður vonandi komin í örlítið betra horf síðar í vikunni eða þegar indriði verður búinn að mála og gera fínt... excellent;) posted by Valþór | 15:00 föstudagur, febrúar 20, 2004 Ég er búinn að vera svo ótrúlega duglegur undanfarið að það er bara met. Ég mála hreint eins og geðsjúklingur enda er þetta alveg að hafast... bara spurning um hvar á að stoppa. Er annars á leið í læknisskoðun á eftir útaf lyfjatilraun þar sem ég fer m.a. í þriðja eyðni og lifrarbólguprófið á stuttum tíma... held að það sé að verða nokkuð clear að ég er hreinn hvað þetta varðar. Þetta er búin að vera bara ansi hreint fín vika og viðburðarrík og spurning hvort helgin nái að lifa undir þessum standard... Svo er það málið með hárið sko... Þeir sem mig hafa þekkt lengi vita að ég er jafnan vel snyrtur á kolli og alla mína ævi hef ég farið reglulegar í klippingu en rósa frænka heimsækir flestar... Nú er svo komið að ég hef ekki skert hár á höfði mér síðan allt fór af í byrjun október... Af þeim sökum er kominn heljarinnar hraukur á haus sem gerir mér nokkuð erfitt fyrir en þó er nokkuð skemmtilegt að slást við. Spurningin er því hvurn fjárann ég á að gera við þetta allt saman... Það á náttla að fara að sýna hárið í sumar svo það er spurning hvort maður fari ekki bara í audition... vantar bara örlítið uppá hæfileikana en hárið er þó til staðar. "ég vil láta lubbann... lafa niðrá axlir...hingað og þangað og útum allt vil ég hafa hár hár hár hár hár hár hár... faxið... flagsi... frjálst á meðan..." æi ég man ekki meira... "Er ég of stuttklipptur?" posted by Valþór | 10:44 miðvikudagur, febrúar 18, 2004 Ég ætlaði að vera ótrúlega góður við sjálfan mig og slappa ærlega af á mánudagskvöld eftir umsóknavinnuna. Settist niður og brósi kom með spólu en þá fór bévítans ofvirknigenið í gang og ég gat ekki setið kyrr. Fór að rífa hitt og þetta niður til að undirbúa málningarvinnu og svo klukkan 10 gat ég ekki setið á mér lengur og dýfði pensli í dollu... ég var fallinn. Hætti svo snemma í vinnunni í gær og fór heim að mála. Ég get svo svarið það að þetta er örugglega eitt það alleiðinlegasta sem til er. Ég er uþb hálfnaður núna og guð má vita hvenær ofvirknigenið lætur á sér kræla aftur... það verður samt að vera fljótt því íbúðin er náttla í rústi. Hringdi í indriða í gær og hann var vel hress á leið að hitta jón run í jónshúsi... hann bað að heilsa ykkur. posted by Valþór | 12:04 mánudagur, febrúar 16, 2004 phewww... búinn að skila kvikindinu. Sem er afar afslappandi. Gott veður og tilfinningin lík því að vera að klára síðasta prófið að vori. Fékk símhringingu áðan þar sem var verið að boða mig á fund vegna lyfjatilraunar. Já... ég gæti verið að fara að taka þátt í lyfjatilraun. Ligg einhversstaðar drugged out of my life og verið að sjúga úr mér blóðið. Nei nei þetta verður vonandi ósköp saklaust. Sjáumt til... Annars er afslöppun í kvöld og stefnt á að tærnar snúi upp í loft nánast samfleytt... hmmm... spennandi tímar... posted by Valþór | 16:21 sunnudagur, febrúar 15, 2004 hvort skrifið þið skrítið eða skrýtið? posted by Valþór | 23:26 dudduru... umsóknin fer að klárast... þorrablót í gær og ég var nú frekar rólegur því ég var svo skelfilega syfjaður. Fór bara að sofa fyrir eitt og vaknaði snemma og fór að vinna í umsókninni. Horfði svo á arsenal vinna chelsea :D og nú fer ég að koma mér í bæinn til að hitta leiðbeinendurna til að klára dæmið. Fór á föstudaginn og setti linsuna mína á söluskrá hjá beco so go buy it now! Canon 75-300 f. 4-5.6 III USM. Var nebbla að panta mér nýtt kvikindi sem ég fæ í næsta mánuði... posted by Valþór | 15:10 föstudagur, febrúar 13, 2004 Jæja... mættur í sveitina í rólegheitin og matinn. Gott að komast í burtu eftir fáránlega stressaða viku. Lýkur samt ekki fyrr en á sunnudag þegar lokahönd verður lögð á umsóknina. Þeir eru ekki nema þrír sem fara yfir hana svo það verður meira en nóg að laga og sjálfsagt erfitt að sætta mismunandi sjónarmið. Ma&pa eru búinn að fá þessa líka fínu fartölvu og þráðlaust net svo nú er maður tengdur alla vikuna... Kom í rútu áðan... einu sinni fannst mér gaman að ferðast í rútu því þar fær maður frið til að láta hugann flakka en svo þegar maður fattar hvað það er þægilegt að sleppa við rútuna verða rútuferðir bara bjánalega leiðinlegar... eina sem maður hugsar allan tímann er bara: are we there yet? Sá síðu tileinkaða dúndurfréttum áðan... ansi sniðugt. Fór í dag með gamaldags svarthvíta filmu í framköllun í diktu. Maðurinn tjáði mér að hann prentaði ekki svarthvítt en það væri gert í smáralind. Ég hugsaði; ok ég þangað... En nei þá bætir hann við; en þeir framkalla ekki... prenta bara. WHAT??? Hann segir mér ennfrekar að enginn í rvk framkalli bæði og prenti gamaldags svarthvítar filmur (ekki fyrir litaframköllun) lengur... Please someone prove him wrong! Ég bara trúi þessu ekki! posted by Valþór | 20:36 fimmtudagur, febrúar 12, 2004 Stór hópur skellti sér á dúndurfréttir í gær... margir að sjást í fyrsta sinn sem er gaman. Strákarnir voru magnaðir eins og alltaf... mikið pink floyd í þetta skiptið, slatti af led zeppelin, ögn af deep purple og dass af uriah heep... "i was looking for love...in the strangest places... wasn´t a stone that i left unturned..." Það er þorrablót heima á laugardaginn. Systkini pabba að hittast og allir mæta. Ætti að verða ansi áhugavert. posted by Valþór | 14:42 miðvikudagur, febrúar 11, 2004 Queer eye byrjað aftur... fyrsti þátturinn e-ð skrýtinn því gæinn var ekki nógu lummó! So what að maður sé í ljótri íbúð... þeir verða að vera algerlega hopeless svo það sé hægt að hafa gaman að þessu. Þessi kunni meira að segja að raka sig! Annars mjög gott kvöld í gær... skellti mér with my new found friend;) á brennsluna og skemmti mér mjög vel... Hann wes clark vinur minn er víst að fara að hætta kapphlaupinu... bandaríkjamenn þekkja greinilega ekki hæfileikafólk enda er gwb forseti... En þá er það bara go kerry! posted by Valþór | 13:21 þriðjudagur, febrúar 10, 2004 "Slysaðist" á útsölu í skífunni í gær... Kom út með fjóra diska þar af einn þrefaldan... kvöl og pína. En þessir diskar hafa haldið mér rétt norðan við geðveikisstrikið í dag þannig að kaupin eru réttlát. Jább enn er umsóknin að keyra mig í átt að geðveikinni... þið kannist örugglega við þennan ritgerða/fyrirlestra galsa... Erfitt að sitja kyrr, allt verður efni í brandara, óhófleg kaffineysla, internetið er áhugaverðara en nokkru sinni og hausverkur tíður. En svona er þetta... þetta er e-ð sem maður velur sér og er sjálfsagt skárra en að afgreiða timbur í BYKO... eða hvað? posted by Valþór | 16:48 mánudagur, febrúar 09, 2004 Púff... það er ekkert sérstaklega sniðugt að hlaupa í hálku og hífandi roki, best að muna það. Fín helgi barasta. Við lúlli og einar bárðar fengum menningarsjokk á skaga á fös og brunuðum svo í bæinn á lau og sátum eins og siðaðir menn á hverfis og ræddum við gesti og gangandi. Allt í góðu hófi og fínt svona einu sinni að vera ekki dansfíflið á staðnum. Hitti mas wilson og hann varð náttla að gefa mér bombay... takk villi minn! Fyrsta ginglasið sem ég drekk á ævinni. Svo var bara mætt í vinnu á sun og reynt að gera e-ð af viti en ritstíflan var fjári öflug... posted by Valþór | 14:12 föstudagur, febrúar 06, 2004 Var viðstaddur stóraðgerð í morgun þar sem við vorum að fórna 11 músum og frysta úr þeim lungun... svaka stuð. Er að annars enn að puða í umsókn og verð að því næstu daga. Sjálfsagt lítið um djamm um helgina en endilega kíkið við á næsta bar þar sem gunni krani dælir veigum... posted by Valþór | 16:59 fimmtudagur, febrúar 05, 2004 Gaaaaaaa! Ég er að gera umsókn til rannsóknanámssjóðs og það er alveg nóg til að gera mann gráhærðan. Hvernig er það gunni... þarft þú ekki að gera svona? Bara svo ég fái þjáningabróður...... posted by Valþór | 11:06 miðvikudagur, febrúar 04, 2004 Ég er alveg að fíla amazon... fór nebbla í pennann um daginn og sá bók sem mig langaði svo ógeðslega í en hún kostaði 7.000 kall! Fletti henni upp á amazon, pantaði hana og hingað komin kostar hún tæp 12 pund... u do the math... Tók 7 km hratt í dag... náði þessu á 32 mín með tilheyrandi blóðbragði í munni. Nokkuð sáttur við þetta m.v. að ég er bara búinn að fara 5 sinnum síðan ég byrjaði. Stefnan er sett á flugleiðahlaupið í apríl og heilsuhlaup krabbameinsfélagsins í maí. Var að læra á frystiskurðartæki í dag. Gekk ágætlega en þetta er svona tæki þar sem að ef vel gengur er ógeðslega gaman en ef miður fer verður maður hreint og beint geðveikur! Þarna getur maður líka klúðrað hálfs mánaðar vinnu sem væri alveg æði... posted by Valþór | 18:01 þriðjudagur, febrúar 03, 2004 Dýratilraunir hófust í morgun... erum aðeins að fikta í músum. Ég þarf svosem ekki mikið að gera því ég er náttla bara eins og töff vísindamaður bara með mann í þessu. Svo verður músunum "fórnað", eins og það er orðað í usa, á föstudaginn. Hér í vinnunni gerum við endalaust grín að hinni æði misjöfnu stærð okkar þórhalls... T.a.m. þarf þórhallur að passa uppá línurnar á meðan ég passa uppá línuna og hann dröslast með fitubirgðir en ég bara með eina birgð... Eins verður hann oft smeykur um að ég eyði auka-kaloríunni minni þegar við erum úti að hlaupa. Gott að geta gert grín að sjálfum sér... posted by Valþór | 15:11 mánudagur, febrúar 02, 2004 Enn hlaupum við þórhallur... Ég var alveg að standa mig betur en hann í dag og honum finnst eins og ég sé að bæta mig hraðar en hann. Er með einhverjar dylgjur um að einhverju skipti 11 ár og 50 kíló til eða frá... hmmm spurning... hann er annars að plana 10 km á föstudaginn svo maður þarf að spýta í lófana. posted by Valþór | 17:32 Hmmm... nett djamm á fös. Flest allt gott og blessað. Klukkan 5:50 kem ég röltaði að kjallaraíbúð bakatil við Laufásveg 71 og býst við að fara að sofa. Það er kalt, mjög kalt, -10°C og ég er fegin að vera kominn heim. Hvað er þetta? Liggur maður steinsofandi við hliðina á tröppunum inn í íbúðina. Ég stoppa, hugsa, rölti nær og sé að ég kannast við kauða. Hugsa ég nefni hann ekki á nafn en nafnið gæti rímað við unnar. Þarna liggur hann í fimbulkulda, steinsofandi með blásaklausan svip og stafla af laugardagsmoggum undir höfðinu. Hann hafði gleymt símanum heima fyrr um kvöldið og þurfti nauðsynlega að fá hann. Ég vek hann blíðlega og hann opnar hægt augun, bara rétt eins og hann sofi oft hérna. Næ í símann og við röltum á bsí og fáum okkur að borða. Slíkur er kuldinn að heit pizzan nánast frýs í höndunum á mér. Skrýtinn endir á skrýtnu kvöldi sem fór ýmsar óvæntar leiðir... posted by Valþór | 10:04 |
![]() |
|
![]() |
![]() |
|
![]() |
![]() |
||||
![]() |