Brain relief
afkvæmi hugsanna minna... hlust´ekki lengur á mig...


föstudagur, apríl 30, 2004  

OK hvað er að??? Georg Bush fór í gær í yfirheyrslu fyrir 9/11 nefndina. Áður hafði hann neitað en nú fór hann að settum ákveðnum skilyrðum: Fjölmiðlar máttu ekki vera viðstaddir... ekki mátti hljóðrita neitt sem fram fór... ekki mátti skrifa neitt niður... hann þurti ekki að sverja eið... og best af öllu... hann vildi hafa Dick Cheney hjá sér sem hann og fékk... sennilega svo ekki væri nú misræmi í því sem þeir segðu. What´s the point!?!

Góður dagur í gær. Gekk vel í vinnunni og mikið að gera. Hljóp svo 8,5km og átti svo afslappað og gott kvöld:) Massafínt bara... Það er mjög gott að sofna með damien rice í eyrunum. Mæli með cold water...

posted by Valþór | 11:09


miðvikudagur, apríl 28, 2004  

Fór út að hlaupa í hádeginu sem eru svosem engin stórtíðindi en á leið minni mætti ég hugsanlega þeim leiðinlegasta skokkdúett sem fyrirfinnst... sirrý fólk með sirrý og ingibjörg sólrún! Hversu leiðinlegt væri að fara út að hlaupa með þeim!! Sjitturinn titturinn og ég veit ekki hvað og hvað...

Fórum á kaffibrennsluna í gær í fyrsta sinn í langan tíma. Var næstum búinn að gleyma hvað þetta er þægilegur staður... og með gott bjórtilboð.

Fékk myndir tilbaka í gær og ég er svo sáttur:) Myndirnar af erlu karítas eru mjög góðar og nýja linsan mín er svo fín! worth every penny (at least in the usa).


Eftir að hafa séð kill bill vol.2 fór ég e-ð að spá í góðar myndir og þá kemur alltaf boondock saints uppí hugann... Rocco aka funny-man er svo mikill snillingur! Hafa ekki allir örugglega séð þessa mynd?

Rocco: Fucking... What the fuck. Who the fuck fucked this fucking... How did you two fucking fucks... FUCK.
Connor MacManus: Well, that certainly illustrates the diversity of the word.

posted by Valþór | 14:00


þriðjudagur, apríl 27, 2004  

Nú er maður farinn að taka hlaupin alvarlega... styttist í fyrsta keppnishlaup sem er 6.maí! Alltaf tímanlega að koma sér í toppform... Fór þess vegna út í gærkvöldi og tók nokkra tjarnarhringi. Hressandi... Spjallaði aðeins við sindra áðan og þá var hann bara í sverge hjá systur sinni... hann kemur annars heim í maí til að vinna í sumar... partý partý kallinn...

Annars var brósi að kaupa íbúð á besta stað, rétt við hlemm. Algjör snilld! Engir taxar fyrir hann... til hamó með það!

posted by Valþór | 16:53


mánudagur, apríl 26, 2004  

sá kill bill vol. 2 í gærkvöldi. Fannst hún algjörlega frábær og ótrúlega svöl. Tarantino með ótrúlega sterk og rótsvöl samtöl og íróníski húmorinn kemur mun betur í gegn en í vol. 1. Þó ég hafi fílað vol. 1 í ræmur þá er þessi nú eiginlega flottari. QT tekur þarna útbrunna leikara og einhvern veginn verða þeir frábærir. David Carradine er mjög góður og ógeðslega flottur í svart-hvíta opnunaratriðinu! Darryl Hannah fer líka á kostum sem hin snargeðveika Elle. Michael Parks fer með lítið hlutverk sem Esteban Vihaio og hann er einn flottasti karakterinn! Michael Madsen er fjári góður og mar þarf náttla ekki einu sinni að segja frá því hvað Uma er flott... Þessi ræma fer í uppáhalds...

Annars var maður bara þægur og góður drengur um helgina. Fór út að hlaupa á lau og reyndi svo að taka litlu frænku í smá myndatöku... veit ekki alveg hvernig til tókst þar sem hún var ekki í spariskapinu:)

posted by Valþór | 10:33


föstudagur, apríl 23, 2004  

natsubi - summer in the city... gekk um miðbæinn í einhverja klukkutíma í gær og naut lífsins í brakandi blíðunni vopnaður myndavél. Alveg afskaplega þægilegt og skemmtilegt. Þykir samt enn doldið óþægilegt að miða vélinni á ókunnuga en það er að skána. Kíkti svo aðeins út í gærkvöldi með gunnsó, indji og adda. Fórum fyrst í keilu (já ég klúðraði þessu á síðasta friggin´ kastinu! en gunni var í síðasta sæti... sorry gunni) og svo litum við inn á sólon...

Helgin á að vera róleg... stefnt á hlaup og algera afslöppun. Svo er víst fermingarveisla á sun þar sem maturinn ætti að flæða yfir allt þekki ég hana frænku mína rétt.

Góð atriði úr zoolander:
Mathilda: bla bla bla... so I became bulemic.
Zoolander: You can read minds?

Zoolander: What is this? A center for ants? How can we be expected to teach children to learn how to read if they can't even fit inside the building?

Zoolander: Uhh Earth to Matilda, I was at a day spa. Day, D-A-I-Y-E. Okay?

Zoolander: A eugoogalizor, one who speaks at funerals. Or did you think I'd be too stupid to know what a eugoogoly was?

posted by Valþór | 13:47


miðvikudagur, apríl 21, 2004  

jabbs mar... blessað ofvirknisgenið kikkaði inn í gær og er enn í gangi... þess vegna fór ég út að hlaupa í gær og tók trilljón armbeygjur og svo aftur í hádeginu í dag! Annað sem gerist þegar ofvirknin lætur á sér kræla er að ég fer að drekka meira kaffi sem svo stuðlar að enn meiri aktivíteti. Verður svona skemmtilegur vicious cycle þangað til ég er barasta alveg búinn á því...

Góður áfangi í vinnunni í dag þegar ég gerði mína fyrstu tilraun til próteinhreinsunar. Loksins komið af stað... Búið að vera fáránlegt vesen við að redda hinum og þessum reagentum. Anywho... the sun is shining and the weather is sweet ya... bújaka bújaka... úigga úigga úigga... bújaka bújaka...

posted by Valþór | 16:29


þriðjudagur, apríl 20, 2004  

var að fá styrk úr sjóði odds ólafssonar uppá 150.000... dropi í hafið en virkilega vel þeginn dropi engu að síður! Nú fer boltinn að rúlla...

Fór að gefa blóð áðan og ég er nú búinn að fara nokkrum sinnum en ég hef ekki gerst svo frægur að sjá konu gefa blóð. OK ég veit að þær mega gefa sjaldnar en þær eru samt bara um 20% af heildinni. Reyndar er hlutfall nýrra blóðgjafa á milli 18 og 25 ára jafnt milli kynja sem er mjög gott. Svo finnst mér nú líka að það mætti hafa föngulegri kvenmenn þarna að taka blóð því þá yrði aldrei skortur ;)

posted by Valþór | 14:56
 

og beckham bara búinn að klippa sig... hann hefur sennilega séð mynd af mér og séð að hann átti ekki sjéns í lubbann minn svo hann hefur barasta rakað draslið af... ég gefst nú samt ekki upp enda farinn að geta sett á bakvið eyrun :) held becks hafi bara verið svekktur að vera ekki með svona flotta krulluenda....

posted by Valþór | 09:47


sunnudagur, apríl 18, 2004  

Alltaf fínt að slappa af á skaganum... Algjör snilld í gær þegar litla frænka var í heimsókn. Hún er tæplega tveggja ára og við vorum að uppgötva í gær að hún er danssjéní! Vorum að horfa á mtv dance floor chart og við dönsuðum í klukkutíma eða e-ð... hún var svo með öll múvin á hreinu! Hristi rassinn og lyfti höndum, sneri sér í hringi og stappaði niður fótum... Sú á eftir að verða heartbreaker. Hérna er hún tæplega hálfs árs... Svo kíkti ég til systu í gær og við horfðum á cocktail... Mér fannst þetta svo ógeðslega kúl mynd þegar ég var lítill að mig langaði að verða barþjónn :) Eldist nokkuð vel en tískan er aftur á móti ekki alveg að gera sig... Aðeins of mikið púff í hári og sólgleraugun ekki alveg að gera sig...

Hlustið á c´mon c´mon með the von bondies hér... Brjálæðislega flott lag! Söngvarinn í þessu bandi heitir jason stollsteimer og það er einmitt náunginn sem jack white í white stripes buffaði í klessu á síðasta ári...

posted by Valþór | 13:22


laugardagur, apríl 17, 2004  

du du ru... brakandi hress í dag! Massafín grillveisla á skagens í gærkvöldi og svo var haldið suður á bóginn til óla þar sem fyrir voru yann og dr. gunnar. Sulluðum
í okkur og héldum svo í bæinn... vorum ansi vafasamir á leiðinni og sumir vafasamari en aðrir! Fórum á næsta bar þar sem gunni bauð í glas að venju. Villi kíkti á okkur með slétta hárið hahahahaha djöfulsins snilld... Við erum að tala um það að hans fyrrverandi þekkti hann ekki síðar um kvöldið! Hann er líka búinn að fjárfesta í professional sléttujárni:) Fórum svo á hverfis og það var ótrúlega fámennt til að byrja með en það var svo sem allt í fínu. Svo fóru leikar að æsast og skagamönnum fjölgaði... svenni hafsteins, leibbi dóni og félagar meðal annarra... Svo fórum við leifur í danskeppni :) Eiginlega ljótudansakeppni og ég fór með glæsilegan sigur af hólmi... Fyrr en varði voru allir í kringum okkur farnir að dansa eins og hálfvitar! Ég vann þetta á ótrúlegum tilþrifum sem ég fattaði reyndar ekki fyrr en síðar hvar áttu upptök sín... hahahaha... ég sagði herra vesturlandi 2000 að hann myndi vinna ef hann tæki orminn en einhverja hluta vegna lagði hann ekki í það. Annars var mar bara frekar rólegur eftir þetta enda erfitt að toppa svona frammistöðu...

posted by Valþór | 15:05


miðvikudagur, apríl 14, 2004  

jájájá... minns bara lifandi og allt... páskafríið búið og ég er svo ekki sáttur við það! Hékk barasta á skagens allt fríið. Ma & pa í köben svo það var rólegt í kofanum... fór tvisvar út á skrall... það var barasta bjánalega gaman í bæði skiptin! Fór semsagt á báða skemmtistaðina, mörkina og breiðina... pretty much danced the night away... var svo þreyttur (og hugsanlega örlítið þunnur) á mán að ég hélt ég væri hreint að láta lífið... þurfti svo að fara sækja ma & pa út á flugvöll og var ekki að meika það svo addi kom með mér og keyrði... pheeew...

Sáuð þið el doctore í fréttunum í gær? Þú varst rosalegur gunni! Sást hreinlega ekki í kappann fyrir græjum. Svei mér þá ef þetta var ekki bara ungur dr. finnur ;)

posted by Valþór | 11:35


föstudagur, apríl 02, 2004  

sjitturinn titturinn... fékk illa góðan mat í gær. Teik-avei á austurlandahraðlestinni á hverfisgötu. Indverskur matur rúlar svo feitast. Svo var hádegisfundur hjá mér, óla, gunna og dísu á devitos í hádeginu. Góður fundur... Svo er massagott djamm á kantinum í kvöld... pétur hýsir - hæ fæv...

Þú finnur ekki hamingjuna í fépyngjum. Þú kreistir ekki eplasafa úr steinvölu.

posted by Valþór | 15:48
röfl
er að hlusta á
er að lesa
nýlesið
rotnandi