Brain relief
afkvæmi hugsanna minna... hlust´ekki lengur á mig...


föstudagur, maí 28, 2004  

já síðustu dagar hafa verið hell! Tölvan mín tók uppá því að hrynja og ég er búinn að vera á haus við að setja inn nýtt stýrikerfi og e-ð bla bla bla... Var með tölvunarfræðing hérna og þetta tók engan smá tíma! Tapaði öllu af harða diskinum og öllum póstinum mínum, sem er skemmtilegra er allt sem ég veit. Sem betur fer er til backup af flestu vinnudótinu en allt annað hef ég formlega kysst bless. Mar fer að pæla í hversu stór hluti af lífinu ætti að fá að vera inni í tölvu... Það versta við þetta er að ég veit ekkert hvað gerðist... bara að þetta hafði e-ð með explorerinn að gera. Aldeilis fínt. En mar má ekki sökkva sér í þunglyndið... held ég fari bara að einangra prótein... no computers needed there...

posted by Valþór | 13:36


mánudagur, maí 24, 2004  

Ég skellti mér við þriðja mann á mörkina á laugardag. Svo sem gaman að hitta fólk en þarna er alltaf sami maðurinn, virðist vera, sem "þeytir skífum"... OK ef maðurinn væri góður í starfi en hann er bara alveg að missa marks. Hann virðist vera gjörsamlega gersneyddur öllum hæfileikum til að spila almennileg lög! Algjörlega vanhæfur í starfi! Dæmi um verulega alvarlega stökkbreytingu í tónlistargeninu! Veit hann hvaða ár er!?! Þarna dansar fólk (myself included) í þeirri veiku von um að hann geri mistök og spili eitt lag sem gæti talist boðlegt... Sorglegt dæmi um lítinn markað með slatta af eftirspurn en sorglegu framboði. Ef væri annað hús á staðnum sem spilaði tónlist myndi ekki nokkur maður láta sjá sig á gólfinu þarna! Hvernig stendur á því að maðurinn kallar sig DJ??? Ég kann að negla nagla en ekki dettur mér í hug að kalla mig húsasmið! Hann hlýtur að vera að gera þetta í sjálfboðavinnu því ekki get ég fyrir mitt litla líf ímyndað mér að nokkrum manni dytti í hug að borga honum grænan túskilding fyrir þennan horbjóð! JÁ ÉG ER PIRRAÐUR YFIR ÞESSU! Mikið er gott að koma þessu frá sér... er ekki einhver sammála mér?

posted by Valþór | 16:32


föstudagur, maí 21, 2004  

mar skellti sér á dúndurfréttir í gær... svo sem ekki í fyrsta skipti. En mar fékk að heyra ný lög núna og vá hvað þeir tóku child in time flott! Ég bara gapti. Til hvers að flytja inn deep purple? Hittum þarna bræðurna jóa og karl jónas... Eiginlega orðið fast að hitta karl þarna. En bara fínn stemmari og þetta er alltaf jafn gaman, alveg tunglsjúkt. Annars horfði ég á platoon í gær í tuttugasta skiptið. Alveg góð. Willem Dafoe er svo rosalega magnaður. Tom berenger aldrei betri og líka áhugavert hvað margir leikarar eru að stíga sín fyrstu skref þarna... charlie sheen, johnny depp, forest whitaker og kevin dillon til að nefna dæmi.

Föstudagur enn einu sinni! Vikurnar eru kjánalega fljótar að líða. Huxa að þessi helgi verði róleg á skaga. Ekkert planað. Sem er gott. Kannski út að hlaupa... skrúfa pall... hugsa... horfa...

posted by Valþór | 10:37


miðvikudagur, maí 19, 2004  

Við addi kíktum á björgvin nokkurn þórðarson í gær í nýju íbúðina sem hann er að leigja á skólavörðustígnum... þetta fína ástarhreiður. Ég held samt að ég hafi aldrei séð íbúð þar sem baðherbergið tekur svo stóra prósentu af heildarflatarmáli íbúðarinnar. Gæti trúað að 30% íbúðarinnar sé baðherbergið. Það er nokkuð magnað. Skelltum okkur svo saman á 22 og fengum okkur að borða. Plön um góðar grillveislur og skemmtanir í sumar. Björgvin er sniðugur maður... hann er með eindæmum utan við sig og "hæfilega" kærulaus. T.d. er hann með bunka af miðum á skrifborðinu sínu sem hver hefur haus sem segir hvaða dagur er. Á þessa miða skrifar hann hvað sé framundan þann daginn... En þetta eru ekki hlutir sem venjulegt fólk myndi skrifa niður til að muna... dæmi:

miðvikudagur
-ræktin
-vinna

Þetta er allt og sumt. Við erum að tala um það að maðurinn gæti hreinlega gleymt að fara í vinnuna ef hann skrifaði það ekki niður.

Annars er ég að verða voða duglegur að þrífa e-ð þessa dagana. Hlutir sem ég er búinn að hugsa um lengi eru actually farnir að gerast, þó ekki allir. Fór mas útí hina stórkostlegu búð brynju á laugaveginum (brynja er svona semi-axelsbúð fyrir þá sem ekki vita og er alveg splendid) og keypti mér garðslöngu til að þrífa kjallaratröppurnar. Mamma væri stolt af stráknum. Verður það amk núna þegar hún les þetta. Það er sko fylgst vel með manni... Hringingum hefur snarfækkað eftir að mamma og pabbi byrjuðu að lesa þetta!

posted by Valþór | 14:45


mánudagur, maí 17, 2004  

Það var gott mót á heimavelli G-arans á laugardag þar sem ingjaldur bar júróvisjón augum, vætti kverkar og fyllti maga. Eftirrétturinn var náttla bara dýrslegur! Og hver veit nema hermann nokkur gunnarsson verði gerður að heiðurfélaga samtakanna sem væri bara urrandi snilld. Fengum kveðju frá meistaranum í gegnum einsa bárðar... Formaðurinn píndi í okkur gammel dansk og ég veit ekki hvort ég muni fyrirgefa honum það. Djöfulsins viðbjóður! Þá var nú auðveldara að dreypa á eplasnafsinum enda var æviskeið þeirrar flösku æði skammvinnt. Annars fannst mér jónsi bara standa sig virkilega vel. Fyrsta skipti sem mér hefur fundist þetta lag mjög flott. Var reyndar smeykur um að hann myndi sprengja æð í hálsinum og þetta yrði bara bloody mess en það slapp sem betur fer. Hér skal tekið fram að ludovig al-gunnari tapaði illilega júróvisjón-veðmálinu þar sem hann spáði albanínu síðasta sætinu. Albanir gerðu góða hluti og fengu 109 stig! Indrada al-edda-o-biggi gerði best af okkur með austurríki en þeir fengu víst 9 stig. Ég tippaði á hollendinga sem voru með einstaklega slæmt lag að þessu sinni en þeim tókst að raka saman 11 stigum - þökk sé belgum að mestu leyti... fjárans...

posted by Valþór | 14:15


föstudagur, maí 14, 2004  

Stórkostleg skemmtun í Grimsnes conference center í gær. Langir og góðir fyrirlestrar, matur og vín, gleði og endalausar sögur. Algjör forréttindi að fá að vinna með svona snillingum. Ég hélt í háttinn um tvöleytið en mér reyndari menn voru að til sex í morgun! Enda voru sumir ansi vel glærir í morgun. Var svo bara í fríi í dag en við komum í bæinn um tvö. Fór með systu og litlu frænku í smáralindina og hafði það bara fínt. Er svo kominn á skagann og orðinn vel saddur :)

Á morgun er stórhátíðardagur... ekki nóg með að stórvinur minn Gunnar Þór Hallgrímsson fagni 25 vetrum heldur ætla gildir limir hinna merkilegu samtaka al-ingjalda að hittast í fyrsta sinn í langan tíma. Það verður allsvakalegt enda júróvisjón og allur pakkinn...

posted by Valþór | 20:41


þriðjudagur, maí 11, 2004  

jabb jabb jabb... langur vinnudagur í gær. Byrjaði á western í fyrsta sinn hérna og var að vinna til níu. Fór svo að horfa á boondock saints sem er bara svo góð. Það eru örugglega allir búnir að fá leið á því að heyra um þessa mynd frá mér en hún er bara snilld. Svo var það áframhaldandi western í dag og svei mér þá ef þetta tókst ekki bara nokkurn veginn... nú á ég bara eftir að gera þetta svona 50 sinnum. Svo er það skagens á eftir, enn að hjálpa gamla. Er þér ekki sama þó ég kalli þig gamla, gamli? Nú verða boraðar fleiri holur og af enn meiri krafti. Garðvinna er alveg my thing...

Á morgun þarf að búa til eitt stykki fyrirlestur fyrir The first annual meeting on lung - breast - LL-37 biology. Svaðalleg ráðstefna í Þrastarskógi, styrkt af austurbakka. Grillaður humar og grafið lamb á matseðlinum, heitur pottur og brilliant félagsskapur.

posted by Valþór | 15:43


mánudagur, maí 10, 2004  

Já strákurinn átti afmæli í gær og varð 24 ára. Man ekki einu sinni eftir því að hafa verið orðinn 23! Kíkti aðeins út á fös eftir að hafa farið uppá skaga og hjálpað pabba að moka... það er svo gaman að moka! Ég skemmti mér bara svona asskoti vel. Leit inn á ara í ögri og fann svo fullt af liði á hverfis. Feikaði bara að ég væri drukkinn svo ég hefði "leyfi" til að haga mér jafn kjánalega og allir hinir... það virkaði bara fínt. Svo var það ráðstefna um krabbameinsrannsóknir allan laugardaginn. Það var alveg fínt en rassinn var orðinn aumur eftir langa setu. Svona fyrirlestrar eru náttla misskemmtilegir en það voru nokkrir góðir þarna. Þarna redduðum við okkur líka "sponsor" fyrir "ráðstefnuna" á fimmtudag... segi kannski betur frá því síðar. Kíkti svo í gærkvöldi á bergþórugötuna til hjónakornanna... Ótrúlegt breyting á einni íbúð... ég segi ekki meir! Fékk þennan líka frábæra ananassafa í tilefni þess að ég átti afmæli.

Og já... ég er svo montinn af sjálfum mér! Ekki það mér finnst kjánlegt að blása í eigið horn but anyway... en strákurinn varð í 47.sæti í flugleiðahlaupinu. Finnst það svo fínt... það voru 323 sem tóku þátt og ég æfði mig af viti í þrjár vikur... Spurning hvort það sé aftur snúið eða hvort mar eigi að hætta á toppnum...

posted by Valþór | 11:24


föstudagur, maí 07, 2004  

Strákurinn lét sig hafa það að fara í flugleiðahlaupið í gær... Ó þvílíkt rok og kuldi! En ég held að ég hafi bara gert fína hluti. Tók þessa 7 km á 30:30... Veit ekki enn í hvaða sæti ég var en tel öruggt að takmarkinu um topp 100 hafi verið náð. Annars er mar á leið á skaga á eftir til að hjálpa gamla við að undirbúa pallasmíð. Svo er kvöldið algjörlega óráðið... hvað ætti mar að gera? Ráðstefna um krabbameinsrannsóknir allan daginn á morgun og svo á strákurinn afmæli á sunnudaginn... 21 í fjórða skiptið...

posted by Valþór | 12:52


fimmtudagur, maí 06, 2004  

jæja... mar getur víst ekki kysst námslánin bless... rannsóknanámssjóður veitti heila 11 styrki til mastersnema og ég var víst ekki þar á meðal. Aldeilis frábært. Það þýðir víst ekki að væla yfir því heldur bara rölta út á næsta götuhorn og selja sig... Anyway... Vona að ég geti farið í þetta blessaða hlaup í dag. Maginn segir ekki fara og er búinn að segja það alla vikuna, helvískur...

posted by Valþór | 10:36


þriðjudagur, maí 04, 2004  

átti svo fína helgi... tölvan var besti vinur minn. Átti að vera með fyrirlestur í dag en það frestaðist því ég hafði bara allt of mikið að gera í gær og í morgun. Próteinin mín eru mikilvægari en að skemmta vinnufélögunum með fyrirlestri um lungnasjúkar mýs. Sem minnir mig á það að ég sá hina bráðgáfuðu jessicu simpson á mtv í gær þar sem hún spurði hvort það hefðu verið "mouses" í sundlauginni... honey, they´re called mice.

Skoðaði eina mögnuðust íbúð sem ég hef séð á ævinni áðan... tinna og dagbjört ákváðu í hádeginu eftir 10 sek umhugsunarfrest að fara að leigja á bergþórugötunni. Þær eru náttla ekkert fljótfærar. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að vera fyrsti gesturinn og sjaldan hef ég séð slíka litadýrð á einum stað... alveg fyndnasta íbúð ever! Til hamó stelpur mínar...

posted by Valþór | 14:51


laugardagur, maí 01, 2004  

Við strákarnir í vinnunni héldum upp á að valgarði fæddist sonur í vikunni með því að fara heim til þórhalls eftir vinnu í gær. Þar var fírað upp í grilli í rigningunni, sönn íslensk vorstemming. Svo sátum við úti undir heimatilbúinni markesu í lopapeysum og drukkum bjór og átum pulsur... töff...

Vaknaði á sæmilega kristilegum tíma í morgun og dreif mig í hlaupagallann... lét pabba skutla mér 14 km útfyrir bæinn og svo var bara að berjast í gegnum vindinn heim. Var svona í kaldara lagi en þetta slapp. Ég er amk kominn heim. Kláraði þetta á 69 mín þrátt fyrir mótvindinn. Svo er bara flugleiðahlaupið á fimmtudag. Fyrsta alvöru hlaupið sem ég tek þátt í. Stefni á topp 100. Hljómar hræðilega en ég verð mjög sáttur með það...

posted by Valþór | 16:53
röfl
er að hlusta á
er að lesa
nýlesið
rotnandi