Brain relief
afkvæmi hugsanna minna... hlust´ekki lengur á mig...


þriðjudagur, maí 31, 2005  

Ég er að skrifa mikið þessa dagana. Það er ávísun á eitt. Kaffi. Ég get alveg dissað kaffi lengi en ef ég er að skrifa þarf ég kaffi. Því miður fyrir mig er kaffið hér í húsinu ekki nokkrum manni bjóðandi. Þess vegna neyðist ég til að ganga útí select (lélegt eins og einhver Laddinn sagði um árið) og kaupa kaffi þar. En það er þó bót í máli að kaffið þar er bara prýðilega gott. Núna byrjar hver dagur hjá mér með ferð í select... og þá líður manni einhvern veginn eins og maður sé að leika í auglýsingu. En hvað það er gott að drekka kaffi sem er drykkjarhæft. Snilld. Held ég hafi bara skrifað þetta til að þurfa ekki að skrifa um the role of claudins in tumorigenesis á meðan. Kannski koffeinið sé að tala.

posted by Valþór | 15:29


mánudagur, maí 23, 2005  

Fór í júróvisíjón partý til Dodda og Unnar í Bgn á laugardaginn. Til að hafa hlutina áhugaverða var spáð fyrir um fyrsta og síðasta sæti. Strákurinn tók sig til að gat sér rétt til með bæði sæti! Held ég hafi verið leiðinlegasti maðurinn í partýinu. Annars leit þetta listinn svona út og endanlegt sæti lands er innan sviga:

Valli - Grikkland (1) - Þýskaland (24)
Hróðmar - Bosnía (14) - Króatía (11)
Doddi - Danmörk (10) - Frakkland (23)
Unnur - Ungverjaland (12) - Tyrkland (13)
Stebbi - Rússland (15) - Serbía (7)
Siggi - Noregur (9) - Moldavía (6)
Lúlli - Ungverjaland - (12) Makedónía (17)
Guðrún - Noregur (9) - Þýskaland (24)
Sindri - Grikkland (1) - Spánn (21)

Sérstaklega lélegt þykir ef landið sem maður spáir í neðsta sæti lendir fyrir ofan landið sem maður spáir í fyrsta sæti. Slíkt henti Hróðmar, Stebba og Sigga og fá þeir sérstakar ávítur. Siggi og Stebbi fá auka ávítur fyrir að spá Moldavíu síðasta sæti en þeir voru að gera góða hluti í því sjötta og Rússlandi fyrsta sætinu en þeir enduðu í 15.sæti! Sindri lendir í öðru sæti og var að spá virkilega vel en Guðrún lendir í því þriðja; gerði gott mót með Þýskalandi en var helst til bjartsýn fyrir hönd Norðmanna.

Held ég hafi bara aldrei áður horft á alla blessuðu júróvisíjón keppnina...

posted by Valþór | 16:35


miðvikudagur, maí 18, 2005  

Jább þetta var löng helgi. Við bræður fórum í partý þar sem við vorum einu drengirnir á tímabili með tæplega 30 stelpum. Öðruvísi. Svo bættust heilir þrír við. Held ég hafi ekki verið í partýi áður þar sem fjöldi gesta er hærri en stærð íbúðarinnar í fermetrum. Fórum svo á Pravda sem var bara ansi fínt. Gamaldags stemming í bænum þar sem öllu var lokað klukkan þrjú. Útihátíðarsession á Lækjartorgi. Annars er ég að fá kvef og ég gleymdi símanum mínum heima. Jibbí.

If you want the rainbow you´ll have to put up with the rain. Do you know which "philosopher" said that??? Dolly Parton... And people say she´s just a big pair of tits!
David Brent

posted by Valþór | 09:52


föstudagur, maí 13, 2005  

Já það er nú sennilega farið að slá e-ð í þetta kjötlæri. Svo sem ekki það að ekkert hafi gerst í lífi stráksins undanfarið. Meira svona þessi árlega bloggleti (give or take a year).

Þar sem komið er fram í miðjan maí hafa þau stórtíðindi gerst að minns er orðinn fullorðinn. Kominn á hátindinn vilja sumir meina. 25. Héðan er útsýnið gott þó ég haldi því nú fram að ég sé enn að horfa upp brekkuna.

Á þessum tímamótum er kannski við hæfi að telja upp hvað er mjög að skapi stráksins þessa dagana.

Nýja lagið með Coldplay er að gera stormandi lukku hjá mér. Á bara ekki orð. Trúi ekki öðru en við sjáum tónleika með þeim í Egilshöll. Ætti ekki að vera mikið mál að fá þá hingað.í þriðja sinn. Killers eru kúl. C´ere með Interpol er príma. Skitsófreníska lagið með System of a Down er pjúra skemmtun.

RÚV eru að rústa “samkeppninni” í sjóbartinu. Hef ekki horft svona mikið á RÚV síðan Ingalls fjölskyldan stjórnaði sunnudögunum ásamt Helgu Steffensen með stundina okkar svei mér þá. Og náttla þegar Sigrún var að rúla at-inu ;) AF HVERJU Á RAGNHILDUR eða heiður STEINUNN AÐ LESA UPP STIGAGJÖFINA Í EUROVISION? Var Rúna ekki að bjóða sig fram?
Lost, Little Britain og Desperite housewifes eru málið. Ætla rétt að vona að allir séu að horfa á Little Britain. Ég er sjálfsagt mjög pirrandi þessa dagana þar sem ég tala varla um annað. Er fastur í karakterum eins og Lou og Andy (I want that one), the unconvincing transvestite Emily Howard (I´m a lady, I don´t have testiclés...) og skoska vertinum (if you would ask me on a monday I would say yeeeeeees).
Svo er náttla líka gaman að horfa á Arsenal vinna 7-0.

Segafredo er að bjóða uppá alveg hreint agalega gott kaffi. Er að húkkast á þennan stað. Svo er þetta líka reyklaust kaffihús. Baðstofan í Laugum er hrein snilld. Brósi bauð mér þangað í nudd og almenna afslöppun. Bara næs staður. Ákváðum að draga alla familíuna með næst. Svo er náttla komið sumar...

posted by Valþór | 09:33
röfl
er að hlusta á
er að lesa
nýlesið
rotnandi