Brain relief
afkvæmi hugsanna minna... hlust´ekki lengur á mig...


fimmtudagur, júní 30, 2005  

Mér finnst Þorsteinn Guðmundsson vera fyndinn. Ég sá hann í 10-11 um daginn og átti bágt. Þættirnir um atvinnumanninn voru svo fyndir, af hverju eru þeir ekki í nátthröfnum? Svo eru krypplings-sketsarnir hans organdi fyndnir. Þá má finna á www.thorsteinngudmundsson.is undir gi.x.fni.is. Þar er líka hinn klassíski Einstæðingur tantrar. Video fælarnir á www.kvikmynd.is/thorsteinn eru líka sumir hverjir mjög góðir en aðrir eru aðeins sunnan við minn skilning og er ég nú oft súr. Tja er uppáhaldið:

Ég er ekki mikið fyrir að kvarta. Þoli ekki fólk sem að kvartar! En ég er búinn að fá mig fullsaddan af fólki sem segir tja… Tja! Tja! Maður fer í bakarí… tja… Maður hringir í fasteignasölu… tjaaaaa… tjaaaaa. Hvað kosta þessir sokkar? Tjaaa. Ég fór til læknis um daginn. Ég var með blæðandi endaþarm. Ég spyr lækninn… Er þetta arfgengt? Er þetta mataræðið? Og hann lítur á mig og segir tja. Tjaa. Þá vissi ég að hann væri fáviti. Þegar ég var ungur þá sagði fólk hmmmm…

Svo eru auglýsingarnar snilld. Las einhvers staðar um daginn að verið væri að taka upp framhald á nám er lífstíll, gott ef ekki í cambridge. Það ætti að verða fyndið.

posted by Valþór | 14:24


mánudagur, júní 27, 2005  

Gerist ekki oft að ég kaupi skyrtur. Gerist ekki oft að ég kaupi eitthvað rautt. Gerist þó um daginn að ég kaupi skyrtu sem er rauð og hvít, köflótt. Sýni móður minni skyrtuna um helgina. Hún spyr mig hvort þetta séu eldhúsgardínur. Fer í hana á laugardagskvöldið. Óli kemur í heimsókn og segir hana vera eins og pikknikk-dúk. Svo er hún reyndar skuggalega lík lokunum á mömmu-sultunum. Mér finnst hún töff.

Er að reyna að skrifa ritgerð og grein en er með kárahnjúka-rit-stíflu. Mat á andlegum áhrifum hennar hefur ekki verið framkvæmt og því býð ég fólki að koma og reisa tjaldbúðir til þess að mótmæla stíflu þessari.

posted by Valþór | 15:12


föstudagur, júní 24, 2005  

Ég fór á dúndurfréttir í gær með góðum hópi. Það þarf náttúrulega ekkert að ræða það neitt frekar hvað þeir voru góðir. Hins vegar þarf að ræða aðeins hversu góður pétur ben var. Hann var sumsé að hita upp, einn með kassagítar. Þetta er jú maðurinn sem hefur verið að spila m.a. með mugison undanfarið (murr murr). Hann er brjálæðislega góður. Maðurinn er alveg búinn að vera að æfa sig á litla gítarinn sinn. Svo tók hann geggjaða útgáfu af billie jean og fólk bara gapti. Töff gaur.

posted by Valþór | 11:43


fimmtudagur, júní 23, 2005  

Kræst. Ég fór í bónus í holtagörðum í gær. Fór um miðjan dag til að sleppa við brjálaðar húsmæður. Nei nei... er ekki bara hópferð félags eldri borgara góðan daginn. Tók mig korter að komast í gegnum kælinn. Ég að drepast úr kulda og gamlar kellingar að keyra á hælana á manni. Hvað er þetta með að missa það bara þegar maður verður gamall? Fær maður þá allt í einu bara rétt til að vera dónalegur og pirraður? Full bónusbúð af krumpuðum, skapstyggum rúsínukellingum just makes my day.

posted by Valþór | 09:56


mánudagur, júní 20, 2005  

Sá hluta af úrslitaleik EM kvenna í gær. Þýzkaland - Noregur. Útfrá þessum ellefu manna (kvenna) úrtökum tel ég að nokkuð örugglega megi álykta að norskt kvenfólk er fallegra en þýzkt.

posted by Valþór | 11:48


þriðjudagur, júní 14, 2005  

Mér fannst þetta fyndið: http://blog.central.is/lizardking/index.php?page=comments&id=686684

posted by Valþór | 15:11


laugardagur, júní 11, 2005  

Gagnrýnandinn vaknaði í morgun:

The White Stripes er einhver magnaðasta hljómsveit samtímans. Þau eru alltaf að ryðja nýjar brautir og þau hafa einstakt sánd. Hef hlustað á elephant plötuna oftar en ég kæri mig um að vita enda get ég aldrei bara sett eitt lag á og slökkt svo, ég þarf að hlusta á alla plötuna. Nú er komin út ný plata, get behind me satan. Hún hljómar allt öðruvísi en elephant. Minni gítarriff en meira píanó. Bara til að hafa það á hreinu þá er þetta frábær plata. Frábær. Hef hlustað á hana ca 6 sinnum og strax í annað sinn var hún orðin klassík. Ballöður, rokk, diskó, blue-grass, allt á þesssari plötu.

Fyrsti singullin er blue orchid sem er kannski beint framhald af elephant en svo tekur annað við. Eins og aðrar plötur þeirra er þessi lítið unnin og hrá. Tam voru engar tölvur notaðar við upptöku elephant og notast var við 8 rása upptökutæki. Held að það dyljist engum að jack white er snillingur. Það sem hann tekur sér fyrir hendur gerir hann vel, hvort sem það er með white stripes, covera dolly parton eða lemja jason stollsteimer. Nokkur laganna á get behind me satan eru ótrúlega tilfinningarík og röddin hans setur punktinn yfir i-ið. Svo er ekki leiðinlegt að hafa lag í anda jackson 5 – my doorbell.

En vá hver nennir en lesa þetta… nema kannski sindri, treysti á hann. Frábær plata sem nb var tekin upp á tveimur vikum, hún á samt eftir að valda vonbrigðum hjá mörgum bara af því að hún er ekki eins og gamla dótið. Well, sorry þú.

posted by Valþór | 12:01


miðvikudagur, júní 08, 2005  

Fátt er vinsælla að ræða þessa dagana en "sjáumst með silvíu nótt". Mér finnst fólk sem er ekki að fatta grínið ógila fyndið skiluru. Þetta er djók í anda ali g og johnny national. Mér fannst þessi þáttur bara alveg ágætur og mjög fyndinn á köflum. Sjáið tam þegar hún er að byrja viðtalið við kolbrúnu halldórs. Kolla veit greinilega ekkert hvað er að gerast, skælbrosandi. Svo byrjar kynningin og silvía segist vera stödd í þingishúsinu. Þá lekur brosið af kollu og augabrúnir lyftast samtímis. Priceless svipur.

Hrafnkell skrifar á alvaran.com (hressandi nafn á vef):
... þessi fyrsti þáttur var stjórnanda hans ekki til mikils framdráttar, hvorki í klæðaburði, framkomu, málfari né í mannlegum samskiptum ... Framkoma þessarar ungu stúlku var verulega fráhrindandi í alla staði og einkenndist af hroka, frekju og almennt leiðindum á því fólki sem var í kringum hana hverju sinni ... Þess ber einnig að geta að málfar hennar var á köflum algerlega óskiljandi og hvort hún var að tala íslensku eða ensku, (sem hún reyndar grautaði saman í tíma og ótíma), og var þar að auki þvoglumælt, smámælt og linmælt ... fá frekar þá naglbítsbræður til að halda áfram að grilla í sumar ...

Jájá... Alveg að ná djókinu. Út að grilla með kára og villa. Það eru bara svo margir sem eru ekki að kaupa að stelpur geti verið með svona húmor. Úúú þetta er stelpa... þá getur þetta ekki átt að vera fyndið! Well, the joke is on you.

Hægt er að horfa á allan fyrsta þáttinn hér:
http://tilveran.is/index.php?search=n%F3tt

posted by Valþór | 21:18


mánudagur, júní 06, 2005  

Já strákurinn er að verða íþróttamaður á gamalsaldri. Strákurinn sigraði 3 km í flokki 19-39 ára karla í heilsuhlaupinu. Sniðugt að skrá sig bara í 3 km. Það fer enginn í það. Enívei þá hljóp ég á 11:48 sem er bara ágætt. Fékk örstyttu í verðlaun :)

Renndi mér í sjóstangaveiði á föstudag með vinnunni. Svaka gaman. Var svo mættur í fótbolta 9:30 á laugardagsmorgni í digranesinu. Ásgeir og Logi hringdu svo eftir leik til að bjóða mér í hópinn því menn voru e-ð að meiðast og lenda í banni og e-ð svona. Ég sagði þeim að ég myndi spila ef ég fengi fyrirliðabandið en þeir vildu meina að Eiður Smári einhver yrði fúll með það svo ég bara afþakkaði. Nenni ekkert að spila á móti Möltu.

Svo komu Lúlli og Siggi í heimsókn í Þverholtið og við skelltum okkur í bæinn. Stóðum okkur nokkuð vel; kennarinn, píparinn, líffræðingurinn og... ... Akurnesingurinn.

posted by Valþór | 11:38


fimmtudagur, júní 02, 2005  

Er að fara að hlaupa í heilsuhlaupi krabbameinsfélagsins á eftir. Maður getur víst ekki verið þekktur fyrir að taka ekki þátt. Til að heiðra ólympíuandann skráði ég mig í 3 km í stað 10. Leti.

posted by Valþór | 15:48


miðvikudagur, júní 01, 2005  

Ég var að vinna lengi í gærkvöldi. Labbaði heim frá lsh í fossvoginum í bjútífúl veðri og var kominn rétt fyrir miðnætti. Gat svo bara ekki sofnað! Hausinn útum allt og sjaldan verið virkari. Hefur kannski e-ð með færsluna hér að framan að gera. Enívei, er loksins byrjaður að geispa e-ð um hálf tvö. Svo hringir helvítis síminn! Klukkan 1:38 takk fyrir. Ég svara. "Hvar ertu?" er sagt með frekju/pirring bitchy kvenmannsrödd. Wrong number. Þannig að ef þið eruð vakandi í nótt þá endilega hringið í síma 5653930 og verið frek. Ég sofnaði ekki fyrr en þrjú.

posted by Valþór | 15:03
röfl
er að hlusta á
er að lesa
nýlesið
rotnandi