Brain relief
afkvæmi hugsanna minna... hlust´ekki lengur á mig...


föstudagur, júlí 29, 2005  

Það er Reykjavik City þessa verslunarmannahelgina. Þeir sem vilja skemmta sér hafi samband.

posted by Valþór | 15:12


miðvikudagur, júlí 27, 2005  

Ég horfði á Mótmælanda Íslands í gær. Hafði ekki séð hana áður en þetta er jú heimildamynd um Helga Hóseason. Fannst þetta algjörlega frábær mynd. Einstök saga af manni sem bindur bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamenn sínir og er með prinsippin í lagi. Mannleg, fyndin, sorgleg og fræðandi. Hann og Grímur Thomsen eru líka þeir einu sem vita hvar himnaríki er. Einstakur maður sem margir hafa eflaust haldið vera geðsjúkan en er einlægur réttsýnismaður með góðan húmor nota bene. Það virðast ekki margir hafa séð þessa mynd?

HÍRÓSÍMA
NAGASAKI
R.Í.Ó. A.S.Í.

HVER
SKAPAÐI
SÝKLA?

Bókaæðið hefur áfram hjá stráknum. Núna er ég búinn með Hvíldardaga eftir Braga Ólafsson en hún var hans fyrsta skáldsaga. Ekki nógu góð bók, nær eiginlega aldrei neinu flugi og er bara frekar óspennandi. Ef hún hefði verið lengri hefði ég sennilega ekki nennt að klára hana.

posted by Valþór | 14:47


þriðjudagur, júlí 26, 2005  

A4 blað reynist vera 210 x 297 mm. Hlutfallið milli lengdar og breiddar er því 1,41428. Kvaðratrótin af 2 er 1,41421. Tilviljun?

posted by Valþór | 14:03


mánudagur, júlí 25, 2005  

Fór í lítið partý í Ingólfsstrætinu á föstudag. Það var gaman. Ljótudansar með stóru elli og skipanir voru þemu kvöldsins. Flott að sjá sumar sitja á bekk úti á götu syngjandi I´m too sexy for this bench og reyna svo að ríma því áfram. Eða lesa lesa uppúr góða dátanum á miðju Ingólfsstræti með klámröddu while feeling yourself up. Svo er líka hægt að syngja með teppi á hausnum því þá hljómar maður betur. Gaman. Skreið í ból klukkan sex og vaknaði sex tímum síðar sprækur sem lækur og eyddi deginum með Sindra í miðbænum. Góður dagur.

Ég dró föður minn í göngutúr á sunnudag. Byrjaði hálf illa þegar 300 blóðþyrstar kríur ákváðu að við værum englar satans. Sluppum í gegnum það en síðar virtist sem máfarnir hefðu verið að stúdera kríurnar því þeir fóru að gera árásir á okkur. Steyptu sér ansi nálægt okkur og faðir minn neyddist til að öskra eins og smástelpa. Gaman að því.

Nú er ég búinn að lesa Alkemistann eftir Paulo Coelho og er það bók hin besta. Kennir manni margt og það er ansi mikil speki í henni. Svona bók sem maður gæti lesið aftur.

posted by Valþór | 13:15


föstudagur, júlí 22, 2005  

Það er stytta í Lækjargötunni rétt hjá MR sem vekur hjá mér hroll. Styttan sú er af Síra Friðriki Friðrikssyni leiðtoga KFUM og KFUK. Síra Friðrik situr en við hlið hans stendur ungur drengur. Síra Friðrik leggur aðra höndina yfir herðar unga drengsins en það er staðsetning vinstri handar drengsins sem og vinstri handar Síra Friðriks sem vekur upp spurningar. Tékkið á þessu. Annars benti e-r mér á skilti búðar einnar á Laugaveginum. Búðin heitir Blanco y Negro og á skiltinu er mynd af pandabirni í vafasamri stellingu svo ekki sé fastar að orði kveðið. Fólk verður náttúrulega aðeins að spá í hvað það er að gera.

posted by Valþór | 14:18


þriðjudagur, júlí 19, 2005  

Gott ef þetta eru ekki gaurarnir sem ég sá í gær:

Wulffmorgenthaler

Jim Shawn, shop clerk and the world´s most evil person, sells Peruvian street performers the largest speakers on the market.

www.wulffmorgenthaler.com klikkar ekki.

posted by Valþór | 14:23


mánudagur, júlí 18, 2005  

Þar sem ég sit inni á Segafredo á kafi í tölvunni hefja nokkrir indíjánar að spila tónlist úti á Lækjartorgi. Samstundis er mér kippt inn í The Last of the Mohicans. Það er mið átjánda öld og stríð á milli Frakka og Indíjána er í fullum gangi og ég hleyp öskrandi með exi á eftir manni í í fullum herklæðum. Ofar í hlíðinni bíður Magua. Tónlist getur vakið upp skrýtnar tilfinningar.

posted by Valþór | 18:10
 

Þar sem Gæludýrin féllu í góðan jarðveg varð ég að lesa Samkvæmisleiki eftir sama höfund. Ofboðslega vel skrifuð bók þótt efni hennar sé ekkert skemmtiefni á köflum en mjög góð bók. Þessi gaukur kann að skrifa góðan texta. Þetta eru líka bækur sem enda öðruvísi en margar bækur. Ekki þessi týpíski happy ending sem allir hafa vanist og er því miður alltof algengur. Amk er það þannig að ekki allir atburðir hafa góðan endi þrátt fyrir að við séum sífellt mötuð með slíku.

Fór í góða grillveislu á laugardag. Góðir drykkjuleikir - sem nú gætu einnig kallast samkvæmisleikir - og góð skemmtan. Gott.

posted by Valþór | 15:47


fimmtudagur, júlí 14, 2005  

Verandi með bókablæti keypti ég mér bók í fyrradag. Gæludýrin eftir Braga Ólafsson. Las hana samdægurs í einum rykk. Fannst hún brjálæðislega góð. Svo var maður skilinn eftir í lausu lofti í enda bókarinnar svo ég gat ekki sofnað! Langaði mest að hringja í téðan Braga og spyrjann hvernig þetta myndi nú allt fara. Náði samt að hemja mig en bókin var það fyrsta sem ég hugsaði um um morguninn. Sniðugt að hafa svona óræðan endi.

Og tvífarar dagsins. Það er gaur að vinna í ritfangadeildinni í Pennanum - Austurstræti sem er ískyggilega líkur söngvaranum í Kaiser Chiefs. Scary Harry.

posted by Valþór | 10:46


þriðjudagur, júlí 12, 2005  

Jæja... nú er þetta blessaða nám mitt endanlega búið að steikja í mér heilann. Ég svaf með opna útudyrahurð í alla nótt. Ekki opna as in ólæst heldur OPNA. Skellti mér sumsé útí krambúð í gærkvöldi og einhverra hluta vegna hef ég ákveðið að vera ekkert að loka hurðinni á eftir mér þegar ég kom inn. Þetta er mjög heppilegt þar sem ég bý í kjallara með milljón skordýrum. Eflaust hafa nokkur þakkað mér kærlega fyrir hlýjuna sem ég veitti þeim í nótt. Íbúðin er sennilega skriðin í burtu akkúrat núna. Helvítis ranabjöllurnar.

En hey... írskir dagar voru frábærir. Fyrir utan smá rok og örlitla rigningu. Skemmti mér hið besta með góðu fólki.

posted by Valþór | 14:41


miðvikudagur, júlí 06, 2005  

Þegar ég var ungur drengur var ég ávallt hinn rólegasti og var ekki mikið að trana mér fram. Áðan rifjuðust upp fyrir mér áhyggjur kennara míns í sex ára bekk. Hét hún ekki Ingibjörg? Alla vega tjáði hún móður minni áhyggjur sínar í foreldraviðtali að allar myndir sem ég teiknaði væru svartar. Engir litir, bara svart. Blessuð konan hefur sjálfsagt haldið mig andsetinn, sitjandi hljóður og teiknandi svart. Man ekki betur en svo að ég hafi varið mig með því að segja að mér þætti svart bara flottasti liturinn. Ég er nefnilega dálítið svona... ef mér finnst eitthvað gott þá held ég mig voða mikið við það. Mér fannst t.d. kæfa vera besta áleggið þegar ég var yngri. Enda var það skólanestið í nokkur ár. Brauð með kæfu. Held ég hafi aldrei farið með brauð með osti í skólann. Mamma getur pottþétt staðfest það. Ef maður finnur eitthvað sem manni líkar við á maður ekkert skipta bara til að skipta. Ég er naut.

posted by Valþór | 15:08
röfl
er að hlusta á
er að lesa
nýlesið
rotnandi