Brain relief
afkvæmi hugsanna minna... hlust´ekki lengur á mig...


miðvikudagur, september 28, 2005  

Ég fór í bíó um daginn. 40 year old virgin. Allt gott um þessa mynd að segja svo sem. Hló mig máttlausan. En það er ekki allt gott. Þetta er pirrað blogg so consider yourself warned. Hvað á það að þýða að auglýsa myndir klukkan 10.20 en svo byrjar helvítis myndin ekki fyrr en 10.45! Fyrst er manni ekki hleypt inn í salinn fyrr en eftir auglýstan sýningartíma og síðan er maður bombarderaður með auglýsingum sem ættu nægja til þess að maður ætti ekki þurfa að borga 800 kr fyrir skitinn bíómiða. Svo loksins eru ljósin dregin niður bara svo maður geti séð hvað verður sýnt í bíó næstu mánuðina. OK… svo fær maður loksins að sjá myndina sem maður borgaði sig inná. Hún er rétt nýbyrjuð þegar það er komið hlé. Ég hef aldrei þolað hlé í bíó.

Hvað er svo með allt þetta drasl sem verið er að framleiða í dag? Ég hef mjög ákveðinn smekk á bíómyndum svo ekki móðgast. Mér finnst einhvern veginn eins og allar myndir í dag séu re-make, ævintýri, sci-fi space kjaftæði, teiknimyndahetjuhorbjóður eða e-ð svona vísinda-I´m a clone-crap. Myndir eins og hellboy, the fantastic four, x-men, the island, electra og guð má vita hvað meira… munuð ekki ná mér dauðum horfandi á þetta. Ég meina "they´ve fundamentally altered our DNA"... Come on!

Og bæ ðe vei… Lord of the Rings eru alltílagi myndir en my god ekki bestu myndir sem gerðar hafa verið og já… ég hef ekki séð nr 3! Hah… sue me!

posted by Valþór | 17:36


föstudagur, september 23, 2005  

Hlaut að vera tímaspursmál hvenær mar yrði klukkaður. Curse the man who started this en þetta er svosem sniðugt. Hér koma fá 5 tilviljunarkenndar staðreyndir um mig…

Ég hef mestu óbeit á tómötum og gúrkum. Þoli ekki að geta ekki einu sinni keypt mér skitinn hamborgara án þess að þurfa að fá hálft Hveragerði í borgarann. Gildir þó vitanlega ekki um sólþurrkaða tómata sem eru himneskir.

Ég man of mörg atriði úr bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Einhvern veginn virðist þetta límast í heilann á mér og ég á það til að vera of duglegur við að leika þessi sömu atriði. Mjehehehe. Who says famine has to be depressing…

Þegar ég var lítill var ég skíthræddur við hljóðið sem hrossagaukar gefa frá sér. Fannst þetta e-ð viðbjóðslega krípí og vildi fara heim þegar kvikindin voru með læti. Bróðir minn sér enn ástæðu til þess að stríða mér á þessu.

Ég heiti ekki Valþór af því að bróðir minn heitir Arnþór og það rímar. Var skírður eftir föðurbróður mínum sem dó rétt áður en ég fæddist. Vonandi kemur þetta til með að fækka þeim skiptum sem ég er spurður um þetta.

Ég elska fólkið mitt, tónlist, kaffi, súkkulaði, góðan mat, internetið, Laugar, gott veður, ferðalög, myndavélina mína, office, levis gallabuxur, rauðvín, að vera úti, eld, Arsenal, dýr, bækur, 101 Reykjavík, brúnu ónýtu energie skóna mína, svart-hvítar ljósmyndir, að dansa, port salut ost, bjór, náttbuxur og margt fleira en ég þoli ekki nöldur, sirrý, húmorslaust fólk, Ruud van Nistelroj, slabb, tómata og gúrkur (sjá ofar), campari, rækjur, gsm símann minn, jay leno, að vera of mikið klæddur, KR, Heiðar Austmann og Ásgeir Kolbeins sem og allt viðbjóðslega hresst útvarpsfólk og slatta í viðbót.
…og ég er slysabarn…

Ég klukka Sindra, Lúlla (þá kannski bloggar þú einu sinni), aðaltútturnar, Sólu og Yann.

posted by Valþór | 09:29


þriðjudagur, september 20, 2005  

Er e-r þarna úti sem fékk miða á Antony and the Johnsons? Ég gerði nokkuð sem er mjög útúr mínum karakter og keypti einn miða. Ég er sumsé að fara á tónleikana en uuu... ég er einn. Svo ef þú ert skemmtileg/ur og átt miða og langar að koma með mér... u know where to find me. En það seldist víst upp á sjö mínútum svo það var eins gott að maður gleymdi sér ekki.

When eating fruit, remember the one who planted the tree... Thanx for the heads-up Óskar...

posted by Valþór | 11:37


föstudagur, september 16, 2005  

Það virðist vera alveg sama hversu oft ég les tilkynninguna frá Gallerí Rúnk á www.baggalutur.is - ég fer alltaf að hlæja. Ógleymanleg upplifun! Þýsku floslistamennirnir Elmer og Kruud skríða inn í hvorn annan næstkomandi mánudagskvöld.

posted by Valþór | 10:18


miðvikudagur, september 14, 2005  

Sit hérna á te&kaffi með ansi hreint langþráðan kaffibolla. Hef komið hingað nokkrum sinnum en ég held að nú sé nóg komið. Þessi staður virðist vera einn allsherjar mömmuklúbbur. Ekkert nema mússí mússí bó bó og barnasögur í kringum mig í hvert einasta sinn. God… núna er ein mamman að gera lestarhljóð og hún er ekkert að hætta… hjálp. “Viltu bananamauk?” The kid cant talk lady… Já, það er hægt að láta allt fara í taugarnar á sér.

The best cure for a short temper is a long walk.

posted by Valþór | 17:28


mánudagur, september 12, 2005  

Alltaf gaman að sjá hvað vandalistar eru vel gert og bráðvel gefið fólk. Var á ferð á skaganum og sá hvar einhver mannvitsbrekkan hafi ætlað sér að spreyja þýzka nasistakveðju á húsvegg. Vildi ekki betur til en svo en að eftir stóð sig heill. Jájá...

posted by Valþór | 13:34


miðvikudagur, september 07, 2005  

Ó je... http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1157214

Anthony and the Johnsons með Mercury verðlaun og tónleika hér 10.des.

posted by Valþór | 12:59
 

Mér finnst cartman fyndinn. Þetta er bæði viðbjóðslegt og fyndið í senn. Skemmtileg blanda mehehehe. http://www.cartmanthearistocrat.com/

posted by Valþór | 11:53


mánudagur, september 05, 2005  

Ég væri nú að ljúga ef ég segi að það hefði ekki verið gaman þessa helgina. Franz á föstudag var snilld. Mjög góðir tónleikar þrátt fyrir að maður sé ekkert stærsti Franz aðdáandi sem fyrirfinnst. Svo var óheyrilega gaman í brullupinu hjá dodda og unni. Partý partý. Held að það sé best að vera ekki mikið að gaspra um þetta á netinu en myndin af sigga og öddu segir meira en þúsund orð ;) En í dag er mánudagur...

posted by Valþór | 11:51


fimmtudagur, september 01, 2005  

Ég þoli ekki jakkaföt. Breytir samt ekki þeirri staðreynd að ég verð að eiga jakkaföt. Sem ég átti þar til fyrir nokkru að jakkanum var stolið, jei. Allt þetta þýddi að ég þurfti að kaupa mér jakkaföt í dag, verandi að fara í brúðkaup á laugardag. Ég byrja á sautján. Einu jakkafötin sem mig langar í eru náttúrulega paul smith og kosta hátt í 60.000. Jei. Gleymdi að minnast á að ég á ekki einu sinni pening fyrir jakkafötum. Fer í íslenska karlmenn og fann þar föt og keypti. Þetta tók samtals 15 mínútur. Geri aðrir betur. Var búinn að sjá fyrir mér þriggja tíma búðaráp leitandi að einhverju sem mig langaði ekki einu sinni í in the first place. Þoli samt ekki ennþá jakkaföt.

posted by Valþór | 15:40
röfl
er að hlusta á
er að lesa
nýlesið
rotnandi