Brain relief
afkvæmi hugsanna minna... hlust´ekki lengur á mig...


föstudagur, október 28, 2005  

Tilfinningin sem fylgir því að skila inn masters-ritgerðinni er... tja... góð? Já, segjum góð. Mjög góð. Jíha.

<<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>>

Franz
Er búinn að vera að hlusta á You could have it so much better með Franz Ferdinand. Fór jú á tónleikana um daginn. Þessi plata er frábær. Ívið betri en sú fyrri ef e-ð er. Sérdeilis upplífgandi.

posted by Valþór | 14:23


þriðjudagur, október 25, 2005  

Ég skil ekki alveg hvað maðurinn er að fara... Stutti dómurinn er Like sucking God´s cock. Or something. Held að James Jam þurfi aðeins að athuga sinn gang. Ég hef reyndar hvorki hlustað á þessa plötu né sogið hann á guði svo kannski einhver geti útskýrt þetta fyrir mér...

http://www.nme.com/reviews/sigur-ros/7761

posted by Valþór | 10:49


föstudagur, október 21, 2005  

Þegar ég kem heim í gær eftir vinnu heyri ég vatnsnið sem berst af hæðinni fyrir ofan. Kallinn í sturtu hugsa ég og sest niður. Klukkutíma síðar er ég farinn að halda að einhver liggi dauður uppi. Enginn er heima þar svo ég skrifa þetta á sírennsli í klósettinu sem er jú beint fyrir ofan svefnherbergið mitt (eins og fólk sem hefur komið í heimsókn til mín kannast við þá fer það ekki á milli mála þegar kallinn mígur uppi!). Ég fer á æfingu og er kominn heim fyrir níu. Enginn enn kominn heim. Þegar ég fer uppí rúm er klukkan að verða eitt og lætin í klósettinu enn til staðar. Hljóðið er svona eins og í hitaveitugrind þegar einhver er með skrúfað frá vatninu á fullu auk sem einhver standi með slöngu og láti buna ofan í klósettið! Til að gera langa og leiðinlega sögu styttri og aðeins minna leiðinlega þá svaf ég ekki mikið í nótt auk þess sem ég er með dúndrandi hausverk. Þetta er fyrirtaks píningaraðferð og hefur örugglega verið notuð sem slík. Ekki veit ég hvar fólkið fyrir ofan er né hvenær þau koma tilbaka. Mjehehehe. Frábært. Kanarí í 3 vikur?

Lag dagsins er You Left the Water Running með Otis Redding.

posted by Valþór | 10:59


þriðjudagur, október 11, 2005  

Nú er hægt að fá orð drottins í símann sinn í formi sms-skilaboða. Hversu guðhræddur og almennt illa staddur þarf maður að vera til þess að láta senda sér texta úr hinni góðu bók sér til ánægju og hughreystingar? Að sögn tók það einn mann 6 vikur að þýða biblíuna á sms-form því stafsetningunni er breytt. Fyrsta vers er In da Bginnin God cre8d da heavens & da earth. Mjög aðkallandi verkefni þetta…

Það er að koma mynd á ritgerpið mitt. Get ekki lýst því hvað það er gaman að fá að sitja við tölvu allan daginn í margar vikur. Ekki minn tebolli. En það er farið að halla undan fæti.

Og já… það hafa náttúrulega allir spáð í því hvaðan orðið krummaskuð kemur. Feast your eyes and brains on this: http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=832 En uppruni orðsins krummaskurður er hins vegar með öllu óþekktur þrátt fyrir að æska landsins sé dugleg við að nota orðið með sömu merkingu og hið fyrra orð. Sjá hér: http://www.google.com/search?hl=is&q=krummaskur%C3%B0ur&lr

In a perfect world one would have nothing to look forward to.

posted by Valþór | 17:24


miðvikudagur, október 05, 2005  

Fletti dv í gær og rakst á mynd af sjálfum mér. Gaman að því. Er bara alveg að ná Sigrúnu í stardom… Nema hvað fréttin var svo lítil að hún hefði ekki getað hulið það dónalega á maur. Tilefnið var þetta hér http://www.actavis.is/News/styrktarthegarVerkefnasjodsActavis.htm Jei.

Annars hef ég gaman að fólki. Fólk eins og Illugi Jökulsson fær mig oft til að brosa. Mætti honum á Laugaveginum áðan. Hann verður seint á listanum fyrir best klædda fólkið. Spái í því hvað hann sé að hugsa þegar (og ef) hann kaupir sér föt… þessir appelsínugulu tennisskór passa engan veginn við neitt af fötunum mínum og eru örugglega hræðilegir við grænu flauelsbuxurnar og rauðu peysuna með brúnu tíglunum. Ég kaupi þá!… Jájá en full virðing fyrir að vera bara eins og maður er. Sumir eru bara skrýtnir og það þarf ekkert að vera slæmt. Just look at me.

Little Brittain er að byrja í kvöld… hversu gaman er það? Yeeeeeees.

Lag dagsins er Hurricane með Bob Dylan.

posted by Valþór | 18:18
röfl
er að hlusta á
er að lesa
nýlesið
rotnandi