Brain relief
afkvæmi hugsanna minna... hlust´ekki lengur á mig...


mánudagur, nóvember 28, 2005  


Ég er svo ánægður með nýju espresso könnuna mín. Djöfull er hún flott. Hún hjálpaði mér líka við að þrífa íbúðina hátt og lágt á fimmtudaginn.

Lag dagsins er One more cup of coffee með White Stripes.

posted by Valþór | 11:28


mánudagur, nóvember 21, 2005  


Ég fór á White Stripes í gær. Ó já. Geðveikt. E-ð klikk í gítarsnúru eða e-ð í smátíma en því var svo reddað. Jack White var greinilega e-ð pirraður á klikkinu og þegar það var komið í lag bókstaflega nauðgaði hann gítarnum (in a good way) og sleit strengi en þegar maður slítur streng þá spilar maður náttúrulega bara annað lag á fimm strengi. Svo er attitúdið líka svo svalt. Veit ekki hversu marga tónleika ég hef farið á og hljómsveitin gerir ekki annað en að kyssa íslenska rassa... Þetta var meira svona við ætlum að djamma af okkur rassinn hérna uppi á sviði og þið megið horfa ef þið viljið. Klæðnaðurinn var líka ó svo svalur! Ólýsanlegt held ég. Fyrir tónleikana voru eiginlega bara tvo lög sem ég vildi endilega heyra og þau komu bæði, Jolene og I just dont know what to do with myself... bæði cover lög nb.

Það sem stendur uppúr eftir þessa tónleika er að þau eru viðurstyggilega kúl, Jack White er brjálæðislega góður á gítar og þegar ég segi brjálæðislega þá meina ég oh my god, ég þarf að eignast hina White Stripes diskana, laugardalshöllin sökkar ennþá sem tónleikastaður og sunnudagur er ekki góður tónleikadagur. Svo fannst mér nú líka ansi sorglegt að sjá hversu margar 14 ára stelpur hafa make-up-ið sitt stillt á WHORE... Varð að tuða aðeins...

posted by Valþór | 11:55


sunnudagur, nóvember 20, 2005  

Eftirfarandi frétt birtist á mbl.is í gær:

Ekið á kind
Ekið var á kind sem hljóp út á þjóðveginn í Álftafirði. Drapst kindin við ákeyrsluna og segir lögreglan á Ísafirði það sæta furðu að sauðfé gangi laust og það svona seint í nóvembermánuði þegar það eigi að vera komið í fjárhús.

Hmmm. Eins gott að vera topp blaðamaður til að geta skrifað svona krefjandi fréttir. Rannsóknablaðamennska eins og hún gerist best. Svo eru menn að furða sig á því að það sé búið að setja á fót sjónvarpstöð sem eingöngu flytur fréttir! Það er greinilega ekki vanþörf á.

posted by Valþór | 13:12


þriðjudagur, nóvember 15, 2005  

Reynsla mín af flugi til Búdapest er ansi furðuleg. Þegar við fórum þangað þrjú síðasta vetur voru 26 í vél SkyEurope frá London til Búdapest. Þetta fannst okkur ansi undarlegt og verulega tómlegt en flugfreyjurnar héldu uppi húmornum og flugið var hið skemmtilegasta. Núna flaug ég beint á Búdapest með leiguflugi frá Heimsferðum. Á leiðinni út voru 16 farþegar. Frekar spes... og til að bæta gráu ofan á svart þá voru átta flugfreyjur þar sem fjórar voru í starfsþjálfun. "We will be flying all sixteen of you to our hometown of Budapest." Þetta var semsagt húmorinn um borð. Nú... á leiðinni tilbaka var það Malév sem sá um flugið og farþegarnir voru 4!!! 4 farþegar í Boeing 737-800 þotu og 4 flugfreyjur. Er það ekki kallað einkaþota? Manni líður verulega kjánalega að vera einn af fjórum farþegum í 180 sæta vél.

posted by Valþór | 15:25


föstudagur, nóvember 11, 2005  

Eyddi 10 dögum í Búdapest. Það var algjörlega frábært. Gerðum hitt og þetta. Segi kannski sögur seinna. Skruppum til Vínar í einn dag. Lestarferðin tilbaka var í meira lagi áhugaverð.

Við náðum okkur í góðan hreinan klefa í þessari gömlu lest og höfðum það gott þar. Hvæstum á fólk sem ætlaði að reyna að komast inn. Svo kemur mr. ticketmaster eftir að lestin er farin af stað og segir okkur að við megum alls ekkert vera á fyrsta farrými. Svo við röltum af stað og sjáum að nánast allt er fullt á öðru farrými, sem NB er annað farrými af gildri ástæðu. Enduðum þó í reyklausum klefa sem hjálpaði þó ekki mikið þar sem fólk stóð fyrir utan og reykti alla leiðina. Samferðafólk okkar í klefanum okkar voru eldri rúmensk hjón sem greinilega höfðu lifað tímana tvenna og rúmenskur maður á miðjum aldri sem talaði linnulítið frá Vín til Búdapest. Hitinn í klefanum hefur verið vel yfir 30°C og loftið reykmettað. Allt frekar skítugt og lestarvagninn sjálfur var að sjálfsögðu ævagamall.

Rúmenski maðurinn var klæddur bláum allsports íþróttagalla og í svörtum spariskóm. Vel girtur og með stórt vasadiskó í buxnastrengum sem hann hafði nýlega fjárfest í því á því voru upphafstafir hans C.C. og ártalið 2005. Hjónin gömlu voru í ull frá toppi til táar. Hrjúfar hendur og andlit með stórbrotnu landslagi. Enda glápti þetta fólk mikið á okkur og var greinilega að spá í hvaðan við værum eiginlega. Enda eftir að landamæravörðurinn hafi hlegið upphátt við að skoða passana okkar bað CC með handapati um að fá að skoða passann. “Ah… Islandia…” svo augun á honum urðu eins og undirskálar.

Þegar langt er liðið á ferðina ákveður CC að spila tónlist fyrir hjónin því vasadiskóið hans var svo vel búið að það hafði hátalara. Hann sá sig líka knúinn til að sýna gamla mannium rafhlöðurnar sem knúðu þetta undratæki áfram. Hann lagði það í sætið milli sín og konunnar og tónarnir sem streymdu úr tækinu voru vissulega áhugaverðir. Rúmensk polka/sígauna danstónlist. Gamla konan brosti við þó henni fyndist nú takturinn greinilega helst til hraður. Þó lét hún sig hafa það að slá taktinn með hendinni utan í hliðina á klefanum. Þegar til Búdapest var komið skildum við við ferðafélaga okkar með vinalegu veifi og brosi en þau héldu áfram til Búkarest. Mér leið eins og ég hefði ferðast aftur í tíma.

posted by Valþór | 15:38
röfl
er að hlusta á
er að lesa
nýlesið
rotnandi