Brain relief
afkvæmi hugsanna minna... hlust´ekki lengur á mig...


þriðjudagur, desember 20, 2005  

Allt frá því að ég var minni strákur hef ég haft gaman af öllum bókaauglýsingunum fyrir jólin. Þær eru eins misjafnar og þær eru margar. Sumar eru ansi slæmar. Stundum eru notaðir frasar úr gagnrýni sem eru fljótir að hverfa af skjánum. Orð eru gripinn úr setningum og hent inn eftir hentugleika.

Spennandi... góð... heldur manni við efnið... getur verið komið úr dómi sem segir að bókin gæti verið spennandi ef henni tækist að halda manni við efnið en er góð fyrsta tilraun höfundar. Svo er líka spurning um hvaðan gagnrýnin er komin. Ég t.a.m. tek ekki ofsalega mikið mark á því sem Sirrý segir um bókina hennar Steinunnar Ólínu eftir að hún er búin að vera í þættinum hjá henni í klukkutíma og fá bónorð og hvað eina... Eða ef að gagnrýnin er komin úr Kvöldþættinum með Guðmundi Steingrímssyni. Maður á ekki von á því að stjórnendur sjónvarpsþátta fái rithöfunda í settið og segi þeim að bókin hafi eiginlega ekki höfðað til þeirra.

Ein auglýsing ber þó af þetta árið. Mig minnir að það sé Skrudda sem gefi út þessa bók. Um er að ræða íslenska þýðingu á sögu Jörundar Hundadagakonungs. Í auglýsingunni er sagt "ævisaga Jörundar Hundadagakonungs er ævintýralegri en orð fá lýst." Hmmm...

posted by Valþór | 11:14


miðvikudagur, desember 14, 2005  

Undanfarna daga hef ég rannsakað náið viðbrögð við stressi. Hef komist að áhugaverðum niðurstöðum sem ég er tilbúinn að ræða sé á því áhugi. Já vörnin mín var semsagt í gær. Stress mikið en þegar ég komst af stað leið mér bara býsna vel. Gekk betur en ég hafði þorað að vona svo ég var mjög sáttur við þetta. Biðin er bara það versta sem til er. Óvissan. En um leið og skriður kemst á málin er þetta meira að segja bara nokkuð gaman. Þannig að þessum áfanga er eiginlega lokið og þá er það bara að finna sér annan…

Endilega lesa frábæran pistil hjá deiglu-dísu http://www.deiglan.com/index.php?itemid=9391

posted by Valþór | 14:29


sunnudagur, desember 11, 2005  


Ég tók breik í gær frá fyrirlestrinum og fór að sjá Antony and the Johnsons í Fríkirkjunni. Var með versta sætið í húsinu en ekki einu sinni það gat spillt tónleikunum. Stóð alla tónleikana og sá framan í Antony á milli bita í handriðinu uppi. Trommarann sá ég allan, hálsinn af bassa bassaleikarans en síðan ekki söguna meir. Veit eiginlega ekki alveg hvaða orð lýsir þessum tónleikum best… Svolítið erfitt að segja. Einkenileg blanda af tilfinningaþrunginni músík og fínum húmor. Ótrúlega friðsælt og ég fékk gæsahúð oftar en ég þori að segja. Og þögnin í salnum þegar hann var að banka ofurlétt á flygilinn… Hápunktarnir fyrir mig voru Spiralling, Hope There´s Someone og Trust Your Mother þar sem gestir spiluðu stóra rullu í flutningnum. Alveg magnað! Vildi að ég ætti miða á Tona og Sprellana í kvöld líka…

Í mínum heimi eru 12 dagar til jóla.

posted by Valþór | 18:03


föstudagur, desember 09, 2005  

Um daginn las ég bók sem heitir Veronika decides to die eftir Paulo Coelho. Flestir kannast kannski við Alkemistann sem hann skrifaði líka. Í þessari bók segir hann frá Veroniku, 24 ára gamalli, sem virðist hafa flest það sem fólk sækist eftir en ákveður engu að síður að hún sé stöðnuð og engin ástæða sé að lifa lengur. Hún reynir því að drepa sig en endar á geðveikrahæli og er sagt að hún eigi skammt eftir því hjarta hennar sé svo skaddað eftir sjálfsmorðstilraunina. Bókin lýsir þessum dögum hennar og hvernig hún tekst á við þá. Þetta er frábær bók, vel skrifuð og á einfaldan hátt. Þarna koma fram ýmsar pælingar sem maður hefur alveg átt með sjálfum sér og hjálpar manni að fatta að það sem eðlilegt þykir er kannski ekki svo eðlilegt. Bókin byggir á reynslu Coelho sjálfs sem var sendur á hæli ungur að árum fyrir það eitt að vilja verða listamaður.

posted by Valþór | 16:02


miðvikudagur, desember 07, 2005  

Ég er svo ekki skemmtilegur þessa dagana. Er að gera fyrirlestur fyrir vörnina sem er í næstu viku. Gúlp. Jájá... það verður nú aldeilis rífandi fjör. Held að mínum dögum í desember sé best lýst með því að segja að ég hlakka til jólanna. Like I haven´t done for years and years...

posted by Valþór | 14:11
röfl
er að hlusta á
er að lesa
nýlesið
rotnandi