Brain relief
afkvæmi hugsanna minna... hlust´ekki lengur á mig...


miðvikudagur, janúar 19, 2005  

Átti skrýtinn dag í gær. Var í mjög góðu skapi en jafnframt óendanlega pisst! Góða skapið kom af sjálfu sér við það að vakna en pisst hlutinn kom jafnt og þétt. Í fyrsta lagi fengum við ekki rannís styrkinn sem við sóttum um sem er óendanlega pirrandi... reyndar jákvæður punktur að Þórarinn, meðleiðbeinandi minn, fékk öndvegisstyrk. Svo er það ferðin til búdapest... Það eru greinilega samantekin ráð um að hindra för okkar. Getið lesið nánar um þetta hjá ásdísi og fanneyju... Alla vega þá er búið að breyta flugi hjá okkur þrisvar! Og við búin að panta hótel í london og afpanta. Núna er þetta vonandi komið á hreint! Fengum amk frímiða hjá skyeurope fyrir vesenið... meira en hægt er að segja um express krappið. Fáum svo að gista í cambridge hjá vinkonu fannzki. Snilldin eina.

Bjánar ársins eru bandaríkjamenn fyrir að hafa ætlað að búa til hommasprengju! Hverjum dettur svona lagað í hug?

Lag dagsins er ekki lag heldur tónleikar metallica í egilshöll! and i need... to set my anger free...

posted by Valþór | 13:09


fimmtudagur, janúar 13, 2005  

Vona að þið hafið horft á Jay Leno í fyrrakvöld. Ef ekki þá skal ég útskýra hvers vegna. Hinn magnaði og umdeildi Michael Moore var í heimsókn og sýndi áhugavert brot sem ekki náði inn í F9/11. Þar er viðtal við þáverandi yfirmann njósnadeildar þingsins, Porter Goss. Þar sem Moore vissi að Goss myndi ekki vilja tala við sig sendi hann konu í sinn stað en beið þess í stað fyrir utan. Konan spyr manninn um störf sín fyrir CIA. Hann byrjar að rausa um að það sé nú svo langt síðan og hann hafi nú ekkert að gera með að vinna fyrir CIA í dag enda sé hann á engan hátt hæfur í það. Til að vitna beint í hann þá sagði hann "I couldn't get a job with CIA today. I am not qualified." Hann segir í framhaldinu að hann hafi ekki þá tungumálahæfileika sem til þarf né tölvukunnáttu o.s.frv. og bætir svo við "So, the things that you need to have, I don't have." OK. Nema hvað nú er svo komið að GWB hefur tilnefnt þennan mann sem nýjan yfirmann CIA!!! Er ekkert verið að kidda!?! Maðurinn getur ekki fundið Bin Laden þegar hann veit ekki að Michael Moore er frammi á gangi... Hvíta húsið hefur svo vísað þessu öllu á bug og sagt þetta vera "ridiculous hearsay." Aha... I heard him say it!!! Þannig að þessi gaur virðist vera álíka nytsamlegur og sleikjó með typpabragði.

posted by Valþór | 14:35


þriðjudagur, janúar 11, 2005  

Best að væla svolítið... alveg að drepast úr þreytu! Eftir æfingu í gær fór ég á fótboltaæfingu með Þórhalli. Hótaði að berja mig ef ég kæmi ekki. Þannig að ég neyddist til að rúlla honum upp í fótbolta. Boltinn var búinn rúmlega ellefu og ég gat ekkert sofnað fyrr en guðmávitahvenær.
Fór í fínt partý í víðihlíðina á fös. Líffræðingahittingur sem endaði í tónlistarhelvíti. Bara fyndið. Fórum svo í bæinn og hristum okkur e-ð. Annars er farið að styttast verulega að ég fari til búdapest! Ríki ketilsins verður heimsótt þann 26.janúar. Það ætti nú að verða e-ð sko...

posted by Valþór | 13:43


fimmtudagur, janúar 06, 2005  

Við ása valgerður rokkuðum ráðstefnuna í gær. Gekk bara mjög vel og fékk tonns of kvestíons sem er afar jákvætt. Ágætasta ráðstefna... sá meira segja fyrirlestur um meiðsli í knattspyrnu sem var gaman. Svo kom menntamálaráðherra og talaði útum rassinn á sér. Meira hvað gellan getur talað! Samt ísíer on ðí æs en björn bjarna...
Var víst ekki búinn að láta vita af því að ég er búinn að lesa sakleysingjana eftir ójóó. Ég fíla bækurnar hans og þessi var alveg í sama stíl. Góð bók. Eftir að ég var búinn með hana ákvað ég að lesa höll minningana aftur og það tók ekki langan tíma. Massafín bók og það er víst bíómynd í undirbúningi. Annars var ég að spá í að lesa híbýli vindanna og lífsins tré aftur. Minnir að þær hafi verið fínar þrátt fyrir að mar hafi verið neyddur til að lesa þær í fjölbraut. hmmm...

posted by Valþór | 16:14


mánudagur, janúar 03, 2005  

Gleðilegt ár og allt það... áramótin voru fín. Var bara heima á smáraflöt og fékk gott fólk í heimsókn og talaði við fleira slíkt fólk í síma. Sindri, Aldís og Lúlli kíktu við og vandamál heimsins voru leyst ásamt öðrum smámálum. Fór í bælið um hálf-sex og hef sjaldan verið stilltari á gamlárs. Nú er það bara næsta mál á dagskrá sem er ráðstefna í læknadeild sem hefst í öskju á morgun. Allir að mæta á fyrirlestur kl 9.10 á miðvikudag :P Þar mun ég loksins slá í gegn án þess að koma nakinn fram. Hef til þess heilar 7 mínútur...

posted by Valþór | 16:02
röfl
er að hlusta á
er að lesa
nýlesið
rotnandi