Brain relief
afkvæmi hugsanna minna... hlust´ekki lengur á mig...


föstudagur, mars 25, 2005  

Renndi mér á tónleika á miðvikudag. Fór með dodda, unni, lúlla, guðrúnu (sem ég var að hitta í fyrsta skipti!!!) og sigga á blúshátíð á hótel borg. Grinders aðalnúmerið og þeir voru ótrúlega magnaðir. Professor Washboard er bara einn sá alflottasti sem ég hef séð. Svo var kíkt á hressó og rassinn hristur örlítið.

Annars er bobby mættur. Hvað á að segja um það? Amk allt annað að sjá manninn nýrakaðann. Verður fjör að mæta honum á röltinu.

posted by Valþór | 17:08


sunnudagur, mars 13, 2005  

Er farinn að taka að mér öll almenn fyrirsætustörf. Nekt engin fyrirstaða.

posted by Valþór | 18:59


fimmtudagur, mars 10, 2005  

Þessi dagur hefur verið nokkuð áhugaverður hingað til... fékk hluta úr börkum tveggja einstaklinga frá usa og var að hakka þá niður og melta til að einangra þekjufrumur, most interesting. Gaman að fá að gera e-ð öðruvísi einstaka sinnum.

Var annars að kaupa mér myoplex til að reyna að bæta e-ð við næringarinntökuna. Blandaði fyrsta skammtinn í vatn og þvílíkur $&"#$%"!%# horbjóður! Mátti ekki miklu muna að ég ældi þessu helvíti! Horfði á pakkninguna með tárin í augunum og sá fyrir mér næstu vikur með andlitið ofan í klósettskálinni... Svo prófaði ég mjólk í þetta skiptið og darwin sé lof að það var nú bara fínt á bragðið þá. Fer að styttast í vaxtarræktina ;) +90 kg flokkurinn er minn!

posted by Valþór | 17:42


mánudagur, mars 07, 2005  

Held það sé alvarlega vanmetið að horfa á karlmann sem klæddur er og málaður eins og ódýr hóra prumpa með góðum hljómi á meðan hann drekkur af rommflösku. Þetta sá ég amk á laugardagskvöld og fannst það mjög fyndið. Skemmtiatriðið féll í góðan jarðveg. Samt pínu kjánalegt í dag að mæta öllu þessum kellingum aftur. Var samferða einni í lyftunni áðan og hún hló alla leiðina. Gaman það. Líka gaman að því þegar menn eru ekkert feimnir við að hafa bara helvítis hárkolluna... Fínt að sitja bara á bar í hafnarfirði með hárkollu. Held að enginn hafi tekið eftir því þar sem allir sátu bara að tefla. "Kátu biskuparnir" voru með e-ð mót sem teygðist e-ð úr fram á nótt. Jájá... Annars náði ég ekki aftur til reykjavíkur fyrr en um þrjú þar sem smáfyrirtækið actavis var með árshátíð í hafnarfirði og því ekki leigubíl að fá... helvítis... Tók langt tjútt og var ekki kominn heim fyrr en að ganga sjö. Mikið stuð á vegamótum og margt skemmtilegt fólk. Hitti td gamla vinkonu sem ég hitti síðast þegar ég var svona sex ára eða e-ð þegar hún bjó við hliðina á mér. Bara fyndið... henni fannst að ég hefði breyst svo mikið! Ég vona svo sannarlega að ég hafi amk breyst e-ð smá frá því árið 1986.

Sá annars dýrslegan þátt á vh1 í gær. Taldar upp 100 klisjur í tónlistarmyndböndum. Eftir að hafa séð þetta held ég barasta að öll tónlistarmyndbönd gerð af sama gaurnum. Svo get ég ekki annað en minnst á icelandair auglýsingarnar sem fylgja enska boltanum á skjá einum... þvílík snilld! "Birtist eins og þruma þegar vörnin er veik... lárus lárus orri..." held ég að sé sú besta... eða þá "Lárus... Hvað nú!! Kanu?... Topp striker!"

Lag dagsins, með hliðsjón af laugardeginum, er með skærasystrunum... filthy/georgeous.

posted by Valþór | 14:38


laugardagur, mars 05, 2005  

Mættur í vinnuna á laugardagsmorgni. Afar hressandi. Er að fara á árshátíð í kvöld. Krabbameinsfélagið með árshátíð í hafnarfirði af öllum stöðum. Ætti að verða áhugavert sérstaklega þegar litið er til þess að hér vinna í meirihluta eldri konur og við í kjallaranum erum með skemmtiatriði sem á eftir að gera þær alveg vitlausar. Erum fimm strákarnir og verðum með netta fegurðarsamkeppni... fæ bara hroll þegar ég hugsa um þetta. Vorum með æfingu í gær. Valgarður held ég að hafi verið fyndnastur... í fjólubláum pallíettukjól, bandaskóm og með hárkollu af ömmu sinni heitinni á hausnum. Við bókstaflega grenjuðum úr hlátri því hann var bara alveg eins og leoncie! Eins gott að vera búinn að fá sér aðeins í glas áður en þetta hefst allt saman... því er blásið til teitis heima hjá þórarni klukkan fimm í dag. Spurning um að hafa bann við myndavélum...

posted by Valþór | 12:06
röfl
er að hlusta á
er að lesa
nýlesið
rotnandi