Brain relief
afkvæmi hugsanna minna... hlust´ekki lengur á mig...


þriðjudagur, janúar 31, 2006  

Já nú er það svart. Það er svo komið að maður er langt frá því að vera meðalkona að þyngd. Reyndar þarf að fara aftur til ársins 1968 til að ég sé meðalkona að þyngd. Á tæpum 30 árum hafa Íslendingar þyngst um rúmlega átta kíló. Núna er meðalkonan 73,1 kg og meðalkarlinn 87,9 kg. Sko engin meðalmennska á þessum bæ.

Og enn þraukar Sonja Haralds í hungurverkfallinu. 67 dagar eiga að vera liðnir síðan hún hóf verkfallið. Þann 8.des síðastliðinn var því slegið upp á forsíðu DV í 146 punkta letri að Sonja væri "Við dauðans dyr í Fossvogi." Í DV í dag kemur hins vegar fram að hún nærist aðeins á ávaxtasöfum og stöku eggjum. Kannski þetta beri vott um breytta ritstjórnarstefnu á DV.

posted by Valþór | 13:17


miðvikudagur, janúar 25, 2006  

Á mbl.is í morgun birtist frétt undir fyrirsögninni Breskir táningar telja vísindastörf ekki vera fyrir venjulegt fólk. Þar segir m.a. að um 70% sögðust ekki sjá venjulegt, ungt og aðlaðandi fólk fyrir sér sem vísindamenn. Hvaða hvaða!!! Enn frekar sögðu þeir sem ekki vildu verða vísindamenn að maður yrði alltaf þunglyndur og þreyttur og hefði engan tíma fyrir fjölskylduna og önnur sagði að þeir eru allir með stór gleraugu og í hvítum sloppum og ég er kona.

Þetta er hreinlega hneyksli! Allir vita jú að vísindamenn eru afburða svalir. Að vísu er nokkuð til í því sem kemur fram þarna í seinni partinum... Og ekki nema rúmlega þriðji hver nemandi taldi vísindamenn vera afburðagáfaða.

posted by Valþór | 09:38


föstudagur, janúar 20, 2006  

Fyrir jól keypti ég mér bók í Pennanum. Sá hana fyrst á íslensku og hét hún þá Dexter í dimmum draumi. Aftan á henni stóð að hún segði frá raðmorðingja sem væri blóðmeinafræðingur hjá lögreglunni í Miami. Þetta kitlaði mig e-ð svo ég fann ensku útgáfuna sem heitir Darkly Dreaming Dexter. Aftan á henni stendur hins vegar að Dexter sem jú vissulega raðmorðingi en það hann sé blood spatter analyst, sumsé vísindamaður sem spáir í blóðslettur. Hvernig má það vera að fólk þýði þetta sem blóðmeinafræðingur? Blóðmeinafræðingar eru læknar sem fást m.a. við hvítblæði og slíkt. Þessi staðreynd að svo virtist sem um óvandaða þýðingu væri að ræða og sú að enska útgáfan kostaði u.þ.b. 25% af verði hinnar íslensku urðu til þess að ég keypti þá ensku. Bókin er annars hin ágætasta skemmtun þó krimmar hafi aldrei heillað mig. En í guðanna bænum ekki kaupa íslensku útgáfuna.

posted by Valþór | 11:17


miðvikudagur, janúar 18, 2006  



Hvað er maðurinn að spá!?! Þessir skór passa náttúrulega engan veginn við búninginn!

posted by Valþór | 12:59


þriðjudagur, janúar 17, 2006  

Sjálfsagt var plokkfiski troðið í mig þegar ég var of ungur til að rífa kjaft yfir því hvað færi inn fyrir mínar varir. En þegar ég komst til "vits" og ára lét ég öllum illum látum þegar minnst var á að snæða plokkfisk. Ég sé það núna að ég hafði ekki hugmynd um hvort plokkfiskur væri góður eður ei. Nafnið eitt vakti með mér einhverjar tilfinningar sem sögðu mér að þetta væri óæti hið mesta. Sannleikurinn er sá að ég hafði ekki hugmynd um hvernig þetta bragðaðist né heldur hvað væri í þessu. Ég man eftir að hafa séð plokkfisk hjá ömmu og að mér fannst þetta verulega ólystugt, allt loðið og lymskulegt. Nú á Þorláksmessu smakkaði ég plokkfisk í fyrsta sinn á fullorðinsárum og fannst hann vitanlega góður. Í gær bar það til tíðinda að ég eldaði mér plokkfisk. Held að ég neyðist til að biðja foreldra mína og aðra sem málið varðar opinberlega afsökunar á öllu mínu tuði og leiðindum þegar plokkfisk hefur borið á góma. Ég vissi ekki betur.

posted by Valþór | 16:02


mánudagur, janúar 16, 2006  

Í gær rakst ég á yndislega frétt á textavarpinu:

Á þriðja hundrað manns mætti á baráttufund um bættar samgöngur á milli þéttbýlisstaða á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var í Bolungarvík í gær. Sveitarfélögin á svæðinu og áhugahópur um samgöngumál héldu fundinn. Til stóð að samgönguráðherra væri með erindi en hann komst ekki vegna ófærðar.

Kóm- og írónískt...

posted by Valþór | 11:50


föstudagur, janúar 13, 2006  

Hefur einhver séð gamla gaurinn á bláa Lexus jeppanum sem blastar alvöru köntríi á rúntinum niður Laugaveginn með allar, og þá meina ég allar, rúður niðri? Og við erum ekkert að tala um að blasta eins og fullorðið fólk blastar. Heldur að blasta eins og 17 ára Selfyssingar blasta Scooter, eða Yann ;)

posted by Valþór | 20:48


þriðjudagur, janúar 10, 2006  

Ég gerðist djarfur síðastliðinn föstudag og fór í strætó. Þetta þykir sjálfsagt ekki fréttnæmt á mörgum heimilum en ég hef ekki farið í strætó síðan árið 2003. Og þessi ferð var líka engin venjuleg strætóferð. Ég fór í strætó uppá Akranes hvorki meira né minna. Samgöngubót segja margir og kannski ekki skrýtið. Ferðin gekk svosem hið besta. Tók leið 15 frá Hlemmi og skipti yfir á leið 27 í Mosó. Það eina sem hreyfði við mér í þessari ferð var vagnstjórinn á seinni leggnum. Það var sko hvorki meira né minna en Haffi handakrikamorðingi sem margir Skagamenn muna kannski eftir... kannski ekki. Alltaf gaman að sjá þessar týpur aftur sem maður hræddist sem krakki. Gaurinn hefur reyndar ekkert breyst á þessum tæpu 20 árum.

posted by Valþór | 15:21


mánudagur, janúar 09, 2006  

Já maður á víst bloggsíðu. Bara að minna á mig. Fjölskylduleg helgi að baki. Annars óttalega lítið að gerast. En svona til að segja e-ð þá segi ég að Jón Baldvin verði næsti forseti. Munið hvar þið lásuð það fyrst.

Er Sigrún að fara að rústa þessari kosningu? http://www.visir.is/misc/KTHForm.aspx

Lag dagsins er Wake Up með Arcade Fire.

posted by Valþór | 11:33
röfl
er að hlusta á
er að lesa
nýlesið
rotnandi