![]() |
![]() |
Brain relief afkvæmi hugsanna minna... hlust´ekki lengur á mig... |
![]() |
![]() miðvikudagur, febrúar 22, 2006 Ég eignaðist bók um daginn sem heitir Leiðarvísir í ástamálum. Þetta er samsteypa smárita sem komu út á 3. áratug síðustu aldar sem ætluð voru til að veita hagnýt ráð í ástamálum. Rit sem ber heitið Leiðarvísir í ástamálum fyrir unga menn hefst svona: Sannleikurinn er sá, að það er eigi eins auðvelt og þú kannt að hyggja, að vinna hylli kvenna. Ég á hér auðvitað eigi við þær konur, er rápa á kvöldin fram og aftur um göturnar í þeim tilgangi að kynnast karlmönnum, heldur þær, sem eru þess virði, að sóst sé eftir ást þeirra eða vináttu. Síðar stendur: Iðkið íþróttir, sagði ég. Já, gott og vel! En þar með er ekki sagt, að eigi megi of langt ganga í því efni. Tökum til dæmis knattsparkið hérna í Reykjavík, sem iðkað er nú orðið af meira kappi en forsjá. Að mínu áliti gerir knattspark í óhófi menn eintrjáningslega og einhliða. Þeir geta eigi um annað hugsað né talað. Geta má nærri, að konur hafa ekki gaman af því. Og þetta er jú líka mikilvægt: Ef unnusta þín kann eigi að búa til mat, sauma léreftsfatnað o.þ.l., þá skaltu láta hana [já láta!] læra það áður en þú gengur að eiga hana. Í Leiðarvísi í ástamálum fyrir ungar stúlkur er ýmislegt sem er forvitnilegt. Einn kafli tekur á því Að lita andlitið: Það virðist færast í vöxt, að konur liti andlit sitt með ýmsu móti og ævinlega í þeim tilgangi að sýnast fallegri en þær eru í raun og veru. … Þú getur með mörgu móti varðveitt fegurð þína, en til “smínksins” máttu aldrei grípa. Lauslætiskonan – sem er litljót – á að hafa einkarétt til að “smínka” sig. Hreinlæti er líka mikilvægt: Baðaðu allan líkamann við og við og þvoðu hár þitt að minnsta kosti einu sinni í mánuði. …og andrammar konur er ekkert spaug að kyssa. Þá er líka nauðsynlegt að vita að áfengi getur engin kona verið þekkt fyrir að kaupa. Heimild: Leiðarvísir í ástamálum, Söguspekingastifti Hafnarfirði 2003. posted by Valþór | 10:54 fimmtudagur, febrúar 09, 2006 ![]() þriðjudagur, febrúar 07, 2006 Það var nú ekki meiningin að breyta þessu í einhvern bókmenntavef en það breytir ekki staðreynd að ég er búinn með tvær góðar bækur. 11 minutes eftir Paulo Coelho og Sideways eftir Rex Pickett. Leigði svo Sideways um helgina í von um að hún yrði jafngóð og bókin... sem gerist í 0.2% tilfella og því miður var þetta ekki eitt þeirra. Ekki það að hún hafi ekki verið fín, bókin bara gaf svo mikið meira. Hvaða myndir hafa jafnast á við bækurnar sem þær eru gerðar eftir? Dettur bara ein í hug sem kemst nálægt því að vera svipað góð bókinni og það er The Pianist. posted by Valþór | 11:48 |
![]() |
|
![]() |
![]() |
|
![]() |
![]() |
||||
![]() |