Brain relief
afkvæmi hugsanna minna... hlust´ekki lengur á mig...


fimmtudagur, mars 30, 2006  

Að bíða í 9 tíma á flugvelli í Frankfurt er ekki mín hugmynd um góða skemmtun en það gerði ég nú samt á leiðinni til Búdapest um daginn. Meðal þess sem ég gerði til að stytta mér stundirnar var að lesa sorpritið Daily Mirror. Þar rakst ég á "skemmtilega" frétt. Fyrirsögnin var Dad boiled in fetish suit. Þar sagði frá hinum 35 ára gamla McDonalds starfsmanni Robert Garnett. Hann hafði tekið inn of stóran skammt af kókaíni íklæddur vínyl gallanum sínum, eða eins og segir í fréttinni as he wore a fetishist-style gimp outfit seen in the film Pulp Fiction. Allt þetta leiddi til þess að aumingjans rænulaus maðurinn ofhitnaði í gúmmígallanum sínum svo á honum sauð leading to a build-up of brain fluid og þannig mætti maðurinn skapara sínum. Kjánaprik. Boðskapur sögunnar er því að blanda ekki kókaín ofneyslunni sinni saman við vínyl blæti.

posted by Valþór | 15:58


fimmtudagur, mars 16, 2006  

Nú hef ég ekki séð stórmyndina brókbekk mánten en skv. því sem ég hef heyrt gengur kynlíf þeirra félaga snuðrulaust fyrir sig. Engar bollaleggingar um hver hafi hvaða hlutverk ef svo skyldi kalla. Annar rennur bara ljúft á bak hinum. Nú eru þeir kúrekar (tæknilega séð fjárhirðar) og því mikið á hestbaki. Skyldi það nú ekki vera óþæginlegt fyrir “viðtakandann”? Hnossast um hlíðarnar verandi nýbúinn að fá árlega þeysireið… Spyr sá sem ekki veit.

posted by Valþór | 14:49


þriðjudagur, mars 14, 2006  

Undarleg lægð gengur yfir bloggheima. Önnur hver síða liggur í dvala og þessi hér hefur nú ekki beint verið upplífgandi undanfarið. Kannski rætist úr því.

Nú fara fram Vetrarólympíuleikar fatlaðra á Ítalíu. Magnað fyrirbæri. Í gær sá ég sýnt úr bruni blindra! Voðalega finnst mér ég vera mikill aumingi þegar ég sé þetta. Ég er ömurlegur á skíðum og myndi engan veginn treysta mér í að bruna niður brekku. Að vísu skíðar "sjáandi" á undan hinum blinda og er sjálfsagt með kúabjöllu á rassinum eða e-ð en mér er bara alveg sama!

Svo var einn ágætur íþróttafréttamaður að segja frá skíðagöngu. Hann talaði um sitjandi göngu. Hmmm, ég sá keppendurna og margir hverjir voru algjörlega fótalausir og aðrir lamaðir og sátu á einhvers konar stól og hömuðust sem mest þeir máttu með höndunum. Þeir voru sko ekkert að ganga neitt. Það er heldur ekkert til sem heitir sitjandi ganga… come on. Á ensku heitir þetta cross country skiing og er vanalega kallað skíðaganga á íslensku en ef engar eru lappirnar þá verður ekki langt gengið…

posted by Valþór | 10:46
röfl
er að hlusta á
er að lesa
nýlesið
rotnandi