Brain relief
afkvæmi hugsanna minna... hlust´ekki lengur á mig...


laugardagur, janúar 27, 2007  


Sólarhringurinn minn hefur verið á hlið undanfarið. Þannig er ég iðulega ekki sofnaður þegar dagskrá skjás eins er öll. Í stað þess að spila þá myndbönd eins og vanalega er nú kominn sjónvarpsmarkaður! Vörutorg takk fyrir góðan daginn. Þarna er til sölu alls kyns drasl á fáránlega háu verði. Gaurinn sem kynnir vöruna er eitthvað krípí. Hef það sterklega á tilfinningunni að hann myndi selja móður sína fyrir slikk og henda ömmu sinni frítt með ef greitt er með Visa.

Ansi margar kynninganna byrja á því að benda á vandamál og þannig byrja þær á “hver kannast ekki við að…” og þannig berst talið að bitlausum hnífum, bjórvömbum og brauðkössum. Þá eru taldir upp hinir óendanlegu kostir þess sem verið er að selja og svo endar þetta á “…og vandamálið er úr sögunni.”

Ég svæfi ekki á nóttunni ef ég ynni við að reyna að pranga þessu inná fólk. Draslið sem er þarna er hreint makalaust. Súkkulaðigosbrunnurinn er í sérstöku uppáhaldi hjá mér sem og salt- og piparkvörn með ljósi! Eruð þið að fokking kidda í mér?!? Á www.vorutorg.is getið þið keypt þessa snilld.

Ég held að ég sleppi því að tala um líkamsræktartækin einfaldlega af því að ég get ekki sagt neitt fyndnara um þau en það sem stendur á síðunni þeirra. Endilega skoðið þið Beauty Bandmessage og Power Maxx Vibro. Myndin er NB af Beauty Bandmessage, eyðir appelsínuhúð á no time!

posted by Valþór | 15:08


fimmtudagur, janúar 25, 2007  

Ég virðist bara blogga á fimmtudögum. Hvað skyldi það segja manni? Anyway, þá tók ég mig til í gær og "keypti" minn fyrsta bíl. Verandi á 27. ári er ég kannski seinþroska í þessum málum en ég hef lifað ágætu lífi bíllaus þó sumum hafi þótt það undarlegt. Mynd af þessum nýja vini mínum fylgir síðar en það vantar kannski helst að nefna greyið. Uppástungur takk. Runólfur kemur auðvitað strax uppí hugann þegar litið er til gerðar bílsins. Þar að auki er hann svartur.

<<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>>

Þessi ágæta teikning birtist í blaðinu með stóru béi í morgun. Massa fyndin og ótrúlega lýsandi fyrir ástandið þessa dagana.

posted by Valþór | 19:23


fimmtudagur, janúar 18, 2007  

Google er svo góður vinur minn. Ekki nóg með leitarvélina. Gmail er snilld og óþarfi að ræða það frekar. Google reader heldur utan um þær síður sem ég les og lætur mig vita um uppfærslur svo ég þarf ekki að taka allan rúntinn á netinu. Picasa sér svo um myndirnar mínar. Allt frábær forrit.

<<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>>

This movie was a life-changing experience. I saw some amazing, beautiful, invigorating parts of America. But I saw some dark parts of America, an ugly side of America, a side of America that rarely sees the light of day. I refer, of course, to the anus and testicles of my costar, Ken Davitian. When I was in that scene, and I stared down and I saw your two wrinkled golden globes on my chin I thought to myself, ’I better win a bloody award for this.’
Sacha Baron Cohen

posted by Valþór | 17:41


fimmtudagur, janúar 11, 2007  


Ég talaði um að þessi stytta væri mér ekki alveg að skapi, sér í lagi þar sem hún er af leiðtoga KFUM og K. Einu og hálfu ári síðar læt ég verða af því að birta mynd af henni. Whats wrong with this picture?

posted by Valþór | 21:40


miðvikudagur, janúar 10, 2007  

Sendi öllum Liverpool mönnum hugheilar samúðarkveðjur. Þetta eru erfiðir dagar. The Sun leggur til að svo leikurinn þann 31. mars verði jafn ætti Wenger að íhuga að nota kvennaliðið. Ææ.

posted by Valþór | 16:32


mánudagur, janúar 08, 2007  

Crappy shoe beer! Á spjalli við 4 ára frænku mína var ég staðinn að því að hlusta ekki nógu vel. Í mínum eyrum varð Steina að Steinari og þegar ég sagði hann vera skrýtinn kall kom undrunarsvipur á mína. Þegar misskilningurinn hafði verið leiðréttur hristi hún höfuðið og sagði: Þú ert svo lausheyrinn! Fyrsta nýyrði ársins er því lýsingarorðið lausheyrinn í augljósri merkingu.

posted by Valþór | 16:49
röfl
er að hlusta á
er að lesa
nýlesið
rotnandi