Brain relief
afkvæmi hugsanna minna... hlust´ekki lengur á mig...


miðvikudagur, febrúar 28, 2007  

Nú líður að kosningum og þá þurfa menn (og konur) að gera upp við sig hvað þeir (og þær) ætla að kjósa. Segjum sem svo að mér lítist ekki á neitt af því sem í boði er en í stað þess að sitja heima vill ég nýta mér stjórnarskrárbundinn rétt minn og segja skoðun mína. Þá hef ég val um að skila auðu sem jú ákveðin yfirlýsing. Ef fjöldi manna skilar auðu segir það eitthvað um það sem er í boði. En svo þegar komið er að því að segja frá úrslitum kosninganna þá týnist rödd mín af því að auðu atkvæðin eru talin upp með atkvæðum þeirra sem eru svo forheimskir að kunna ekki að setja eitt x framan við bókstaf. Hvers vegna eru auðir seðlar ekki taldir upp sér? Nöldur.

posted by Valþór | 12:16


föstudagur, febrúar 23, 2007  

Ný colgate túpa og ný tegund. Get ekki fyrir mitt litla líf munað hvað tegundin heitir en skammtarinn er nýr. Greinilega kominn nýr maður í þróunardeildina. Gatið á túpunni hefur bara stækkað hingað til. Nú kemur stjörnumynstur. Hreinlegra og hreinlega skemmtilegra. Hvort þetta verði til þess að fólk noti meira af tannkreminu og colgate hagnist þannig meira kemur í ljós. Hef samt á tilfinningunni að ég noti minna. Pæling. Þetta er svo sannarlega ekki fyrsta tannkremsbloggið mitt.

posted by Valþór | 14:25


föstudagur, febrúar 16, 2007  

Ágústa Eva Erlendsdóttir 2
Rest 0

The glamourous life of Silvia Night. Brill.

posted by Valþór | 22:20
 

Brjáluð vika í svefnrannsóknum búin. 80% starfið reyndist í byrjun amk vera 180% enda margt að læra! Það er farið að vera bara virkilega gaman í vinnunni enda sjálfstæðið orðið meira. Frekar þreytandi fyrstu dagana að vera skuggi annarra. Vá hvað þetta er leiðinlegt blogg.

posted by Valþór | 21:15


föstudagur, febrúar 09, 2007  

Langþreyttur eftir góðu skrensi á vinnumarkaðnum mætti minns glaðbeitttur 1. feb í nýju vinnuna. Gaman. Á laugardag er ég svo orðinn hundveikur. Hangi heima illa haldinn af alls kyns ógeði - hita, hor og að drepast úr helberum leiðindum. Svo ekki sé nú talað um samviskubitið sem beit ansi fast þessa vikuna. En ég er kominn aftur - ég kem alltaf aftur. Jíííha.

posted by Valþór | 22:46
röfl
er að hlusta á
er að lesa
nýlesið
rotnandi