Brain relief
afkvæmi hugsanna minna... hlust´ekki lengur á mig...


föstudagur, nóvember 07, 2008  

Fór við fjórða mann að sjá Sigur Rós í gær. Algjör djöfulsins draumur. For a minor reflection hituðu upp og fóru frábærir. Spiluðu fjögur lög og það tók hátt í 40 mín. Instrumental og mjög þétt. Gítarleikarinn þar er bróðir Georgs bassaleikara Sigur Rósar. Svo komu laaaangar 20 mín í að bíða eftir Sigur Rós. Eftirvæntingin var rosaleg. Svo byrjaði kafbátahljóðið í Svefn-g-englum og allt varð vitlaust. Spiluðu endalaust og voru örugglega með suð í eyrum. Inní mér söng vitleysingur samfellt og gerir enn. Hápunkturinn klárlega Gobbledigook með for a minor reflection á trommum og svo drekktu þeir áhorfendum í confetti sprengju... Yndislegt.

posted by Valþór | 18:37


mánudagur, nóvember 03, 2008  

posted by Valþór | 18:13


laugardagur, september 22, 2007  

Blaðamaður með schizophreniu.

posted by Valþór | 16:14


þriðjudagur, september 04, 2007  


Ja ef þetta er ekki frétt ársins...


posted by Valþór | 15:35


mánudagur, júlí 16, 2007  

Svo sumir hætti að æla...
Þetta er f-y-n-d-i-ð

posted by Valþór | 21:11


miðvikudagur, mars 21, 2007  

Algjör snilldarbók. Dexter Morgan er magnaður karakter. Ískaldur og beittur húmor og fín spenna. Mæli sterklega með henni, eins og reyndar fyrri bókinni. Dexter á Skjá einum er líka að slá í gegn og væntanlega verður önnur sería framleidd. Þriðja bókin, Dexter in the Dark, kemur í september. Kynnið ykkur Dexter á http://www.randomhouse.com/doubleday/dexter/

posted by Valþór | 19:01


sunnudagur, mars 18, 2007  

Helvítis kommar http://visir.is/article/20070318/FRETTIR01/70318075

posted by Valþór | 19:44


þriðjudagur, mars 13, 2007  

The devil wears Prada?

posted by Valþór | 20:13


þriðjudagur, mars 06, 2007  

Ertiggi að gera grín í mig? Af vísi.is:

Fróaði sér yfir farþega
Tvítugur starfsmaður bandaríska flugfélagsins Northwest Airlines hefur verið handtekinn fyrir að fróa sér yfir farþega. Kona sem var farþegi í flugi frá Seattle til Minneapolis var að reyna að sofa og í svefnrofunum fann hún sessunaut sinn snúa sér að henni, þar sem hún hafði snúið sér út á hlið.

Danska blaðið BT segir að maðurinn hafi lyft upp blússu konunnar aftanfrá, og svo staðið upp og farið. Við það vaknaði konan og fann volgan vökva á baki sér, og á fötum sínum og sæti. Hún kallaði á flugþjón sem flutti hana í annað sæti og lét lögregluna vita. Sessunauturinn var handtekinn og á yfir höfði sér sex mánaða fangelsisdóm.


Nánar hér.

posted by Valþór | 18:43


mánudagur, mars 05, 2007  

Ekki fyrr er maður búinn að setja í bakkgírinn á fyrsta bílnum sínum en bréfin eru á leið í póst. Bílaumboðin slást um að bjóða mér einstök tilboð á nýjum bílum. Greinilegt að kerfið virkar. Aldrei friður. Þar fyrir utan hringja bankarnir í lange baner og bjóða mér tilboð á bankaviðskiptum. Keppast um að taka mig sem allra blíðast í rassgatið. Aldrei friður.

<<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>>

Fyrir ekki svo löngu síðan hóaði ég fólki saman í vínsmökkun. Fengum Arnar frá Vínum og mat til að koma og stjórna seremóníunni. Mæli eindregið með þessu. Kvöld sem byrjar fínt og flott og endar svo í góðri drykkju. www.vinogmatur.is

posted by Valþór | 19:39


föstudagur, mars 02, 2007  

Árum saman hefur maður glaðst yfir bjórdeginum 1.mars. Svo vill til að systir mín á afmæli þennan dag og síðustu átján ár held ég að enginn hafi gleymt afmælinu hennar. Að því sögðu vill ég benda á að ég á afmæli 9.maí en að kvöldi þess dags 1988 var frumvarp um afnám bjórbannsins samþykkt á Alþingi. Legg ég til að framvegis verði 9.maí hinn eiginlegi bjórdagur.

posted by Valþór | 16:17


miðvikudagur, febrúar 28, 2007  

Nú líður að kosningum og þá þurfa menn (og konur) að gera upp við sig hvað þeir (og þær) ætla að kjósa. Segjum sem svo að mér lítist ekki á neitt af því sem í boði er en í stað þess að sitja heima vill ég nýta mér stjórnarskrárbundinn rétt minn og segja skoðun mína. Þá hef ég val um að skila auðu sem jú ákveðin yfirlýsing. Ef fjöldi manna skilar auðu segir það eitthvað um það sem er í boði. En svo þegar komið er að því að segja frá úrslitum kosninganna þá týnist rödd mín af því að auðu atkvæðin eru talin upp með atkvæðum þeirra sem eru svo forheimskir að kunna ekki að setja eitt x framan við bókstaf. Hvers vegna eru auðir seðlar ekki taldir upp sér? Nöldur.

posted by Valþór | 12:16


föstudagur, febrúar 23, 2007  

Ný colgate túpa og ný tegund. Get ekki fyrir mitt litla líf munað hvað tegundin heitir en skammtarinn er nýr. Greinilega kominn nýr maður í þróunardeildina. Gatið á túpunni hefur bara stækkað hingað til. Nú kemur stjörnumynstur. Hreinlegra og hreinlega skemmtilegra. Hvort þetta verði til þess að fólk noti meira af tannkreminu og colgate hagnist þannig meira kemur í ljós. Hef samt á tilfinningunni að ég noti minna. Pæling. Þetta er svo sannarlega ekki fyrsta tannkremsbloggið mitt.

posted by Valþór | 14:25


föstudagur, febrúar 16, 2007  

Ágústa Eva Erlendsdóttir 2
Rest 0

The glamourous life of Silvia Night. Brill.

posted by Valþór | 22:20
 

Brjáluð vika í svefnrannsóknum búin. 80% starfið reyndist í byrjun amk vera 180% enda margt að læra! Það er farið að vera bara virkilega gaman í vinnunni enda sjálfstæðið orðið meira. Frekar þreytandi fyrstu dagana að vera skuggi annarra. Vá hvað þetta er leiðinlegt blogg.

posted by Valþór | 21:15


föstudagur, febrúar 09, 2007  

Langþreyttur eftir góðu skrensi á vinnumarkaðnum mætti minns glaðbeitttur 1. feb í nýju vinnuna. Gaman. Á laugardag er ég svo orðinn hundveikur. Hangi heima illa haldinn af alls kyns ógeði - hita, hor og að drepast úr helberum leiðindum. Svo ekki sé nú talað um samviskubitið sem beit ansi fast þessa vikuna. En ég er kominn aftur - ég kem alltaf aftur. Jíííha.

posted by Valþór | 22:46


laugardagur, janúar 27, 2007  


Sólarhringurinn minn hefur verið á hlið undanfarið. Þannig er ég iðulega ekki sofnaður þegar dagskrá skjás eins er öll. Í stað þess að spila þá myndbönd eins og vanalega er nú kominn sjónvarpsmarkaður! Vörutorg takk fyrir góðan daginn. Þarna er til sölu alls kyns drasl á fáránlega háu verði. Gaurinn sem kynnir vöruna er eitthvað krípí. Hef það sterklega á tilfinningunni að hann myndi selja móður sína fyrir slikk og henda ömmu sinni frítt með ef greitt er með Visa.

Ansi margar kynninganna byrja á því að benda á vandamál og þannig byrja þær á “hver kannast ekki við að…” og þannig berst talið að bitlausum hnífum, bjórvömbum og brauðkössum. Þá eru taldir upp hinir óendanlegu kostir þess sem verið er að selja og svo endar þetta á “…og vandamálið er úr sögunni.”

Ég svæfi ekki á nóttunni ef ég ynni við að reyna að pranga þessu inná fólk. Draslið sem er þarna er hreint makalaust. Súkkulaðigosbrunnurinn er í sérstöku uppáhaldi hjá mér sem og salt- og piparkvörn með ljósi! Eruð þið að fokking kidda í mér?!? Á www.vorutorg.is getið þið keypt þessa snilld.

Ég held að ég sleppi því að tala um líkamsræktartækin einfaldlega af því að ég get ekki sagt neitt fyndnara um þau en það sem stendur á síðunni þeirra. Endilega skoðið þið Beauty Bandmessage og Power Maxx Vibro. Myndin er NB af Beauty Bandmessage, eyðir appelsínuhúð á no time!

posted by Valþór | 15:08


fimmtudagur, janúar 25, 2007  

Ég virðist bara blogga á fimmtudögum. Hvað skyldi það segja manni? Anyway, þá tók ég mig til í gær og "keypti" minn fyrsta bíl. Verandi á 27. ári er ég kannski seinþroska í þessum málum en ég hef lifað ágætu lífi bíllaus þó sumum hafi þótt það undarlegt. Mynd af þessum nýja vini mínum fylgir síðar en það vantar kannski helst að nefna greyið. Uppástungur takk. Runólfur kemur auðvitað strax uppí hugann þegar litið er til gerðar bílsins. Þar að auki er hann svartur.

<<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>>

Þessi ágæta teikning birtist í blaðinu með stóru béi í morgun. Massa fyndin og ótrúlega lýsandi fyrir ástandið þessa dagana.

posted by Valþór | 19:23


fimmtudagur, janúar 18, 2007  

Google er svo góður vinur minn. Ekki nóg með leitarvélina. Gmail er snilld og óþarfi að ræða það frekar. Google reader heldur utan um þær síður sem ég les og lætur mig vita um uppfærslur svo ég þarf ekki að taka allan rúntinn á netinu. Picasa sér svo um myndirnar mínar. Allt frábær forrit.

<<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>>

This movie was a life-changing experience. I saw some amazing, beautiful, invigorating parts of America. But I saw some dark parts of America, an ugly side of America, a side of America that rarely sees the light of day. I refer, of course, to the anus and testicles of my costar, Ken Davitian. When I was in that scene, and I stared down and I saw your two wrinkled golden globes on my chin I thought to myself, ’I better win a bloody award for this.’
Sacha Baron Cohen

posted by Valþór | 17:41


fimmtudagur, janúar 11, 2007  


Ég talaði um að þessi stytta væri mér ekki alveg að skapi, sér í lagi þar sem hún er af leiðtoga KFUM og K. Einu og hálfu ári síðar læt ég verða af því að birta mynd af henni. Whats wrong with this picture?

posted by Valþór | 21:40


miðvikudagur, janúar 10, 2007  

Sendi öllum Liverpool mönnum hugheilar samúðarkveðjur. Þetta eru erfiðir dagar. The Sun leggur til að svo leikurinn þann 31. mars verði jafn ætti Wenger að íhuga að nota kvennaliðið. Ææ.

posted by Valþór | 16:32


mánudagur, janúar 08, 2007  

Crappy shoe beer! Á spjalli við 4 ára frænku mína var ég staðinn að því að hlusta ekki nógu vel. Í mínum eyrum varð Steina að Steinari og þegar ég sagði hann vera skrýtinn kall kom undrunarsvipur á mína. Þegar misskilningurinn hafði verið leiðréttur hristi hún höfuðið og sagði: Þú ert svo lausheyrinn! Fyrsta nýyrði ársins er því lýsingarorðið lausheyrinn í augljósri merkingu.

posted by Valþór | 16:49


föstudagur, desember 15, 2006  

Mikið er ég orðinn leiður á öllu þessu heilsukjaftæði á öllum kaffihúsum og veitingastöðum. Andskotans njólarótarte með fíflamjólk og hundasúrusalat út um allt! Lífrænt og sykurlaust og fólkið fölt og horað.

posted by Valþór | 22:21


miðvikudagur, desember 13, 2006  

Í morgun var hringt í mig frá blóðbankanum og mér sagt að þörf væri á mínu blóði fyrir sjúkling. Hitti vel á því ég var á leiðinni suður og því ljúft og skylt að mæta. Óneitanlega góð tilfinning að vita til þess að maður hafi hjálpað. Gefiði blóð.

posted by Valþór | 17:37


þriðjudagur, desember 12, 2006  

Já, því er ekki logið uppá blessuð börnin að þau eru næm. Þetta er annars ein af myndum ársins skv reuters: http://photos.reuters.com/Pictures/default.aspx?WTmodLoc=HP_L1_LeftNav-14

posted by Valþór | 17:51


mánudagur, desember 11, 2006  

Sneeze count today: 87

posted by Valþór | 14:56


föstudagur, desember 08, 2006  

Auðvitað vill Eyþór Arnalds fá tvöfaldan veg yfir Hellisheiði. Það er svo miklu auðveldara að keyra fullur ef nægt er plássið.

posted by Valþór | 15:24


þriðjudagur, desember 05, 2006  

Hey Cynthia, Amanda hringdi og vill fá Corky heim

Einhvern veginn var þetta ekki alveg það sem ég ímyndaði mér þegar ég heyrði að Cynthia Nixon væri lesbísk, me and my perverted mind. Ástin er blind, staurblind.

posted by Valþór | 11:42


þriðjudagur, nóvember 28, 2006  

Aumingjans Kevin Federline, K-Fed eða Fed-Ex. Virðist ekki margt ætla að ganga upp hjá kappanum. Dans, leiklist, fyrirsætustörf, wrestling, hjónabandið og svo blessað rappið. Því miður (sem betur fer?) hef ég ekki heyrt neitt af músíkinni hans en það ku reyndar ekki vera neitt til að missa af. Á www.metacritic.com er platan hans neðst allra á lista, ever... Metacritic hefur verið starfandi síðan 2000 svo samkvæmt gagnrýnendum hefur ekki komið út verri plata á þessari öld. Sé litið á meðalskorið, 15 af 100, er óhætt að gera ráð fyrir að fáar plötur verði hreinlega verri á 21.öldinni. Til samanburðar fær plata Backstreet Boys frá 2005 40/100. Aumingjans K-Fed...

<<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>>

Svo er ógeðslega kúl málþing á fimmtudag sem enginn viti borinn maður má láta fram hjá sér fara --> www.centrum.is/biologia

posted by Valþór | 16:53


mánudagur, nóvember 20, 2006  

Ég hef aldrei skilið hvernig fólk getur setið á klósettinu löngum stundum eftir að það hefur klárlega lokið því sem ætti að teljast aðaltakmark klósettfararinnar. Finnst fólki svona eftirsóknarvert að sitja í eigin skítalykt? Þætti gaman ef einhver gæti útskýrt fyrir mér gleðina í því að sitja á dollunni lengur en nauðsyn krefur. Sjálfur hef ég þurft að þola gagnrýni fyrir að vera of fljótur að skila verkinu af mér.

Og að lokum þetta… Hvort er betra fyrir umhverfið, budduna og samviskuna að nota örfá blöð af góðum hvítum pappír eða mikið af endurunnum krepara?

posted by Valþór | 16:53


miðvikudagur, nóvember 15, 2006  

Í ljósi allra þeirra tæknilegu mistaka sem hafa komið fyrir sjónir almennings að undanförnu þykir mér rétt að taka fram að ég er sjálfur aðeins tæknileg mistök.

posted by Valþór | 14:48


þriðjudagur, nóvember 14, 2006  

Sá loksins Borat í gær. Jesús Kr. Jóspesson hvað þetta er fyndin mynd. Gekk lengra en mér datt í hug. DVD með aukaefni gæti verið hreint gull.

You mean the person that put plastic fist in my anus is homosexual?

posted by Valþór | 15:16


sunnudagur, nóvember 12, 2006  

Það er um að gera að að kynda upp í mönnum fyrir stórleiki. Svona dagur er of fallegur (ennþá amk) til að sleppa því að senda púllaranum Þórhalli sms:

: Vona að þú munir að fara með bænirnar þínar góði minn...
ÞH: Við erum með guð í framlínunni :) (Fowler)
: Guð er dauður! Nietzsche drap hann.

posted by Valþór | 14:30


miðvikudagur, nóvember 08, 2006  

Nöldur

Átti að mæta á fund eftir hádegið í gær og hugsaði mér gott til glóðarinnar og fór á kaffibrennsluna til að fá mér eitthvað. Kaffibrennslan var mitt annað heimili á tímabili og er staður sem ég fíla. Nema hvað nú er búið að breyta öllu. Gekk inn og það er búið að mála. Engir skítugir veggir lengur. Sömu borð nema lökkuð svört. Rautt leður og sófar. Öðruvísi. Ég hugsaði með mér ok... þetta er svosem snyrtilegt... gef þessu sjéns.

Engir matseðlar á borðunum. Spyr. Réttirnir eru á krítartöflunni gömlu. Les. Lykilorðin á töflunni eru spelt (síendurtekið), hýðisgrjón og boost. Smjörsteikta samlokan greinilega ekki í tízku. Æji ég fæ mér bara kaffi.

Tvöfaldur latté í stóru glasi er drykkurinn. Einfalt. Maður fær sér ekkert annað á kaffibrennslunni. Panta. "Sörverum ekki lengur í stóru glasi" segir maðurinn á bakvið barinn. Hakan á mér skellur í gólfið. Til hvers að hafa staðinn opinn... Prump.

posted by Valþór | 13:18


miðvikudagur, nóvember 01, 2006  

Sökum stöðu minnar á vinnumarkaði gatles ég blöðin þessa dagana. Lítil frétt í Fréttablaðinu í gær er þess verð að á hana sé minnst. Þar er lýst hvernig tæknimaður á setti nýjustu myndar Leo DiCaprio og Jennifer Connelly missti hendi þegar sprengja sprakk í höndum hans. Svo sem ekkert við það að athuga. Fréttinni fylgir mynd af DiCaprio og textinn undir myndinni er: Lenti í því að tæknimaður missti hendi við upptökur á nýjustu mynd sinni "Blood Dimond".

Aumingja hann að lenda í þessu. Svakalega hlýtur hann að eiga erfitt. Asnar.

posted by Valþór | 13:07


mánudagur, október 30, 2006  

Limbó í limbói

Það vakti athygli mína um daginn þegar fréttist að Vatíkanið hefði áform um að leggja limbóið niður. Ekki þó hinn sívinsæla partýleik heldur það sem kallast forgarður helvítis. Óskírð börn komast ekki inn í himnaríki vegna erfðasyndarinnar og lenda í forgarði helvítis sem mun vera án kvala þó. Þetta hefur löngum valdið mörgum foreldrum innan kaþólsku kirkjunnar ama.

Þetta er náttúrulega hið mesta vesen og því ræða menn nú um að leggja þetta bara niður svo óskírð börn komist í himnaríki. Merkilegt. Ætli það séu nú ekki einhverjir fleiri vankantar á trúnni sem má sníða af? Mér þykir þetta nú líka benda til þess að trúin sé uppspuni okkar mannanna en ekki af guði gerð. Annars má geta þess í framhjáhlaupi að múslimar trúa því að öll börn séu fædd saklaus.

posted by Valþór | 20:33


sunnudagur, október 29, 2006  

Ég er búinn að vera sæmilega duglegur við sjónvarpsgláp undanfarið enda aðstæðurnar aðrar en ég er vanur og þar að auki óteljandi stöðvar í boði. Nú er svo komið að ég er húkkt á globe trekker þáttunum, sérstaklega þeim sem Ian Wright er í. Algjör helber snilld og maður dauðöfundar hann af flakkinu.

<<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>>

Svo er ég búinn að drekka fullt af bjór. Auðvitað er ég búinn að smakka nýja íslenska bjórinn. Allt þykir mér gott við hann nema nafnið; Kaldi. Ekki það að ég hafi betri uppástungu en Kaldi? En hann er þrusugóður.

<<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>>

En ég drekk ekki bara bjór. Ég drekk líka hvítvín. Ætla ekki að ræða það núna heldur er ég líka byrjaður að æfa á fullu. Búinn að mæta á æfingu alla daga vikunnar og er því undirlagður af harðsperrum. Þreytandi en stendur allt til bóta.

posted by Valþór | 19:46


fimmtudagur, október 26, 2006  

Ég hef verið ótrúlega trúr þessu útliti á síðunni. Allt frá fyrsta degi, sem var 21.okt 2002, hefur síðan litið svona út. Nú er það spurningin... á maður að breyta til eða láta það sem virkar vera? Hvað segir þú?

posted by Valþór | 15:45


miðvikudagur, október 25, 2006  

Ég er ekki maður sem er gjarn á að taka áhættur. Ég er átakanlega lítið kærulaus. Þessu hef ég haft hug á að breyta og í dag tók ég skref í þá átt. Það kostaði þó lítinn svefn, höfuðverk og hugsanaflækjur en eftir stend ég sáttur. Svo er allt annað mál hvort áhættan eigi eftir að borga sig.

Það er alltaf auðvelt að segja já því þá veit maður nákvæmlega hvað maður fær. Að segja nei finnst mér erfiðara því hver veit hvað verður þá. Held að ég sé of gjarn á að segja já og þess vegna sagði ég nei í dag.

<<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>>

Fyrir nokkrum vikum komu amma og afi til mín og spurðu hvort ég gæti skutlað þeim útá flugvöll í dag. Ég hélt það nú, atvinnulaus maðurinn. Þau eru fyndin gömlu hjónin, komin á áttræðisaldur. Þau vildu endilega að ég myndi æfa mig á jeppanum þeirra áður en ég myndi skutla þeim! Ég reyndi að draga úr því og hafði sigur að lokum og skutlaði þeim áðan, alveg óæfður. Þau fengu mig þó til að koma heim til sín til að kenna mér á bílskúrshurðaopnarann. Magnað apparat eða þannig.

<<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>>

Kláraði í gær einhverja fyndnustu bók sem ég hef lesið á ævinni. Það er ekki oft sem maður hlær upphátt við lestur. Heitir Ricky Gervais presents The World of Karl Pilkington. Samanstendur af samtölum milli þeirra og Steve Merchant en Ricky og Steve gerðu auðvitað Office og Extras. Karl vann með þeim í útvarpi og í fyrsta sinn sem hann opnaði munninn fyrir framan þá sáu þeir að þeir voru með demant í höndunum. Þættir þeirra voru gefnir út á podcast og urðu ótrúlega vinsælir.

Lesið um Karl Pilkington hér: http://www.rickygervais.com/karlpilkington.php

posted by Valþór | 14:33


fimmtudagur, október 05, 2006  

Ég er ekkert hættur að blogga. Ég er búinn að blogga fullt en það hefur bara aldrei náð á “blað”. Og þar af leiðandi er ég búinn að gleyma því öllu. Oh well…

<<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>>

Skrýtið (skrifa alltaf með ufsilon) þegar fólk brúkar ryksugur sínar að það skuli alltaf vera að ryksuga. Er ekki réttara að viðkomandi sé að ryksjúga? Suga hlýtur að sjúga. Kannski er þetta eitthvað svipað og maður skrifar brjóstsykur en býður svo fólki alltaf brjóstsyk eins og það sé svo erfitt að bæta örlitlu –ur í endann…

<<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>>

Annars er það ansi merkileg upplifun að vera atvinnu- og heimilislaus. Fékk inni á Smáraflötinni og það væsir svo sem ekki um mann þar. Flutningar eru án efa með því leiðinlegra sem hægt er að stunda. Ótrúlegt hvað safnast fyrir af drasli á stuttum tíma. Ég er þó ófeiminn við að henda hlutum (Sindri – hvernig flytur þú???). Í atvinnuleysinu (sem ég skilgreini reyndar sem frí til að friða sjálfan mig) hef égkeppst við það að gera eitthvað á hverjum degi – skilja eftir eitthvað product eftir hvern dag en hugmyndirnar eru af skornum skammti. Atvinnubloggmennska er kannski málið. En nú er málið að ná sér í vinnu og þ.a.l. pening svo maður geti svo gert einhverja vitleysu. Er á leið í viðtal á morgun – jei.

posted by Valþór | 14:14


þriðjudagur, september 19, 2006  



Algjör klassík!

posted by Valþór | 12:51
 

Af www.mbl.is

Kvikmyndastjarnan Lindsay Lohan var flutt á sjúkrahús eftir að hún rann til og datt í samkvæmi Milk Studios á tískuvikunni í New York síðastliðinn föstudag. Leikkonan mun hafa brákað á sér úlnliðinn og segir fjölmiðlafulltrúi hennar Leslie Sloane Zelnik að fram muni fara opinber rannsókn á því hvað gerðist enda sé ljóst að öryggi gesta hafi ekki verið nægilega tryggt í samkvæminu.

Já. Opinber rannsókn. Þetta er náttúrulega hneykslismál af stærstu gerð. Í dag kemur svo fram í Fréttablaðinu að hún hafi verið í flatbotna skóm. Ég vona bara að það sé í lagi með hana.

posted by Valþór | 10:48


mánudagur, september 04, 2006  


Greyið kallinn hann Steve Irwin bara dauður. Náði að verða 44 ára sem er ekki alslæmt fyrir fólk með Downs heilkenni.

posted by Valþór | 14:55


fimmtudagur, ágúst 31, 2006  



Eigum við að ræða þessa mynd eitthvað? Þarna er í gangi tiltekt í suðurhluta Beirút eftir tilburði Ísraela. Maður fær bara illt í magann.

posted by Valþór | 13:00


þriðjudagur, júlí 18, 2006  

Þetta er stór partur af vandamálinu. Er ekki óþarfi að ala endalaust á hatri? Þetta eru ungar ísraelskar stúlkur að skrifa skilaboð og teikna ísraelska fánann á sprengjur ætlaðar nágrönnum þeirra í norðri.

posted by Valþór | 14:44
 

Byrja í ör-sumarfríi á morgun og sumarið er að koma á allan hátt. Getur það verið betra?

Brother bought a coconut, he bought it for a dime
His sister had another one, she paid it for a lime.
She put the lime in the coconut, she drank them both up
She put the lime in the coconut, she drank them both up
She put the lime in the coconut, she drank them both up
She put the lime in the coconut, she called the doctor, woke him up,
And said, "Doctor, ain't there nothin' I can take,
I say, Doctor, to relieve this belly ache?
I say, Doctor, ain't there nothin' I can take,
I say, Doctor, to relieve this belly ache?" ...

posted by Valþór | 10:26


miðvikudagur, júlí 12, 2006  

Ye old irish days voru skemmtilegir. Pjartý og drykkja, ölvun og ólæti. Fann upp nýjan ljótudans þannig að nú er ég örugglega viss um að þeir örfáu sem enn héldu mig heilan á geði vita betur. Jei. Styttist í að ég fái roomie svo nú er þörf fyrir þrif og átakanlega tiltekt. Áfram ég.

posted by Valþór | 11:40


föstudagur, júlí 07, 2006  

Þegar ég í morgun, andfúll og myglaður, setti tannkremsröndina á tannburstann minn fór ég að spá í hvernig í andskotanum þessar rendur eru settar í túbuna...

posted by Valþór | 12:43


þriðjudagur, júlí 04, 2006  


Þetta birtist í Fréttablaðinu í gær. Annað hvort er blaðamaðurinn húmoristi eða tregur.

posted by Valþór | 09:17


mánudagur, júní 12, 2006  

Verandi ókreatívur með afbrigðum þessa dagana læt ég vini mína í Færeyjum um að vera fyndna fyrir mig.

Tilboð frá Kalli
Tilboð frá Kalli Kall er í gávuhýri! Allir Frælsiskundar fáa 150 ókeypis SMS-boð hendan mánaðin.
Kall

http://www.kall.fo/Default.asp?sida=229&TidindiID=94

posted by Valþór | 14:41


föstudagur, maí 12, 2006  

Doktorsnemar í klínískri kynjafræði... snilldin ein.

www.baggalutur.is

posted by Valþór | 14:20


miðvikudagur, maí 10, 2006  

Ég verð að fá að óska góðvini mínum og samstarfsfélaga til hamingju með glæsilegan árangur. Tók danina í nösina með einari. 14-2 hvað... Íslenska innrásin heldur áfram. Svo er þetta svo fín mynd. Fréttin hér http://www4.landspitali.is/lsh_ytri.nsf/htmlpages/index.html

posted by Valþór | 17:34


fimmtudagur, maí 04, 2006  

Á rúntinum okkar um Ungverjaland, Slóveníu og Austurríki keyrðum við um á Suzuki Ignis. Kvikindið það var útbúið 1.3 lítra "vél" og 5 gíra beinskiptingu. Hjólkoppalaus en splunkunýr, rétt keyrður 300 kílómetra. Þetta er skýrt dæmi um pís off sjitt kar. Þennan bíl keyrðum við um sveitir og á hraðbrautum og útkoman var alltaf eins; óóóókei. Hraðskreiður myndi þessi bíll seint teljast þó svo að um stundarsakir hafi mælirinn sýnt 150 km/klst. Sjaldan hef ég komist nær dauðanum en á því augnabliki. Það má öllum ljóst vera að hrein og klár efnahagssjónarmið réðu vali á bíl. Ég hef svosem keyrt nokkra bílana um dagana en tveir þeir verstu (og ég hef keyrt Trabant) voru báðir Suzuki, þessi og svo Baleno sem er hreint og klárt drasl. Trabantinn hafði þó karakter. Hér er mynd af bílnum á bílastæði í Bled í Slóveníu. Síðar heyrði ég að Bled þýddi hóra í mörgum austur-evrópskum tungumálum, þó ekki slóvensku. Gaman að því.

<<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>>

Ég er búinn að klóra mig í gegnum nokkrar bækur síðan á jólum. Síðan ákvað ég að nú væri kominn tími á Laxness. Verslaði mér Sjálfstætt fólk í kilju og byrjaði. Ég er búinn með 100 bls og nú hefur hún legið á náttborðinu í tvo mánuði án þess að ég hafi opnað hana. Ég verð bara að segja að mér finnst þetta leiðinleg bók. Það gerist ekkert. Tómar lýsingar á fjöllum og dölum, heilu blaðsíðurnar af engu nema ræpu. Kannski klára ég hana einhvern tíma en það verður þá bara til að geta sagst hafa lesið hana og fundist hún leiðinleg.

posted by Valþór | 17:16


fimmtudagur, apríl 27, 2006  


Greinin mín var birt í dag.

posted by Valþór | 18:12


miðvikudagur, apríl 26, 2006  

Við heimsóttum Piran í Slóveníu um daginn. Piran er vestasti hluti landsins og liggur við Adríahafið. Í kringum bæinn hafa í gegnum aldirnar verið byggðir virkisveggir, þeir elstu frá um 7-800. Bærinn er ótrúlega sjarmerandi en það sem við tókum fyrst eftir var fáni héraðsins. Það er eitthvað kunnulegt þarna... Meira um Piran hér http://www.portoroz.si/EN/default.asp?id=545

posted by Valþór | 11:29


mánudagur, apríl 24, 2006  

Það er eitthvað dásamlegt við að vera að keyra í Austur-Evrópu og láta segja sér af manni sem talar enga ensku að maður sé ekki í því landi sem maður taldi sig vera. Krikket...

posted by Valþór | 12:58


mánudagur, apríl 03, 2006  

Ég fékk, tja… athyglisverðan tölvupóst um daginn. Það var engin önnur en Cat Sufrich sem sendi mér hann. Vill nú ekki pósta e-mailum hérna á blogginu enda hafa hafa menn lent í málsóknum vegna slíkra athafna. Ég get þó upplýst um innihaldið.

Þessi ágæta koma byrjar á því að heilsa, eins og reyndar venjan er í tölvupósti. Hún segist hafa rambað inn á síðuna mína (þá gömlu fyrir þá sem til þekkja) leitandi að textum við tónlist. Þá segist hún ekki tala íslensku (ótrúlegt en satt) en telur sig vita að ég tali ensku. Hún vildi bara hrósa mér fyrir hreina en gamla heimasíðu. Þá taka við hennar lýsingar á sjálfri sér. 58 ára gömul er hún, mótorhjólagella (e. biker) af blönduðum uppruna, n.t.t. amerískur indjáni/þýsk. Vissulega einkar áhugaverð blanda það. Þá reynist hún vera fædd og uppalinn í Pennsylvaníu, USA. Að lokum bendir hún mér á heimsíðuna sína, sem hún reyndar hefur misst áhugann á, en ég gæti haft áhuga á. Hana má finna hér: http://www.poconobiker.bravehost.com/

Svo til að setja kirsuberið á toppinn sendir hún mér þessa líka fínu mynd af sér. Og til að fyrirbyggja misskilning eða vantrú þá er hvert eitt og einasta orð í þessum pistli dagsatt.

posted by Valþór | 14:31


fimmtudagur, mars 30, 2006  

Að bíða í 9 tíma á flugvelli í Frankfurt er ekki mín hugmynd um góða skemmtun en það gerði ég nú samt á leiðinni til Búdapest um daginn. Meðal þess sem ég gerði til að stytta mér stundirnar var að lesa sorpritið Daily Mirror. Þar rakst ég á "skemmtilega" frétt. Fyrirsögnin var Dad boiled in fetish suit. Þar sagði frá hinum 35 ára gamla McDonalds starfsmanni Robert Garnett. Hann hafði tekið inn of stóran skammt af kókaíni íklæddur vínyl gallanum sínum, eða eins og segir í fréttinni as he wore a fetishist-style gimp outfit seen in the film Pulp Fiction. Allt þetta leiddi til þess að aumingjans rænulaus maðurinn ofhitnaði í gúmmígallanum sínum svo á honum sauð leading to a build-up of brain fluid og þannig mætti maðurinn skapara sínum. Kjánaprik. Boðskapur sögunnar er því að blanda ekki kókaín ofneyslunni sinni saman við vínyl blæti.

posted by Valþór | 15:58


fimmtudagur, mars 16, 2006  

Nú hef ég ekki séð stórmyndina brókbekk mánten en skv. því sem ég hef heyrt gengur kynlíf þeirra félaga snuðrulaust fyrir sig. Engar bollaleggingar um hver hafi hvaða hlutverk ef svo skyldi kalla. Annar rennur bara ljúft á bak hinum. Nú eru þeir kúrekar (tæknilega séð fjárhirðar) og því mikið á hestbaki. Skyldi það nú ekki vera óþæginlegt fyrir “viðtakandann”? Hnossast um hlíðarnar verandi nýbúinn að fá árlega þeysireið… Spyr sá sem ekki veit.

posted by Valþór | 14:49


þriðjudagur, mars 14, 2006  

Undarleg lægð gengur yfir bloggheima. Önnur hver síða liggur í dvala og þessi hér hefur nú ekki beint verið upplífgandi undanfarið. Kannski rætist úr því.

Nú fara fram Vetrarólympíuleikar fatlaðra á Ítalíu. Magnað fyrirbæri. Í gær sá ég sýnt úr bruni blindra! Voðalega finnst mér ég vera mikill aumingi þegar ég sé þetta. Ég er ömurlegur á skíðum og myndi engan veginn treysta mér í að bruna niður brekku. Að vísu skíðar "sjáandi" á undan hinum blinda og er sjálfsagt með kúabjöllu á rassinum eða e-ð en mér er bara alveg sama!

Svo var einn ágætur íþróttafréttamaður að segja frá skíðagöngu. Hann talaði um sitjandi göngu. Hmmm, ég sá keppendurna og margir hverjir voru algjörlega fótalausir og aðrir lamaðir og sátu á einhvers konar stól og hömuðust sem mest þeir máttu með höndunum. Þeir voru sko ekkert að ganga neitt. Það er heldur ekkert til sem heitir sitjandi ganga… come on. Á ensku heitir þetta cross country skiing og er vanalega kallað skíðaganga á íslensku en ef engar eru lappirnar þá verður ekki langt gengið…

posted by Valþór | 10:46


miðvikudagur, febrúar 22, 2006  

Ég eignaðist bók um daginn sem heitir Leiðarvísir í ástamálum. Þetta er samsteypa smárita sem komu út á 3. áratug síðustu aldar sem ætluð voru til að veita hagnýt ráð í ástamálum. Rit sem ber heitið Leiðarvísir í ástamálum fyrir unga menn hefst svona:

Sannleikurinn er sá, að það er eigi eins auðvelt og þú kannt að hyggja, að vinna hylli kvenna. Ég á hér auðvitað eigi við þær konur, er rápa á kvöldin fram og aftur um göturnar í þeim tilgangi að kynnast karlmönnum, heldur þær, sem eru þess virði, að sóst sé eftir ást þeirra eða vináttu.

Síðar stendur:

Iðkið íþróttir, sagði ég. Já, gott og vel! En þar með er ekki sagt, að eigi megi of langt ganga í því efni. Tökum til dæmis knattsparkið hérna í Reykjavík, sem iðkað er nú orðið af meira kappi en forsjá. Að mínu áliti gerir knattspark í óhófi menn eintrjáningslega og einhliða. Þeir geta eigi um annað hugsað né talað. Geta má nærri, að konur hafa ekki gaman af því.

Og þetta er jú líka mikilvægt:

Ef unnusta þín kann eigi að búa til mat, sauma léreftsfatnað o.þ.l., þá skaltu láta hana [já láta!] læra það áður en þú gengur að eiga hana.

Í Leiðarvísi í ástamálum fyrir ungar stúlkur er ýmislegt sem er forvitnilegt. Einn kafli tekur á því Að lita andlitið:

Það virðist færast í vöxt, að konur liti andlit sitt með ýmsu móti og ævinlega í þeim tilgangi að sýnast fallegri en þær eru í raun og veru. … Þú getur með mörgu móti varðveitt fegurð þína, en til “smínksins” máttu aldrei grípa. Lauslætiskonan – sem er litljót – á að hafa einkarétt til að “smínka” sig.

Hreinlæti er líka mikilvægt:

Baðaðu allan líkamann við og við og þvoðu hár þitt að minnsta kosti einu sinni í mánuði. …og andrammar konur er ekkert spaug að kyssa.

Þá er líka nauðsynlegt að vita að áfengi getur engin kona verið þekkt fyrir að kaupa.

Heimild: Leiðarvísir í ástamálum, Söguspekingastifti Hafnarfirði 2003.

posted by Valþór | 10:54


fimmtudagur, febrúar 09, 2006  

Nú er svo komið að ég er sannfærður um að Grammy verðlaunaafhendingin á alls ekkert skylt við tónlist. U2 fengu 5 Grammy verðlaun fyrir einhverja verstu plötu sem þeir hafa gefið út. OK ég er ekki sérstakur U2 aðdáandi en ég hef náð að kreista útúr hörðum aðdáendum ófögur orð um þessa plötu. U2 eru útbrunnir. There... I said it. Þá ber að nefna ást Ameríkana á Mariah Carey. Hún fékk þrenn verðlaun. Hún hlýtur að hafa sofið hjá öllum sem greiddu atkvæði. Þvílíkur rusl tónlistarmaður.

posted by Valþór | 12:57


þriðjudagur, febrúar 07, 2006  

Það var nú ekki meiningin að breyta þessu í einhvern bókmenntavef en það breytir ekki staðreynd að ég er búinn með tvær góðar bækur. 11 minutes eftir Paulo Coelho og Sideways eftir Rex Pickett. Leigði svo Sideways um helgina í von um að hún yrði jafngóð og bókin... sem gerist í 0.2% tilfella og því miður var þetta ekki eitt þeirra. Ekki það að hún hafi ekki verið fín, bókin bara gaf svo mikið meira. Hvaða myndir hafa jafnast á við bækurnar sem þær eru gerðar eftir? Dettur bara ein í hug sem kemst nálægt því að vera svipað góð bókinni og það er The Pianist.

posted by Valþór | 11:48


þriðjudagur, janúar 31, 2006  

Já nú er það svart. Það er svo komið að maður er langt frá því að vera meðalkona að þyngd. Reyndar þarf að fara aftur til ársins 1968 til að ég sé meðalkona að þyngd. Á tæpum 30 árum hafa Íslendingar þyngst um rúmlega átta kíló. Núna er meðalkonan 73,1 kg og meðalkarlinn 87,9 kg. Sko engin meðalmennska á þessum bæ.

Og enn þraukar Sonja Haralds í hungurverkfallinu. 67 dagar eiga að vera liðnir síðan hún hóf verkfallið. Þann 8.des síðastliðinn var því slegið upp á forsíðu DV í 146 punkta letri að Sonja væri "Við dauðans dyr í Fossvogi." Í DV í dag kemur hins vegar fram að hún nærist aðeins á ávaxtasöfum og stöku eggjum. Kannski þetta beri vott um breytta ritstjórnarstefnu á DV.

posted by Valþór | 13:17


miðvikudagur, janúar 25, 2006  

Á mbl.is í morgun birtist frétt undir fyrirsögninni Breskir táningar telja vísindastörf ekki vera fyrir venjulegt fólk. Þar segir m.a. að um 70% sögðust ekki sjá venjulegt, ungt og aðlaðandi fólk fyrir sér sem vísindamenn. Hvaða hvaða!!! Enn frekar sögðu þeir sem ekki vildu verða vísindamenn að maður yrði alltaf þunglyndur og þreyttur og hefði engan tíma fyrir fjölskylduna og önnur sagði að þeir eru allir með stór gleraugu og í hvítum sloppum og ég er kona.

Þetta er hreinlega hneyksli! Allir vita jú að vísindamenn eru afburða svalir. Að vísu er nokkuð til í því sem kemur fram þarna í seinni partinum... Og ekki nema rúmlega þriðji hver nemandi taldi vísindamenn vera afburðagáfaða.

posted by Valþór | 09:38


föstudagur, janúar 20, 2006  

Fyrir jól keypti ég mér bók í Pennanum. Sá hana fyrst á íslensku og hét hún þá Dexter í dimmum draumi. Aftan á henni stóð að hún segði frá raðmorðingja sem væri blóðmeinafræðingur hjá lögreglunni í Miami. Þetta kitlaði mig e-ð svo ég fann ensku útgáfuna sem heitir Darkly Dreaming Dexter. Aftan á henni stendur hins vegar að Dexter sem jú vissulega raðmorðingi en það hann sé blood spatter analyst, sumsé vísindamaður sem spáir í blóðslettur. Hvernig má það vera að fólk þýði þetta sem blóðmeinafræðingur? Blóðmeinafræðingar eru læknar sem fást m.a. við hvítblæði og slíkt. Þessi staðreynd að svo virtist sem um óvandaða þýðingu væri að ræða og sú að enska útgáfan kostaði u.þ.b. 25% af verði hinnar íslensku urðu til þess að ég keypti þá ensku. Bókin er annars hin ágætasta skemmtun þó krimmar hafi aldrei heillað mig. En í guðanna bænum ekki kaupa íslensku útgáfuna.

posted by Valþór | 11:17


miðvikudagur, janúar 18, 2006  



Hvað er maðurinn að spá!?! Þessir skór passa náttúrulega engan veginn við búninginn!

posted by Valþór | 12:59


þriðjudagur, janúar 17, 2006  

Sjálfsagt var plokkfiski troðið í mig þegar ég var of ungur til að rífa kjaft yfir því hvað færi inn fyrir mínar varir. En þegar ég komst til "vits" og ára lét ég öllum illum látum þegar minnst var á að snæða plokkfisk. Ég sé það núna að ég hafði ekki hugmynd um hvort plokkfiskur væri góður eður ei. Nafnið eitt vakti með mér einhverjar tilfinningar sem sögðu mér að þetta væri óæti hið mesta. Sannleikurinn er sá að ég hafði ekki hugmynd um hvernig þetta bragðaðist né heldur hvað væri í þessu. Ég man eftir að hafa séð plokkfisk hjá ömmu og að mér fannst þetta verulega ólystugt, allt loðið og lymskulegt. Nú á Þorláksmessu smakkaði ég plokkfisk í fyrsta sinn á fullorðinsárum og fannst hann vitanlega góður. Í gær bar það til tíðinda að ég eldaði mér plokkfisk. Held að ég neyðist til að biðja foreldra mína og aðra sem málið varðar opinberlega afsökunar á öllu mínu tuði og leiðindum þegar plokkfisk hefur borið á góma. Ég vissi ekki betur.

posted by Valþór | 16:02


mánudagur, janúar 16, 2006  

Í gær rakst ég á yndislega frétt á textavarpinu:

Á þriðja hundrað manns mætti á baráttufund um bættar samgöngur á milli þéttbýlisstaða á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var í Bolungarvík í gær. Sveitarfélögin á svæðinu og áhugahópur um samgöngumál héldu fundinn. Til stóð að samgönguráðherra væri með erindi en hann komst ekki vegna ófærðar.

Kóm- og írónískt...

posted by Valþór | 11:50


föstudagur, janúar 13, 2006  

Hefur einhver séð gamla gaurinn á bláa Lexus jeppanum sem blastar alvöru köntríi á rúntinum niður Laugaveginn með allar, og þá meina ég allar, rúður niðri? Og við erum ekkert að tala um að blasta eins og fullorðið fólk blastar. Heldur að blasta eins og 17 ára Selfyssingar blasta Scooter, eða Yann ;)

posted by Valþór | 20:48


þriðjudagur, janúar 10, 2006  

Ég gerðist djarfur síðastliðinn föstudag og fór í strætó. Þetta þykir sjálfsagt ekki fréttnæmt á mörgum heimilum en ég hef ekki farið í strætó síðan árið 2003. Og þessi ferð var líka engin venjuleg strætóferð. Ég fór í strætó uppá Akranes hvorki meira né minna. Samgöngubót segja margir og kannski ekki skrýtið. Ferðin gekk svosem hið besta. Tók leið 15 frá Hlemmi og skipti yfir á leið 27 í Mosó. Það eina sem hreyfði við mér í þessari ferð var vagnstjórinn á seinni leggnum. Það var sko hvorki meira né minna en Haffi handakrikamorðingi sem margir Skagamenn muna kannski eftir... kannski ekki. Alltaf gaman að sjá þessar týpur aftur sem maður hræddist sem krakki. Gaurinn hefur reyndar ekkert breyst á þessum tæpu 20 árum.

posted by Valþór | 15:21


mánudagur, janúar 09, 2006  

Já maður á víst bloggsíðu. Bara að minna á mig. Fjölskylduleg helgi að baki. Annars óttalega lítið að gerast. En svona til að segja e-ð þá segi ég að Jón Baldvin verði næsti forseti. Munið hvar þið lásuð það fyrst.

Er Sigrún að fara að rústa þessari kosningu? http://www.visir.is/misc/KTHForm.aspx

Lag dagsins er Wake Up með Arcade Fire.

posted by Valþór | 11:33


þriðjudagur, desember 20, 2005  

Allt frá því að ég var minni strákur hef ég haft gaman af öllum bókaauglýsingunum fyrir jólin. Þær eru eins misjafnar og þær eru margar. Sumar eru ansi slæmar. Stundum eru notaðir frasar úr gagnrýni sem eru fljótir að hverfa af skjánum. Orð eru gripinn úr setningum og hent inn eftir hentugleika.

Spennandi... góð... heldur manni við efnið... getur verið komið úr dómi sem segir að bókin gæti verið spennandi ef henni tækist að halda manni við efnið en er góð fyrsta tilraun höfundar. Svo er líka spurning um hvaðan gagnrýnin er komin. Ég t.a.m. tek ekki ofsalega mikið mark á því sem Sirrý segir um bókina hennar Steinunnar Ólínu eftir að hún er búin að vera í þættinum hjá henni í klukkutíma og fá bónorð og hvað eina... Eða ef að gagnrýnin er komin úr Kvöldþættinum með Guðmundi Steingrímssyni. Maður á ekki von á því að stjórnendur sjónvarpsþátta fái rithöfunda í settið og segi þeim að bókin hafi eiginlega ekki höfðað til þeirra.

Ein auglýsing ber þó af þetta árið. Mig minnir að það sé Skrudda sem gefi út þessa bók. Um er að ræða íslenska þýðingu á sögu Jörundar Hundadagakonungs. Í auglýsingunni er sagt "ævisaga Jörundar Hundadagakonungs er ævintýralegri en orð fá lýst." Hmmm...

posted by Valþór | 11:14


miðvikudagur, desember 14, 2005  

Undanfarna daga hef ég rannsakað náið viðbrögð við stressi. Hef komist að áhugaverðum niðurstöðum sem ég er tilbúinn að ræða sé á því áhugi. Já vörnin mín var semsagt í gær. Stress mikið en þegar ég komst af stað leið mér bara býsna vel. Gekk betur en ég hafði þorað að vona svo ég var mjög sáttur við þetta. Biðin er bara það versta sem til er. Óvissan. En um leið og skriður kemst á málin er þetta meira að segja bara nokkuð gaman. Þannig að þessum áfanga er eiginlega lokið og þá er það bara að finna sér annan…

Endilega lesa frábæran pistil hjá deiglu-dísu http://www.deiglan.com/index.php?itemid=9391

posted by Valþór | 14:29


sunnudagur, desember 11, 2005  


Ég tók breik í gær frá fyrirlestrinum og fór að sjá Antony and the Johnsons í Fríkirkjunni. Var með versta sætið í húsinu en ekki einu sinni það gat spillt tónleikunum. Stóð alla tónleikana og sá framan í Antony á milli bita í handriðinu uppi. Trommarann sá ég allan, hálsinn af bassa bassaleikarans en síðan ekki söguna meir. Veit eiginlega ekki alveg hvaða orð lýsir þessum tónleikum best… Svolítið erfitt að segja. Einkenileg blanda af tilfinningaþrunginni músík og fínum húmor. Ótrúlega friðsælt og ég fékk gæsahúð oftar en ég þori að segja. Og þögnin í salnum þegar hann var að banka ofurlétt á flygilinn… Hápunktarnir fyrir mig voru Spiralling, Hope There´s Someone og Trust Your Mother þar sem gestir spiluðu stóra rullu í flutningnum. Alveg magnað! Vildi að ég ætti miða á Tona og Sprellana í kvöld líka…

Í mínum heimi eru 12 dagar til jóla.

posted by Valþór | 18:03


föstudagur, desember 09, 2005  

Um daginn las ég bók sem heitir Veronika decides to die eftir Paulo Coelho. Flestir kannast kannski við Alkemistann sem hann skrifaði líka. Í þessari bók segir hann frá Veroniku, 24 ára gamalli, sem virðist hafa flest það sem fólk sækist eftir en ákveður engu að síður að hún sé stöðnuð og engin ástæða sé að lifa lengur. Hún reynir því að drepa sig en endar á geðveikrahæli og er sagt að hún eigi skammt eftir því hjarta hennar sé svo skaddað eftir sjálfsmorðstilraunina. Bókin lýsir þessum dögum hennar og hvernig hún tekst á við þá. Þetta er frábær bók, vel skrifuð og á einfaldan hátt. Þarna koma fram ýmsar pælingar sem maður hefur alveg átt með sjálfum sér og hjálpar manni að fatta að það sem eðlilegt þykir er kannski ekki svo eðlilegt. Bókin byggir á reynslu Coelho sjálfs sem var sendur á hæli ungur að árum fyrir það eitt að vilja verða listamaður.

posted by Valþór | 16:02


miðvikudagur, desember 07, 2005  

Ég er svo ekki skemmtilegur þessa dagana. Er að gera fyrirlestur fyrir vörnina sem er í næstu viku. Gúlp. Jájá... það verður nú aldeilis rífandi fjör. Held að mínum dögum í desember sé best lýst með því að segja að ég hlakka til jólanna. Like I haven´t done for years and years...

posted by Valþór | 14:11


mánudagur, nóvember 28, 2005  


Ég er svo ánægður með nýju espresso könnuna mín. Djöfull er hún flott. Hún hjálpaði mér líka við að þrífa íbúðina hátt og lágt á fimmtudaginn.

Lag dagsins er One more cup of coffee með White Stripes.

posted by Valþór | 11:28


mánudagur, nóvember 21, 2005  


Ég fór á White Stripes í gær. Ó já. Geðveikt. E-ð klikk í gítarsnúru eða e-ð í smátíma en því var svo reddað. Jack White var greinilega e-ð pirraður á klikkinu og þegar það var komið í lag bókstaflega nauðgaði hann gítarnum (in a good way) og sleit strengi en þegar maður slítur streng þá spilar maður náttúrulega bara annað lag á fimm strengi. Svo er attitúdið líka svo svalt. Veit ekki hversu marga tónleika ég hef farið á og hljómsveitin gerir ekki annað en að kyssa íslenska rassa... Þetta var meira svona við ætlum að djamma af okkur rassinn hérna uppi á sviði og þið megið horfa ef þið viljið. Klæðnaðurinn var líka ó svo svalur! Ólýsanlegt held ég. Fyrir tónleikana voru eiginlega bara tvo lög sem ég vildi endilega heyra og þau komu bæði, Jolene og I just dont know what to do with myself... bæði cover lög nb.

Það sem stendur uppúr eftir þessa tónleika er að þau eru viðurstyggilega kúl, Jack White er brjálæðislega góður á gítar og þegar ég segi brjálæðislega þá meina ég oh my god, ég þarf að eignast hina White Stripes diskana, laugardalshöllin sökkar ennþá sem tónleikastaður og sunnudagur er ekki góður tónleikadagur. Svo fannst mér nú líka ansi sorglegt að sjá hversu margar 14 ára stelpur hafa make-up-ið sitt stillt á WHORE... Varð að tuða aðeins...

posted by Valþór | 11:55


sunnudagur, nóvember 20, 2005  

Eftirfarandi frétt birtist á mbl.is í gær:

Ekið á kind
Ekið var á kind sem hljóp út á þjóðveginn í Álftafirði. Drapst kindin við ákeyrsluna og segir lögreglan á Ísafirði það sæta furðu að sauðfé gangi laust og það svona seint í nóvembermánuði þegar það eigi að vera komið í fjárhús.

Hmmm. Eins gott að vera topp blaðamaður til að geta skrifað svona krefjandi fréttir. Rannsóknablaðamennska eins og hún gerist best. Svo eru menn að furða sig á því að það sé búið að setja á fót sjónvarpstöð sem eingöngu flytur fréttir! Það er greinilega ekki vanþörf á.

posted by Valþór | 13:12


þriðjudagur, nóvember 15, 2005  

Reynsla mín af flugi til Búdapest er ansi furðuleg. Þegar við fórum þangað þrjú síðasta vetur voru 26 í vél SkyEurope frá London til Búdapest. Þetta fannst okkur ansi undarlegt og verulega tómlegt en flugfreyjurnar héldu uppi húmornum og flugið var hið skemmtilegasta. Núna flaug ég beint á Búdapest með leiguflugi frá Heimsferðum. Á leiðinni út voru 16 farþegar. Frekar spes... og til að bæta gráu ofan á svart þá voru átta flugfreyjur þar sem fjórar voru í starfsþjálfun. "We will be flying all sixteen of you to our hometown of Budapest." Þetta var semsagt húmorinn um borð. Nú... á leiðinni tilbaka var það Malév sem sá um flugið og farþegarnir voru 4!!! 4 farþegar í Boeing 737-800 þotu og 4 flugfreyjur. Er það ekki kallað einkaþota? Manni líður verulega kjánalega að vera einn af fjórum farþegum í 180 sæta vél.

posted by Valþór | 15:25


föstudagur, nóvember 11, 2005  

Eyddi 10 dögum í Búdapest. Það var algjörlega frábært. Gerðum hitt og þetta. Segi kannski sögur seinna. Skruppum til Vínar í einn dag. Lestarferðin tilbaka var í meira lagi áhugaverð.

Við náðum okkur í góðan hreinan klefa í þessari gömlu lest og höfðum það gott þar. Hvæstum á fólk sem ætlaði að reyna að komast inn. Svo kemur mr. ticketmaster eftir að lestin er farin af stað og segir okkur að við megum alls ekkert vera á fyrsta farrými. Svo við röltum af stað og sjáum að nánast allt er fullt á öðru farrými, sem NB er annað farrými af gildri ástæðu. Enduðum þó í reyklausum klefa sem hjálpaði þó ekki mikið þar sem fólk stóð fyrir utan og reykti alla leiðina. Samferðafólk okkar í klefanum okkar voru eldri rúmensk hjón sem greinilega höfðu lifað tímana tvenna og rúmenskur maður á miðjum aldri sem talaði linnulítið frá Vín til Búdapest. Hitinn í klefanum hefur verið vel yfir 30°C og loftið reykmettað. Allt frekar skítugt og lestarvagninn sjálfur var að sjálfsögðu ævagamall.

Rúmenski maðurinn var klæddur bláum allsports íþróttagalla og í svörtum spariskóm. Vel girtur og með stórt vasadiskó í buxnastrengum sem hann hafði nýlega fjárfest í því á því voru upphafstafir hans C.C. og ártalið 2005. Hjónin gömlu voru í ull frá toppi til táar. Hrjúfar hendur og andlit með stórbrotnu landslagi. Enda glápti þetta fólk mikið á okkur og var greinilega að spá í hvaðan við værum eiginlega. Enda eftir að landamæravörðurinn hafi hlegið upphátt við að skoða passana okkar bað CC með handapati um að fá að skoða passann. “Ah… Islandia…” svo augun á honum urðu eins og undirskálar.

Þegar langt er liðið á ferðina ákveður CC að spila tónlist fyrir hjónin því vasadiskóið hans var svo vel búið að það hafði hátalara. Hann sá sig líka knúinn til að sýna gamla mannium rafhlöðurnar sem knúðu þetta undratæki áfram. Hann lagði það í sætið milli sín og konunnar og tónarnir sem streymdu úr tækinu voru vissulega áhugaverðir. Rúmensk polka/sígauna danstónlist. Gamla konan brosti við þó henni fyndist nú takturinn greinilega helst til hraður. Þó lét hún sig hafa það að slá taktinn með hendinni utan í hliðina á klefanum. Þegar til Búdapest var komið skildum við við ferðafélaga okkar með vinalegu veifi og brosi en þau héldu áfram til Búkarest. Mér leið eins og ég hefði ferðast aftur í tíma.

posted by Valþór | 15:38


föstudagur, október 28, 2005  

Tilfinningin sem fylgir því að skila inn masters-ritgerðinni er... tja... góð? Já, segjum góð. Mjög góð. Jíha.

<<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>><<>>

Franz
Er búinn að vera að hlusta á You could have it so much better með Franz Ferdinand. Fór jú á tónleikana um daginn. Þessi plata er frábær. Ívið betri en sú fyrri ef e-ð er. Sérdeilis upplífgandi.

posted by Valþór | 14:23


þriðjudagur, október 25, 2005  

Ég skil ekki alveg hvað maðurinn er að fara... Stutti dómurinn er Like sucking God´s cock. Or something. Held að James Jam þurfi aðeins að athuga sinn gang. Ég hef reyndar hvorki hlustað á þessa plötu né sogið hann á guði svo kannski einhver geti útskýrt þetta fyrir mér...

http://www.nme.com/reviews/sigur-ros/7761

posted by Valþór | 10:49


föstudagur, október 21, 2005  

Þegar ég kem heim í gær eftir vinnu heyri ég vatnsnið sem berst af hæðinni fyrir ofan. Kallinn í sturtu hugsa ég og sest niður. Klukkutíma síðar er ég farinn að halda að einhver liggi dauður uppi. Enginn er heima þar svo ég skrifa þetta á sírennsli í klósettinu sem er jú beint fyrir ofan svefnherbergið mitt (eins og fólk sem hefur komið í heimsókn til mín kannast við þá fer það ekki á milli mála þegar kallinn mígur uppi!). Ég fer á æfingu og er kominn heim fyrir níu. Enginn enn kominn heim. Þegar ég fer uppí rúm er klukkan að verða eitt og lætin í klósettinu enn til staðar. Hljóðið er svona eins og í hitaveitugrind þegar einhver er með skrúfað frá vatninu á fullu auk sem einhver standi með slöngu og láti buna ofan í klósettið! Til að gera langa og leiðinlega sögu styttri og aðeins minna leiðinlega þá svaf ég ekki mikið í nótt auk þess sem ég er með dúndrandi hausverk. Þetta er fyrirtaks píningaraðferð og hefur örugglega verið notuð sem slík. Ekki veit ég hvar fólkið fyrir ofan er né hvenær þau koma tilbaka. Mjehehehe. Frábært. Kanarí í 3 vikur?

Lag dagsins er You Left the Water Running með Otis Redding.

posted by Valþór | 10:59


þriðjudagur, október 11, 2005  

Nú er hægt að fá orð drottins í símann sinn í formi sms-skilaboða. Hversu guðhræddur og almennt illa staddur þarf maður að vera til þess að láta senda sér texta úr hinni góðu bók sér til ánægju og hughreystingar? Að sögn tók það einn mann 6 vikur að þýða biblíuna á sms-form því stafsetningunni er breytt. Fyrsta vers er In da Bginnin God cre8d da heavens & da earth. Mjög aðkallandi verkefni þetta…

Það er að koma mynd á ritgerpið mitt. Get ekki lýst því hvað það er gaman að fá að sitja við tölvu allan daginn í margar vikur. Ekki minn tebolli. En það er farið að halla undan fæti.

Og já… það hafa náttúrulega allir spáð í því hvaðan orðið krummaskuð kemur. Feast your eyes and brains on this: http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=832 En uppruni orðsins krummaskurður er hins vegar með öllu óþekktur þrátt fyrir að æska landsins sé dugleg við að nota orðið með sömu merkingu og hið fyrra orð. Sjá hér: http://www.google.com/search?hl=is&q=krummaskur%C3%B0ur&lr

In a perfect world one would have nothing to look forward to.

posted by Valþór | 17:24


miðvikudagur, október 05, 2005  

Fletti dv í gær og rakst á mynd af sjálfum mér. Gaman að því. Er bara alveg að ná Sigrúnu í stardom… Nema hvað fréttin var svo lítil að hún hefði ekki getað hulið það dónalega á maur. Tilefnið var þetta hér http://www.actavis.is/News/styrktarthegarVerkefnasjodsActavis.htm Jei.

Annars hef ég gaman að fólki. Fólk eins og Illugi Jökulsson fær mig oft til að brosa. Mætti honum á Laugaveginum áðan. Hann verður seint á listanum fyrir best klædda fólkið. Spái í því hvað hann sé að hugsa þegar (og ef) hann kaupir sér föt… þessir appelsínugulu tennisskór passa engan veginn við neitt af fötunum mínum og eru örugglega hræðilegir við grænu flauelsbuxurnar og rauðu peysuna með brúnu tíglunum. Ég kaupi þá!… Jájá en full virðing fyrir að vera bara eins og maður er. Sumir eru bara skrýtnir og það þarf ekkert að vera slæmt. Just look at me.

Little Brittain er að byrja í kvöld… hversu gaman er það? Yeeeeeees.

Lag dagsins er Hurricane með Bob Dylan.

posted by Valþór | 18:18


miðvikudagur, september 28, 2005  

Ég fór í bíó um daginn. 40 year old virgin. Allt gott um þessa mynd að segja svo sem. Hló mig máttlausan. En það er ekki allt gott. Þetta er pirrað blogg so consider yourself warned. Hvað á það að þýða að auglýsa myndir klukkan 10.20 en svo byrjar helvítis myndin ekki fyrr en 10.45! Fyrst er manni ekki hleypt inn í salinn fyrr en eftir auglýstan sýningartíma og síðan er maður bombarderaður með auglýsingum sem ættu nægja til þess að maður ætti ekki þurfa að borga 800 kr fyrir skitinn bíómiða. Svo loksins eru ljósin dregin niður bara svo maður geti séð hvað verður sýnt í bíó næstu mánuðina. OK… svo fær maður loksins að sjá myndina sem maður borgaði sig inná. Hún er rétt nýbyrjuð þegar það er komið hlé. Ég hef aldrei þolað hlé í bíó.

Hvað er svo með allt þetta drasl sem verið er að framleiða í dag? Ég hef mjög ákveðinn smekk á bíómyndum svo ekki móðgast. Mér finnst einhvern veginn eins og allar myndir í dag séu re-make, ævintýri, sci-fi space kjaftæði, teiknimyndahetjuhorbjóður eða e-ð svona vísinda-I´m a clone-crap. Myndir eins og hellboy, the fantastic four, x-men, the island, electra og guð má vita hvað meira… munuð ekki ná mér dauðum horfandi á þetta. Ég meina "they´ve fundamentally altered our DNA"... Come on!

Og bæ ðe vei… Lord of the Rings eru alltílagi myndir en my god ekki bestu myndir sem gerðar hafa verið og já… ég hef ekki séð nr 3! Hah… sue me!

posted by Valþór | 17:36


föstudagur, september 23, 2005  

Hlaut að vera tímaspursmál hvenær mar yrði klukkaður. Curse the man who started this en þetta er svosem sniðugt. Hér koma fá 5 tilviljunarkenndar staðreyndir um mig…

Ég hef mestu óbeit á tómötum og gúrkum. Þoli ekki að geta ekki einu sinni keypt mér skitinn hamborgara án þess að þurfa að fá hálft Hveragerði í borgarann. Gildir þó vitanlega ekki um sólþurrkaða tómata sem eru himneskir.

Ég man of mörg atriði úr bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Einhvern veginn virðist þetta límast í heilann á mér og ég á það til að vera of duglegur við að leika þessi sömu atriði. Mjehehehe. Who says famine has to be depressing…

Þegar ég var lítill var ég skíthræddur við hljóðið sem hrossagaukar gefa frá sér. Fannst þetta e-ð viðbjóðslega krípí og vildi fara heim þegar kvikindin voru með læti. Bróðir minn sér enn ástæðu til þess að stríða mér á þessu.

Ég heiti ekki Valþór af því að bróðir minn heitir Arnþór og það rímar. Var skírður eftir föðurbróður mínum sem dó rétt áður en ég fæddist. Vonandi kemur þetta til með að fækka þeim skiptum sem ég er spurður um þetta.

Ég elska fólkið mitt, tónlist, kaffi, súkkulaði, góðan mat, internetið, Laugar, gott veður, ferðalög, myndavélina mína, office, levis gallabuxur, rauðvín, að vera úti, eld, Arsenal, dýr, bækur, 101 Reykjavík, brúnu ónýtu energie skóna mína, svart-hvítar ljósmyndir, að dansa, port salut ost, bjór, náttbuxur og margt fleira en ég þoli ekki nöldur, sirrý, húmorslaust fólk, Ruud van Nistelroj, slabb, tómata og gúrkur (sjá ofar), campari, rækjur, gsm símann minn, jay leno, að vera of mikið klæddur, KR, Heiðar Austmann og Ásgeir Kolbeins sem og allt viðbjóðslega hresst útvarpsfólk og slatta í viðbót.
…og ég er slysabarn…

Ég klukka Sindra, Lúlla (þá kannski bloggar þú einu sinni), aðaltútturnar, Sólu og Yann.

posted by Valþór | 09:29


þriðjudagur, september 20, 2005  

Er e-r þarna úti sem fékk miða á Antony and the Johnsons? Ég gerði nokkuð sem er mjög útúr mínum karakter og keypti einn miða. Ég er sumsé að fara á tónleikana en uuu... ég er einn. Svo ef þú ert skemmtileg/ur og átt miða og langar að koma með mér... u know where to find me. En það seldist víst upp á sjö mínútum svo það var eins gott að maður gleymdi sér ekki.

When eating fruit, remember the one who planted the tree... Thanx for the heads-up Óskar...

posted by Valþór | 11:37


föstudagur, september 16, 2005  

Það virðist vera alveg sama hversu oft ég les tilkynninguna frá Gallerí Rúnk á www.baggalutur.is - ég fer alltaf að hlæja. Ógleymanleg upplifun! Þýsku floslistamennirnir Elmer og Kruud skríða inn í hvorn annan næstkomandi mánudagskvöld.

posted by Valþór | 10:18


miðvikudagur, september 14, 2005  

Sit hérna á te&kaffi með ansi hreint langþráðan kaffibolla. Hef komið hingað nokkrum sinnum en ég held að nú sé nóg komið. Þessi staður virðist vera einn allsherjar mömmuklúbbur. Ekkert nema mússí mússí bó bó og barnasögur í kringum mig í hvert einasta sinn. God… núna er ein mamman að gera lestarhljóð og hún er ekkert að hætta… hjálp. “Viltu bananamauk?” The kid cant talk lady… Já, það er hægt að láta allt fara í taugarnar á sér.

The best cure for a short temper is a long walk.

posted by Valþór | 17:28


mánudagur, september 12, 2005  

Alltaf gaman að sjá hvað vandalistar eru vel gert og bráðvel gefið fólk. Var á ferð á skaganum og sá hvar einhver mannvitsbrekkan hafi ætlað sér að spreyja þýzka nasistakveðju á húsvegg. Vildi ekki betur til en svo en að eftir stóð sig heill. Jájá...

posted by Valþór | 13:34


miðvikudagur, september 07, 2005  

Ó je... http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1157214

Anthony and the Johnsons með Mercury verðlaun og tónleika hér 10.des.

posted by Valþór | 12:59
 

Mér finnst cartman fyndinn. Þetta er bæði viðbjóðslegt og fyndið í senn. Skemmtileg blanda mehehehe. http://www.cartmanthearistocrat.com/

posted by Valþór | 11:53


mánudagur, september 05, 2005  

Ég væri nú að ljúga ef ég segi að það hefði ekki verið gaman þessa helgina. Franz á föstudag var snilld. Mjög góðir tónleikar þrátt fyrir að maður sé ekkert stærsti Franz aðdáandi sem fyrirfinnst. Svo var óheyrilega gaman í brullupinu hjá dodda og unni. Partý partý. Held að það sé best að vera ekki mikið að gaspra um þetta á netinu en myndin af sigga og öddu segir meira en þúsund orð ;) En í dag er mánudagur...

posted by Valþór | 11:51


fimmtudagur, september 01, 2005  

Ég þoli ekki jakkaföt. Breytir samt ekki þeirri staðreynd að ég verð að eiga jakkaföt. Sem ég átti þar til fyrir nokkru að jakkanum var stolið, jei. Allt þetta þýddi að ég þurfti að kaupa mér jakkaföt í dag, verandi að fara í brúðkaup á laugardag. Ég byrja á sautján. Einu jakkafötin sem mig langar í eru náttúrulega paul smith og kosta hátt í 60.000. Jei. Gleymdi að minnast á að ég á ekki einu sinni pening fyrir jakkafötum. Fer í íslenska karlmenn og fann þar föt og keypti. Þetta tók samtals 15 mínútur. Geri aðrir betur. Var búinn að sjá fyrir mér þriggja tíma búðaráp leitandi að einhverju sem mig langaði ekki einu sinni í in the first place. Þoli samt ekki ennþá jakkaföt.

posted by Valþór | 15:40


miðvikudagur, ágúst 31, 2005  

Grétar Rafn bara kominn í alvöru klúbb! Til hamingju með það... En mér finnst nú samt að skysports hefðu getað fundið betri mynd af honum!! Sjá link:
http://skysports.planetfootball.com/transfernews.asp?type=article&id=302996

posted by Valþór | 15:29


þriðjudagur, ágúst 30, 2005  

Af hverju var ég ekki búinn að fatta anthony and the johnsons þegar þau komu hingað í sumar? Stupid boy!

posted by Valþór | 10:50


sunnudagur, ágúst 28, 2005  

Með skriftum helgarinnar hef ég verið að hlusta á mikið af tónlist til að reyna að halda mér norðan við geðveikislínuna. Þar á meðal plötu sem ég keypti í gær sem heitir vottur með hljómsveitinni flís. Þetta er semsagt bandið sem ég sá á menningarnótt (sjá 24.ágúst),Davíð Þór Jónsson, hinn slyngi skagamaður, ásamt tveimur öðrum að taka gömul lög sem Haukur Morthens gerði vinsæl. Instrumental djössuð plata og svona hreint rosalega flott! Allt frá til eru fræ sem er eitt það alfallegasta lag og ljóð (Davíð Stefánsson) sem til eru og til hæ mambó svo manni langar mest að dansa. Frábært. Og Sigrún... ekki einu sinni reyna að halda því fram að ég sé orðinn eitthvað gamall...

posted by Valþór | 15:07


laugardagur, ágúst 27, 2005  

Hvað er betra en að skrifa ritgerð á fallegum laugardagsmorgni? Djííí lett mí þínk...

posted by Valþór | 10:02


miðvikudagur, ágúst 24, 2005  

Ef ég hefði ekki ræktina mína þessa dagana væri ég sennilega búinn að missa vitið eða lemja eitthvað eða einhvern. Þá er nú skárra að misþyrma lóðum. Annars var menningarnótt skemmtileg. Rölti um bæinn með mömmu og pabba. Kíkti á myndlistarsýningu í hljómskálagarðinum og sá flís spila fyrir utan mál og menningu. Það var geðveikt flott! Lög hauks morthens í jazz útgáfum. Svo fórum við út að borða með systkinum pabba og börnum á caruso. Massagaman og fínt. Tónleikarnir á miðbakkanum voru nú samt sennilega þeir lélegustu hingað til. Senda jónsa til spitsbergen eða kamsjakta takk. Fór svo eftir rigninguna í þjóðleikhúskjallarann og sá hjálma, bara gaman.

Lag dagsins er annars crystal ship með doors:

Before you slip into unconsciousness
I'd like to have another kiss
Another flashing chance at bliss
Another kiss
Another kiss

The days are bright and filled with pain
Enclose me in your gentle rain
The time you ran was too insane
We'll meet again
We'll meet again

posted by Valþór | 11:49


fimmtudagur, ágúst 18, 2005  

Mig langar bara að nota tækifærið og óska sjálfstæðismönnum til hamingju með gunnar örlýgsson. Excellent team player. Já og líka til hamingju með að jón ásgeir er kominn fyrir dóm. Bravó. Af hverju láta þeir ekki bara gunnar berja jón ásgeir... er það ekki það sem þeir vilja?

posted by Valþór | 13:59


miðvikudagur, ágúst 17, 2005  

Steingrímur Joð er alveg búinn að missa það. Fyrr í sumar mætti ég honum berum að ofan hlaupandi á Kjalarnesinu. My eyes are still burning. Svo tekur hann upp á því að ganga yfir landið. OK. Svo sé ég dv í gær og nú er hann búinn að skrá sig í NY-maraþonið. Jájá nema hvað Loki segir: Er hann með njálg? Þetta fannst mér óborganlega fyndið. Veit ekki hversu oft ég hef heyrt þessa línu frá pabba ef mar var e-ð með læti. Góð saga.

posted by Valþór | 10:50


mánudagur, ágúst 15, 2005  

Við drengirnir tókum okkur til og steggjuðum Dodda á laugardaginn. Það var gaman. Fórum nokkuð vel með hann að mér fannst þó hann hefði kannski ekki verið alveg sáttur þegar ég var að kýla hann... en hey - hann var með grímu. Alla vega var þetta hin skemmtilegasta reisa. Stutta útgáfan yfir helstu viðburði er bifró - bongó í bónus og mat - skagi - spila og syngja - flaka - grill á ljósum - golfkeppni dauðans - hestbak - skorró - hambó (dýrslegir) - gítar - vatnsblöðrustríð - pottur (ekki heitur) - þreyttir - popppunktur og almennar umræður. Fór í fyrsta sinn á hestbak - verð að prófa það aftur. Við enduðum svo í sumarbústað uppi í Skorradal. Þar var að mínu mati hápunktur ferðarinnar en við fylltum á grilljón vatnsblöðrur og fórum í stríð í náttmyrkrinu. Vildi reyndar ekki betur til en svo að ég fékk eina beint í smettið sem var ekki neitt sérstaklega gott :) Svo var það auðvitað grill og pottur og gítar. Menn sofnuðu nú missnemma og sumir komust alls ekkert í pottinn... Anyway, til hamó Doddi.

posted by Valþór | 14:10


fimmtudagur, ágúst 11, 2005  

Note to self: Raúl Midón

posted by Valþór | 16:04


þriðjudagur, ágúst 09, 2005  

Ég þoli ekki Jessicu Simpson. Hún var e-ð að geifla sig í Letterman í gær. Síðan hvenær er flott að stynja í míkrófón? Ef hún léki í klámmynd eins og hún syngur myndi ég segja að það væri ofleikin klámmynd.

posted by Valþór | 11:12


föstudagur, júlí 29, 2005  

Það er Reykjavik City þessa verslunarmannahelgina. Þeir sem vilja skemmta sér hafi samband.

posted by Valþór | 15:12


miðvikudagur, júlí 27, 2005  

Ég horfði á Mótmælanda Íslands í gær. Hafði ekki séð hana áður en þetta er jú heimildamynd um Helga Hóseason. Fannst þetta algjörlega frábær mynd. Einstök saga af manni sem bindur bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamenn sínir og er með prinsippin í lagi. Mannleg, fyndin, sorgleg og fræðandi. Hann og Grímur Thomsen eru líka þeir einu sem vita hvar himnaríki er. Einstakur maður sem margir hafa eflaust haldið vera geðsjúkan en er einlægur réttsýnismaður með góðan húmor nota bene. Það virðast ekki margir hafa séð þessa mynd?

HÍRÓSÍMA
NAGASAKI
R.Í.Ó. A.S.Í.

HVER
SKAPAÐI
SÝKLA?

Bókaæðið hefur áfram hjá stráknum. Núna er ég búinn með Hvíldardaga eftir Braga Ólafsson en hún var hans fyrsta skáldsaga. Ekki nógu góð bók, nær eiginlega aldrei neinu flugi og er bara frekar óspennandi. Ef hún hefði verið lengri hefði ég sennilega ekki nennt að klára hana.

posted by Valþór | 14:47


þriðjudagur, júlí 26, 2005  

A4 blað reynist vera 210 x 297 mm. Hlutfallið milli lengdar og breiddar er því 1,41428. Kvaðratrótin af 2 er 1,41421. Tilviljun?

posted by Valþór | 14:03


mánudagur, júlí 25, 2005  

Fór í lítið partý í Ingólfsstrætinu á föstudag. Það var gaman. Ljótudansar með stóru elli og skipanir voru þemu kvöldsins. Flott að sjá sumar sitja á bekk úti á götu syngjandi I´m too sexy for this bench og reyna svo að ríma því áfram. Eða lesa lesa uppúr góða dátanum á miðju Ingólfsstræti með klámröddu while feeling yourself up. Svo er líka hægt að syngja með teppi á hausnum því þá hljómar maður betur. Gaman. Skreið í ból klukkan sex og vaknaði sex tímum síðar sprækur sem lækur og eyddi deginum með Sindra í miðbænum. Góður dagur.

Ég dró föður minn í göngutúr á sunnudag. Byrjaði hálf illa þegar 300 blóðþyrstar kríur ákváðu að við værum englar satans. Sluppum í gegnum það en síðar virtist sem máfarnir hefðu verið að stúdera kríurnar því þeir fóru að gera árásir á okkur. Steyptu sér ansi nálægt okkur og faðir minn neyddist til að öskra eins og smástelpa. Gaman að því.

Nú er ég búinn að lesa Alkemistann eftir Paulo Coelho og er það bók hin besta. Kennir manni margt og það er ansi mikil speki í henni. Svona bók sem maður gæti lesið aftur.

posted by Valþór | 13:15


föstudagur, júlí 22, 2005  

Það er stytta í Lækjargötunni rétt hjá MR sem vekur hjá mér hroll. Styttan sú er af Síra Friðriki Friðrikssyni leiðtoga KFUM og KFUK. Síra Friðrik situr en við hlið hans stendur ungur drengur. Síra Friðrik leggur aðra höndina yfir herðar unga drengsins en það er staðsetning vinstri handar drengsins sem og vinstri handar Síra Friðriks sem vekur upp spurningar. Tékkið á þessu. Annars benti e-r mér á skilti búðar einnar á Laugaveginum. Búðin heitir Blanco y Negro og á skiltinu er mynd af pandabirni í vafasamri stellingu svo ekki sé fastar að orði kveðið. Fólk verður náttúrulega aðeins að spá í hvað það er að gera.

posted by Valþór | 14:18


þriðjudagur, júlí 19, 2005  

Gott ef þetta eru ekki gaurarnir sem ég sá í gær:

Wulffmorgenthaler

Jim Shawn, shop clerk and the world´s most evil person, sells Peruvian street performers the largest speakers on the market.

www.wulffmorgenthaler.com klikkar ekki.

posted by Valþór | 14:23


mánudagur, júlí 18, 2005  

Þar sem ég sit inni á Segafredo á kafi í tölvunni hefja nokkrir indíjánar að spila tónlist úti á Lækjartorgi. Samstundis er mér kippt inn í The Last of the Mohicans. Það er mið átjánda öld og stríð á milli Frakka og Indíjána er í fullum gangi og ég hleyp öskrandi með exi á eftir manni í í fullum herklæðum. Ofar í hlíðinni bíður Magua. Tónlist getur vakið upp skrýtnar tilfinningar.

posted by Valþór | 18:10
 

Þar sem Gæludýrin féllu í góðan jarðveg varð ég að lesa Samkvæmisleiki eftir sama höfund. Ofboðslega vel skrifuð bók þótt efni hennar sé ekkert skemmtiefni á köflum en mjög góð bók. Þessi gaukur kann að skrifa góðan texta. Þetta eru líka bækur sem enda öðruvísi en margar bækur. Ekki þessi týpíski happy ending sem allir hafa vanist og er því miður alltof algengur. Amk er það þannig að ekki allir atburðir hafa góðan endi þrátt fyrir að við séum sífellt mötuð með slíku.

Fór í góða grillveislu á laugardag. Góðir drykkjuleikir - sem nú gætu einnig kallast samkvæmisleikir - og góð skemmtan. Gott.

posted by Valþór | 15:47


fimmtudagur, júlí 14, 2005  

Verandi með bókablæti keypti ég mér bók í fyrradag. Gæludýrin eftir Braga Ólafsson. Las hana samdægurs í einum rykk. Fannst hún brjálæðislega góð. Svo var maður skilinn eftir í lausu lofti í enda bókarinnar svo ég gat ekki sofnað! Langaði mest að hringja í téðan Braga og spyrjann hvernig þetta myndi nú allt fara. Náði samt að hemja mig en bókin var það fyrsta sem ég hugsaði um um morguninn. Sniðugt að hafa svona óræðan endi.

Og tvífarar dagsins. Það er gaur að vinna í ritfangadeildinni í Pennanum - Austurstræti sem er ískyggilega líkur söngvaranum í Kaiser Chiefs. Scary Harry.

posted by Valþór | 10:46


þriðjudagur, júlí 12, 2005  

Jæja... nú er þetta blessaða nám mitt endanlega búið að steikja í mér heilann. Ég svaf með opna útudyrahurð í alla nótt. Ekki opna as in ólæst heldur OPNA. Skellti mér sumsé útí krambúð í gærkvöldi og einhverra hluta vegna hef ég ákveðið að vera ekkert að loka hurðinni á eftir mér þegar ég kom inn. Þetta er mjög heppilegt þar sem ég bý í kjallara með milljón skordýrum. Eflaust hafa nokkur þakkað mér kærlega fyrir hlýjuna sem ég veitti þeim í nótt. Íbúðin er sennilega skriðin í burtu akkúrat núna. Helvítis ranabjöllurnar.

En hey... írskir dagar voru frábærir. Fyrir utan smá rok og örlitla rigningu. Skemmti mér hið besta með góðu fólki.

posted by Valþór | 14:41


miðvikudagur, júlí 06, 2005  

Þegar ég var ungur drengur var ég ávallt hinn rólegasti og var ekki mikið að trana mér fram. Áðan rifjuðust upp fyrir mér áhyggjur kennara míns í sex ára bekk. Hét hún ekki Ingibjörg? Alla vega tjáði hún móður minni áhyggjur sínar í foreldraviðtali að allar myndir sem ég teiknaði væru svartar. Engir litir, bara svart. Blessuð konan hefur sjálfsagt haldið mig andsetinn, sitjandi hljóður og teiknandi svart. Man ekki betur en svo að ég hafi varið mig með því að segja að mér þætti svart bara flottasti liturinn. Ég er nefnilega dálítið svona... ef mér finnst eitthvað gott þá held ég mig voða mikið við það. Mér fannst t.d. kæfa vera besta áleggið þegar ég var yngri. Enda var það skólanestið í nokkur ár. Brauð með kæfu. Held ég hafi aldrei farið með brauð með osti í skólann. Mamma getur pottþétt staðfest það. Ef maður finnur eitthvað sem manni líkar við á maður ekkert skipta bara til að skipta. Ég er naut.

posted by Valþór | 15:08


fimmtudagur, júní 30, 2005  

Mér finnst Þorsteinn Guðmundsson vera fyndinn. Ég sá hann í 10-11 um daginn og átti bágt. Þættirnir um atvinnumanninn voru svo fyndir, af hverju eru þeir ekki í nátthröfnum? Svo eru krypplings-sketsarnir hans organdi fyndnir. Þá má finna á www.thorsteinngudmundsson.is undir gi.x.fni.is. Þar er líka hinn klassíski Einstæðingur tantrar. Video fælarnir á www.kvikmynd.is/thorsteinn eru líka sumir hverjir mjög góðir en aðrir eru aðeins sunnan við minn skilning og er ég nú oft súr. Tja er uppáhaldið:

Ég er ekki mikið fyrir að kvarta. Þoli ekki fólk sem að kvartar! En ég er búinn að fá mig fullsaddan af fólki sem segir tja… Tja! Tja! Maður fer í bakarí… tja… Maður hringir í fasteignasölu… tjaaaaa… tjaaaaa. Hvað kosta þessir sokkar? Tjaaa. Ég fór til læknis um daginn. Ég var með blæðandi endaþarm. Ég spyr lækninn… Er þetta arfgengt? Er þetta mataræðið? Og hann lítur á mig og segir tja. Tjaa. Þá vissi ég að hann væri fáviti. Þegar ég var ungur þá sagði fólk hmmmm…

Svo eru auglýsingarnar snilld. Las einhvers staðar um daginn að verið væri að taka upp framhald á nám er lífstíll, gott ef ekki í cambridge. Það ætti að verða fyndið.

posted by Valþór | 14:24


mánudagur, júní 27, 2005  

Gerist ekki oft að ég kaupi skyrtur. Gerist ekki oft að ég kaupi eitthvað rautt. Gerist þó um daginn að ég kaupi skyrtu sem er rauð og hvít, köflótt. Sýni móður minni skyrtuna um helgina. Hún spyr mig hvort þetta séu eldhúsgardínur. Fer í hana á laugardagskvöldið. Óli kemur í heimsókn og segir hana vera eins og pikknikk-dúk. Svo er hún reyndar skuggalega lík lokunum á mömmu-sultunum. Mér finnst hún töff.

Er að reyna að skrifa ritgerð og grein en er með kárahnjúka-rit-stíflu. Mat á andlegum áhrifum hennar hefur ekki verið framkvæmt og því býð ég fólki að koma og reisa tjaldbúðir til þess að mótmæla stíflu þessari.

posted by Valþór | 15:12


föstudagur, júní 24, 2005  

Ég fór á dúndurfréttir í gær með góðum hópi. Það þarf náttúrulega ekkert að ræða það neitt frekar hvað þeir voru góðir. Hins vegar þarf að ræða aðeins hversu góður pétur ben var. Hann var sumsé að hita upp, einn með kassagítar. Þetta er jú maðurinn sem hefur verið að spila m.a. með mugison undanfarið (murr murr). Hann er brjálæðislega góður. Maðurinn er alveg búinn að vera að æfa sig á litla gítarinn sinn. Svo tók hann geggjaða útgáfu af billie jean og fólk bara gapti. Töff gaur.

posted by Valþór | 11:43


fimmtudagur, júní 23, 2005  

Kræst. Ég fór í bónus í holtagörðum í gær. Fór um miðjan dag til að sleppa við brjálaðar húsmæður. Nei nei... er ekki bara hópferð félags eldri borgara góðan daginn. Tók mig korter að komast í gegnum kælinn. Ég að drepast úr kulda og gamlar kellingar að keyra á hælana á manni. Hvað er þetta með að missa það bara þegar maður verður gamall? Fær maður þá allt í einu bara rétt til að vera dónalegur og pirraður? Full bónusbúð af krumpuðum, skapstyggum rúsínukellingum just makes my day.

posted by Valþór | 09:56


mánudagur, júní 20, 2005  

Sá hluta af úrslitaleik EM kvenna í gær. Þýzkaland - Noregur. Útfrá þessum ellefu manna (kvenna) úrtökum tel ég að nokkuð örugglega megi álykta að norskt kvenfólk er fallegra en þýzkt.

posted by Valþór | 11:48


þriðjudagur, júní 14, 2005  

Mér fannst þetta fyndið: http://blog.central.is/lizardking/index.php?page=comments&id=686684

posted by Valþór | 15:11


laugardagur, júní 11, 2005  

Gagnrýnandinn vaknaði í morgun:

The White Stripes er einhver magnaðasta hljómsveit samtímans. Þau eru alltaf að ryðja nýjar brautir og þau hafa einstakt sánd. Hef hlustað á elephant plötuna oftar en ég kæri mig um að vita enda get ég aldrei bara sett eitt lag á og slökkt svo, ég þarf að hlusta á alla plötuna. Nú er komin út ný plata, get behind me satan. Hún hljómar allt öðruvísi en elephant. Minni gítarriff en meira píanó. Bara til að hafa það á hreinu þá er þetta frábær plata. Frábær. Hef hlustað á hana ca 6 sinnum og strax í annað sinn var hún orðin klassík. Ballöður, rokk, diskó, blue-grass, allt á þesssari plötu.

Fyrsti singullin er blue orchid sem er kannski beint framhald af elephant en svo tekur annað við. Eins og aðrar plötur þeirra er þessi lítið unnin og hrá. Tam voru engar tölvur notaðar við upptöku elephant og notast var við 8 rása upptökutæki. Held að það dyljist engum að jack white er snillingur. Það sem hann tekur sér fyrir hendur gerir hann vel, hvort sem það er með white stripes, covera dolly parton eða lemja jason stollsteimer. Nokkur laganna á get behind me satan eru ótrúlega tilfinningarík og röddin hans setur punktinn yfir i-ið. Svo er ekki leiðinlegt að hafa lag í anda jackson 5 – my doorbell.

En vá hver nennir en lesa þetta… nema kannski sindri, treysti á hann. Frábær plata sem nb var tekin upp á tveimur vikum, hún á samt eftir að valda vonbrigðum hjá mörgum bara af því að hún er ekki eins og gamla dótið. Well, sorry þú.

posted by Valþór | 12:01


miðvikudagur, júní 08, 2005  

Fátt er vinsælla að ræða þessa dagana en "sjáumst með silvíu nótt". Mér finnst fólk sem er ekki að fatta grínið ógila fyndið skiluru. Þetta er djók í anda ali g og johnny national. Mér fannst þessi þáttur bara alveg ágætur og mjög fyndinn á köflum. Sjáið tam þegar hún er að byrja viðtalið við kolbrúnu halldórs. Kolla veit greinilega ekkert hvað er að gerast, skælbrosandi. Svo byrjar kynningin og silvía segist vera stödd í þingishúsinu. Þá lekur brosið af kollu og augabrúnir lyftast samtímis. Priceless svipur.

Hrafnkell skrifar á alvaran.com (hressandi nafn á vef):
... þessi fyrsti þáttur var stjórnanda hans ekki til mikils framdráttar, hvorki í klæðaburði, framkomu, málfari né í mannlegum samskiptum ... Framkoma þessarar ungu stúlku var verulega fráhrindandi í alla staði og einkenndist af hroka, frekju og almennt leiðindum á því fólki sem var í kringum hana hverju sinni ... Þess ber einnig að geta að málfar hennar var á köflum algerlega óskiljandi og hvort hún var að tala íslensku eða ensku, (sem hún reyndar grautaði saman í tíma og ótíma), og var þar að auki þvoglumælt, smámælt og linmælt ... fá frekar þá naglbítsbræður til að halda áfram að grilla í sumar ...

Jájá... Alveg að ná djókinu. Út að grilla með kára og villa. Það eru bara svo margir sem eru ekki að kaupa að stelpur geti verið með svona húmor. Úúú þetta er stelpa... þá getur þetta ekki átt að vera fyndið! Well, the joke is on you.

Hægt er að horfa á allan fyrsta þáttinn hér:
http://tilveran.is/index.php?search=n%F3tt

posted by Valþór | 21:18


mánudagur, júní 06, 2005  

Já strákurinn er að verða íþróttamaður á gamalsaldri. Strákurinn sigraði 3 km í flokki 19-39 ára karla í heilsuhlaupinu. Sniðugt að skrá sig bara í 3 km. Það fer enginn í það. Enívei þá hljóp ég á 11:48 sem er bara ágætt. Fékk örstyttu í verðlaun :)

Renndi mér í sjóstangaveiði á föstudag með vinnunni. Svaka gaman. Var svo mættur í fótbolta 9:30 á laugardagsmorgni í digranesinu. Ásgeir og Logi hringdu svo eftir leik til að bjóða mér í hópinn því menn voru e-ð að meiðast og lenda í banni og e-ð svona. Ég sagði þeim að ég myndi spila ef ég fengi fyrirliðabandið en þeir vildu meina að Eiður Smári einhver yrði fúll með það svo ég bara afþakkaði. Nenni ekkert að spila á móti Möltu.

Svo komu Lúlli og Siggi í heimsókn í Þverholtið og við skelltum okkur í bæinn. Stóðum okkur nokkuð vel; kennarinn, píparinn, líffræðingurinn og... ... Akurnesingurinn.

posted by Valþór | 11:38


fimmtudagur, júní 02, 2005  

Er að fara að hlaupa í heilsuhlaupi krabbameinsfélagsins á eftir. Maður getur víst ekki verið þekktur fyrir að taka ekki þátt. Til að heiðra ólympíuandann skráði ég mig í 3 km í stað 10. Leti.

posted by Valþór | 15:48


miðvikudagur, júní 01, 2005  

Ég var að vinna lengi í gærkvöldi. Labbaði heim frá lsh í fossvoginum í bjútífúl veðri og var kominn rétt fyrir miðnætti. Gat svo bara ekki sofnað! Hausinn útum allt og sjaldan verið virkari. Hefur kannski e-ð með færsluna hér að framan að gera. Enívei, er loksins byrjaður að geispa e-ð um hálf tvö. Svo hringir helvítis síminn! Klukkan 1:38 takk fyrir. Ég svara. "Hvar ertu?" er sagt með frekju/pirring bitchy kvenmannsrödd. Wrong number. Þannig að ef þið eruð vakandi í nótt þá endilega hringið í síma 5653930 og verið frek. Ég sofnaði ekki fyrr en þrjú.

posted by Valþór | 15:03


þriðjudagur, maí 31, 2005  

Ég er að skrifa mikið þessa dagana. Það er ávísun á eitt. Kaffi. Ég get alveg dissað kaffi lengi en ef ég er að skrifa þarf ég kaffi. Því miður fyrir mig er kaffið hér í húsinu ekki nokkrum manni bjóðandi. Þess vegna neyðist ég til að ganga útí select (lélegt eins og einhver Laddinn sagði um árið) og kaupa kaffi þar. En það er þó bót í máli að kaffið þar er bara prýðilega gott. Núna byrjar hver dagur hjá mér með ferð í select... og þá líður manni einhvern veginn eins og maður sé að leika í auglýsingu. En hvað það er gott að drekka kaffi sem er drykkjarhæft. Snilld. Held ég hafi bara skrifað þetta til að þurfa ekki að skrifa um the role of claudins in tumorigenesis á meðan. Kannski koffeinið sé að tala.

posted by Valþór | 15:29


mánudagur, maí 23, 2005  

Fór í júróvisíjón partý til Dodda og Unnar í Bgn á laugardaginn. Til að hafa hlutina áhugaverða var spáð fyrir um fyrsta og síðasta sæti. Strákurinn tók sig til að gat sér rétt til með bæði sæti! Held ég hafi verið leiðinlegasti maðurinn í partýinu. Annars leit þetta listinn svona út og endanlegt sæti lands er innan sviga:

Valli - Grikkland (1) - Þýskaland (24)
Hróðmar - Bosnía (14) - Króatía (11)
Doddi - Danmörk (10) - Frakkland (23)
Unnur - Ungverjaland (12) - Tyrkland (13)
Stebbi - Rússland (15) - Serbía (7)
Siggi - Noregur (9) - Moldavía (6)
Lúlli - Ungverjaland - (12) Makedónía (17)
Guðrún - Noregur (9) - Þýskaland (24)
Sindri - Grikkland (1) - Spánn (21)

Sérstaklega lélegt þykir ef landið sem maður spáir í neðsta sæti lendir fyrir ofan landið sem maður spáir í fyrsta sæti. Slíkt henti Hróðmar, Stebba og Sigga og fá þeir sérstakar ávítur. Siggi og Stebbi fá auka ávítur fyrir að spá Moldavíu síðasta sæti en þeir voru að gera góða hluti í því sjötta og Rússlandi fyrsta sætinu en þeir enduðu í 15.sæti! Sindri lendir í öðru sæti og var að spá virkilega vel en Guðrún lendir í því þriðja; gerði gott mót með Þýskalandi en var helst til bjartsýn fyrir hönd Norðmanna.

Held ég hafi bara aldrei áður horft á alla blessuðu júróvisíjón keppnina...

posted by Valþór | 16:35


miðvikudagur, maí 18, 2005  

Jább þetta var löng helgi. Við bræður fórum í partý þar sem við vorum einu drengirnir á tímabili með tæplega 30 stelpum. Öðruvísi. Svo bættust heilir þrír við. Held ég hafi ekki verið í partýi áður þar sem fjöldi gesta er hærri en stærð íbúðarinnar í fermetrum. Fórum svo á Pravda sem var bara ansi fínt. Gamaldags stemming í bænum þar sem öllu var lokað klukkan þrjú. Útihátíðarsession á Lækjartorgi. Annars er ég að fá kvef og ég gleymdi símanum mínum heima. Jibbí.

If you want the rainbow you´ll have to put up with the rain. Do you know which "philosopher" said that??? Dolly Parton... And people say she´s just a big pair of tits!
David Brent

posted by Valþór | 09:52


föstudagur, maí 13, 2005  

Já það er nú sennilega farið að slá e-ð í þetta kjötlæri. Svo sem ekki það að ekkert hafi gerst í lífi stráksins undanfarið. Meira svona þessi árlega bloggleti (give or take a year).

Þar sem komið er fram í miðjan maí hafa þau stórtíðindi gerst að minns er orðinn fullorðinn. Kominn á hátindinn vilja sumir meina. 25. Héðan er útsýnið gott þó ég haldi því nú fram að ég sé enn að horfa upp brekkuna.

Á þessum tímamótum er kannski við hæfi að telja upp hvað er mjög að skapi stráksins þessa dagana.

Nýja lagið með Coldplay er að gera stormandi lukku hjá mér. Á bara ekki orð. Trúi ekki öðru en við sjáum tónleika með þeim í Egilshöll. Ætti ekki að vera mikið mál að fá þá hingað.í þriðja sinn. Killers eru kúl. C´ere með Interpol er príma. Skitsófreníska lagið með System of a Down er pjúra skemmtun.

RÚV eru að rústa “samkeppninni” í sjóbartinu. Hef ekki horft svona mikið á RÚV síðan Ingalls fjölskyldan stjórnaði sunnudögunum ásamt Helgu Steffensen með stundina okkar svei mér þá. Og náttla þegar Sigrún var að rúla at-inu ;) AF HVERJU Á RAGNHILDUR eða heiður STEINUNN AÐ LESA UPP STIGAGJÖFINA Í EUROVISION? Var Rúna ekki að bjóða sig fram?
Lost, Little Britain og Desperite housewifes eru málið. Ætla rétt að vona að allir séu að horfa á Little Britain. Ég er sjálfsagt mjög pirrandi þessa dagana þar sem ég tala varla um annað. Er fastur í karakterum eins og Lou og Andy (I want that one), the unconvincing transvestite Emily Howard (I´m a lady, I don´t have testiclés...) og skoska vertinum (if you would ask me on a monday I would say yeeeeeees).
Svo er náttla líka gaman að horfa á Arsenal vinna 7-0.

Segafredo er að bjóða uppá alveg hreint agalega gott kaffi. Er að húkkast á þennan stað. Svo er þetta líka reyklaust kaffihús. Baðstofan í Laugum er hrein snilld. Brósi bauð mér þangað í nudd og almenna afslöppun. Bara næs staður. Ákváðum að draga alla familíuna með næst. Svo er náttla komið sumar...

posted by Valþór | 09:33


mánudagur, apríl 25, 2005  

Eftirfarandi frétt var að birtast á mbl.is

Ætlaði að skera niður kjötlæri inni á skemmtistað

Lögreglan á Ísafirði var kölluð að skemmtistað í bænum að kvöldi síðasta vetrardags en tilkynnt var um mann með hníf inni á staðnum. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að maðurinn hugðist nota hnífinn til að skera niður hangikjötslæri sem hann hafði meðferðis og gefa fólki í kringum sig sneiðar af kjötinu.

Maðurinn ógnaði engum, en hnífurinn var stærri en lög leyfa og var hann því haldlagður. Maðurinn fékk þó að halda lærinu.

Sveitaball? Hann hefur kannski verið með uppstúf í poka og kartöflur í rassvasanum.

posted by Valþór | 11:46


föstudagur, apríl 22, 2005  

Ég las Skugga-Baldur eftir Sjón í gær. Þetta er ekki stór bók en sagan er engu að síður stór. Finnst hún í stuttu máli frábær. Mikil kúnst að búa til svona góða sögu í lítilli bók. Mjög fallegur texti, blanda af húmor og háalvöru. Mæli með að eyða einni kvöldstund í að lesa Skugga-Baldur.

posted by Valþór | 13:21


mánudagur, apríl 18, 2005  

Sniðugt með mömmur. Þær nota hræðsluáróður óspart. Tilgangurinn helgar meðalið. Samt getur þetta verið fyndið. Þær hóta t.a.m. alls kyns sjúkdómum. Ef maður gleypir tyggjó eru allar líkur á því að maður fái garnaflækju. Tyggjóið límir bara saman á manni garnirnar svo ekkert kemst í gegn og maður þarf í uppskurð. Ekki gleypa tyggjóið! Held að það sé nú alveg búið að afsanna þetta. Gangandi sönnun er t.d. vinur minn Gunnar Þór. Gunnar Þór borðar tyggjó. Ég hef séð hann klára bláan extra á hálftíma. Og þá meina ég að hafi étið draslið. Þetta gerir hann að staðaldri, borðar tyggjó… en hann hefur aldrei fengið garnaflækju. Mömmur segja manni líka að ef maður velti sér of mikið fái maður garnaflækju. Vinsæll sjúkdómur hjá mömmum. Garnirnar allar í flækju ef maður vogar sér að velta sér of mikið.

Svo er það blessuð heilahimnubólgan. Hver man ekki eftir að standa í búningsklefa eftir sund, þurrkandi á sér hárið líkt og óður væri svo maður fengi ekki heilahimnubólgu! Eins og allir vita þá færðu heilahimnubólgu ef þú ferð út í frosti með blautt hárið. Skiptir engu þó heilahimnubólga sé af völdum bakteríu eða veiru… blautt hár + frost = heilahimnubólga. Svipað gildir með lungnabólgu. Verði maður votur í fæturna án þess að hlaupa inn, þurrka sér og skipta um sokka fær maður lungnabólgu. Og í rauninni á maður það á hættu að fá lungnabólgu í hvert sinn sem maður fer út án þess að vera dúðaður frá toppi til táar, og helst í ull (eða flís í dag).

Og allt getur maður nú fengið í augun sín. Ömmur líkt og mömmur nota þetta mikið. “Passaðu þig drengur… þetta getur farið í augun á þér og þú getur orðið blindur!” Alveg sama hvað blessuð börnin leika sér með, allt kemst mögulega í augun og getur valdið blindu. Og ef það fer ekki í augun á þér þá eru allar líkur á að dótið fari í augun á einhverjum öðrum.

Jájá... eða það.

posted by Valþór | 14:08


miðvikudagur, apríl 13, 2005  

Undur og stórmerki. Á minni stuttu ævi hef ég aldrei getað étið heilan banana, þ.e. eins og hann kemur af trénu. Ég kúgast og fæ bara viðbjóð, bragðið er ekki vont en áferðin og e-ð óskilgreint fyrirbæri hafa hingað til stöðvað mig. Mig hefur samt alltaf langað til að getað borðað banana. Banani er þægilegur og hollur og það er bara e-ð heilsusamlegt við að smjatta á banana. Þetta hef ég bara ekki getað. Þangað til í gær... Kláraði minn fyrsta heila banana í gærkvöldi! Og til að toppa þetta þá át ég annan í morgun. Batnandi mönnum er víst bezt að lifa...

Ef þið hafið séð leno í gær þá verðið þið að prófa googlewhack!

posted by Valþór | 11:54


föstudagur, apríl 08, 2005  

Þriðja heimsstyrjöldin er við að bresta á á Laufásveginum. Um daginn kom leigusalinn niður í kjallara til mín til að segja mér frá fyrirætlunum nágranna míns um að reisa tvölfaldan bílskúr á lóðinni sinni. Ég vildi ekki vera með leiðindi svo ég samþykkti framkvæmdina fyrir mitt leyti :) En allir nágrannarnir eru greinilega ekki svo friðelskandi. A.m.k. ekki ef marka má stórblaðið DV sem birtir á forsíðu sinni á þriðjudaginn síðasta frétt þess efnis að forseti vor sé kominn í nágrannastríð við Steina í kók. Blaðið birtir mynd af forseta vorum þar sem hann otar fingri ásakandi í átt að annarri mynd af fyrrnefndum Steina. Fyndið. En það sem er virkilega fyndið í þessu eru rök forsetaembættisins fyrir því að Steini ætti ekki að fá að byggja blessaðan skúrinn. Gestahús forsetaembættisins er beint á móti Steina og vilja þeir forsetamenn meina að byggingin muni ógna öryggi gesta embættisins og að hún raski virðingu og ró hússins. Aha.

Ég sé fyrir mér að fréttir líkar þessari muni birtast á erlendum fréttamiðlum snemma næsta vetur:
“…the newly constructed garage bruttaly attacked the Japanese minister of agiculture as he walked out the front door of Laufasvegur 72 early this morning, leaving him with a broken pelvis, a severe concussion as well as five broken teeth. The minister was staying as a guest at the residence which is owned by the Precidency of Iceland. In a statement from the Presidency they stated that they had warned local authorities about the garage earlier this year, before its construction…”

Þeir hjá embættinu vilja líka meina að gamli bílskúrinn sem telur 24 fermetra sé alveg nóg fyrir Steina. Það sér það nú samt hver heilvita maður að 24 fermetra bílskúr dugar skammt þegar maður keyrir um á Volkswagen Touareg, Porsche 911 Turbo og Audi A8 W12 ;)

posted by Valþór | 17:13


fimmtudagur, apríl 07, 2005  

Ég horfði á uppistand með Þorsteini Guðmundssyni á föstudag. Það var alveg rífandi fyndið. Var ma.a að tala um Bónus. Það er svo mikið af ljótu fólki sem verslar í bónus. Ljótt fólk með slefandi og grenjandi börn. Snillingurinn sem hannaði merki Bónus hefur sagt… nei nei ég veit alveg hvernig fólk á eftir að versla í Bónus! Við skulum hafa merkið bleikt svín!

Eftir þetta hef ég farið að hugsa um mínar Bónus ferðir… Það er alltaf soldið skrýtið fólk í Bónus. Einkennileg stemming og maður býst einhvern veginn alltaf við því að einhver gömul kona með sjal og brúnar tennur eigi eftir að vinda sér upp að manni og úthúða manni fyrir að klára allan bixí matinn sem maður hefur ekki snert á. Og svo er það svo einkennilegt að ég versla ALLTAF það sama í bónus. Ljósrit af körfunni síðan síðast enda er vöruúrvalið stórkostlegt! ORA og einhverjar vörur með bleika svíninu um allt. Og undantekningalítið er allt sem ég kaupi fljótandi. Hef komist að því að ég borða nánast ekki fasta fæðu. Maður er bara eins og nírætt tannlaust gamalmenni með hægðatregðu (eða stíflukúk eins og dóttir vinnufélaga míns orðar það).

Svo kom ég inní Nóatún um daginn með mömmu og pabba. Í Nóatúni er allt til. Þar er ekki troðið af ljótu fólki og úrvalið er endalaust! Alls konar kjöt sem ég vissi ekki einu sinni að væri ætt eða jafnvel til! Heilu fiskarnir með haus og sporð og svínahausar og lynghænur! Í Bónus er bara hakk og ekki hakk. Og þeir í Nóatúni vita að þeir eru fannsí. Þeir eru meira segja kokkí. Svo kokkí að þeir eru með hluti sem þeir vita vel að þeir selja ekkert bara til að vera með mikið úrval. Til dæmis voru þeir með dúrían í ávaxtarekkanum. Tveggja kílóa dúrían. Dúrían er ávöxtur sem lyktar eins og þú hafir stappað saman hvítlauk og skít og látið það liggja í hita í nokkra daga en á víst að vera voða bragðgott. Dúrían er líka alsett einhvers konar þyrnum þannig að maður verður helst að vera í þykkum hönskum til að handleika það. Hell on the outside, heaven on the inside segja sumir. Davíð skólafélagi minn keypti dúrían í Tælandi og kom með uppí íbúðina okkar. Opnaði draslið og fólkið bókstaflega hljóp út. Ólíft í íbúðinni í fleiri klukkutíma á eftir. Það kaupir enginn dúrían á Íslandi! Fannsí pannsí…

Googlaði dúrían að gamni og svo virðist sem margir hafi mikinn áhuga á þessu. Sjá hér http://www.durianpalace.com/ og hér http://www.ecst.csuchico.edu/~durian/

Lag dagsins er Hungry Like The Wolf með Dur(i)an Dur(i)an.

Einn pirraður

posted by Valþór | 17:34
röfl
er að hlusta á
er að lesa
nýlesið
rotnandi